Volaða land | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Volaða land

Fyrsta ljóðlína:Volaða land / horsælu hérvistar slóðir
bls.18. júlí 1888, bls. 2
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) cAAc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1888

Skýringar

Í Lögbergi 18. júlí 1888 er kvæðinu fylgt úr hlaði með þesum orðum:

Þetta stórkostlega og prýðisvel orta kvæði, sem hér fer á eftir, var oss sent með síðustu póstferð frá Íslandi af höfundi þess, einum af hinum ágætustu gáfumönnum Íslands. Vér prentum það í blaði voru, ekki af því að oss virðist það vera sönn lýsing á Íslandi; kvæðið er hörmungar- og gremjuandvarp, en engin lýsing, En vér prentum það af því að kvæðið sýnir svo sorglega vel, næstum því svo áþeifanlega, í hverju rauna-skapi bræður   MEIRA ↲
1.
Volaða land,
horsælu hérvistar slóðir,
húsgangsins trúfasta móðir,
volaða land!
2.
Tröllriðna land,
spjallað og sprungið að eldi,
spéskorið Ránar af veldi,
tröllriðna land!
3.
Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land.
4.
Hafísa land,
ískrandi illviðrum marið,
eilífum hörmungum barið,
hafísa land!
5.
Stórslysa land,
fóstrað af feiknum og raunum,
fóðrað af logandi kaunum,
stórslysa land!
6.
Blóðrisa land,
mölvað af knútum og kögglum,
klórað af hrímþursa nöglum,
blóðrisa land.
7.
Vandræða land,
skakkt eins og skothendu kvæði,
skapaði guð þig í bræði?
vandræða land!
8.
Drepandi land,
búið með kjark vorn og kjarna,
kúgandi merg þinna barna,
drepandi land!
9.
Drepandi land,
hvað er það helst sem þú safnar?
Sult vorn og örbirgð þú jafnar,
drepandi land.
10.
Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið hvað ætt er
vesæla land!
11.
Hrafnfundna land,
munt þú ei hentugast hröfnum?
héðan er beint vorum stöfnum,
hrafnfundna land!