Hverfleiki jarðneskra gæða | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hverfleiki jarðneskra gæða

Fyrsta ljóðlína:Enn jeg lifi mönnum með
bls.11–13
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aBaBCC
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Enn ég lifi mönnum með,
megna enn að hugsa og tala;
enn er margt sem gleður geð;
gefst mér enn hvað þörf má svala;
mínum hag ég enn má una:
ekki þrengir neyð til muna.

2.
Enn er svo; en hver veit hvað
hér á eftir fyrir liggur?
komið getur eymdin að
ýmsan veg, sem neinn ei hyggur;
líka getur brátt að borið
banastund við sérhvert sporið.

3.
Allir jafnan óska sér
aldurs mega lengi njóta;
þess samt fáum auðið er;
ungir margir deyja hljóta,
og þeir fáu, er elli bíða,
æsku-vina söknuð líða.

4.
Og á meðan enn er léð
ævi-dvölin, margt kann breytast:
vinsæld, heilsa, glaðvært geð,
gæðin bestu, hér sem veitast,
geta tekið skiptum skjótum.
Skyldum þakka meðan njótum!

5.
Hvert mun verða hlutfall mitt,
hvernig lykta mínir dagar?
Guð, minn faðir! það sé þitt,
því að ráða, best sem hagar.
Veit, að hlíti' eg vilja þínum.
Veit, að uni' eg kjörum mínum.

6.
Lát úr hug ei líða mér:
lífið hverja stund kann þrjóta.
Lát mig stunda‘ að lifa þér,
lífs á meðan fæ að njóta;
barns í auðmýkt bíða‘ og þreyja,
búinn við að líða‘ og deyja.