Sýslunefndarmannskjörið á Hrófbergi á Jónsmessu 1912 – Seinni ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sýslunefndarmannskjörið á Hrófbergi á Jónsmessu 1912 2

Sýslunefndarmannskjörið á Hrófbergi á Jónsmessu 1912 – Seinni ríma

SÝSLUNEFNDARMANNSKJÖRIÐ Á HRÓFBERGI Á JÓNSMESSU 1912
Fyrsta ljóðlína:Féll þar óður áður minn
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1912
Flokkur:Rímur
1.
Féll þar óður áður minn
er vígþjóð í brynjum stinn
búin stóð í stálsleikinn
stafaður glóði herfáninn.

2.
Stikla liðið þeytti þá
þegar friði öllum brá,
öldin niður eins og strá,
af ljá sniðin hníga má.

3.
Ómuðu þjóð í eyrunum
endur hljóð frá klettunum
fagurt glóðu gullroðnum
geislaflóð á hjálmunum.

4.
Skildi smóu skotvopnin
skötnum óa mannföllin
særðu gróu granir kinn
gufu sló á himininn.

5.
Halldór eggjar hrausta þjóð
höggva, leggja og djarft fram óð
Jón með seggjum samt á slóð
sem múrveggur fyrri stóð.

6.
Skortur var á vægðinni
virtist farið geðstilli
Finnur snar í fólkroði,
fleininn bar að Gunnlaugi.

7.
Hjuggust lengi hetjur þær
hopaði mengi gjörvallt fjær
sóknin drengjum varð ei vær,
vogaði enginn koma nær.

8.
Hvor vill annan hníga sjá
höggin granna voru ei smá
varla manna æði á
öldin sannar görpum þá.

9.
Ólmir háðu eggja styr,
aldrei náðum sinntu fyr,
en dreyrfáðir fjölsærðir
féllu báðir óvígir.

10.
Viður fallið foringjans
fólkið snjalla rak í stans,
fylktust allar hetjur hans
um Halldór jarl við geira dans.

11.
Skjaldborg slógu um hraustan hal
hann fyrir Gróum verja skal
hart ef þróast hildar skval
hetjan þó vel beiti fal.

12.
Magnús lýða læknirinn
löngum prýðis beinskeytinn
skaut sem tíðast örvum inn
opnaðist víða skjaldborgin.

13.
Nú var hríð að nýju gjör,
nokkrum síða járna för
sumra lýða flúði fjör
flugu víða blóðug spjör.

14.
Björn á miði hristar hlaut
hníga niður stáls við þraut
glóðum sviðinn Sviðris hraut
Sumarliði hels á braut.

15.
Hreystiríkur hugdjarfur
hetju líki nafnfrægur
Ólafur líka örendur
á blóðsdíkið nár fellur.

16.
Ingvar hjá þeim hneig að leir
hetjan lá með brotinn geir
veldur sá ei merki meir
minning dáins eftir þreyr.

17.
Magnús fund á fárlegum
féll þá stund úr hreppsvöldum
hné að grund með hetjunum
hjálminum undir gullroðnum.

18.
Vermunds kundur líka lá
lagður unda snörðum ljá
og gamla sprundið honum hjá
sem Hervöru stundum minnti á.

19.
Jötna fallinn flokkur var
fölur á stalli valmeyjar
bitu þá alla örvarnar
undur kalla eg skeðu þar.

20.
Halldór sneri hraustur frá
og hinna hver sem lifði þá
þegar hann sér að ekki á
auðið vera sigri að ná.

21.
Sigri gæddar hetjur heim
hlífum klæddar reyndu sveim
fagran græddu frama og seim
fögnuður glæddist mörgum beim.

22.
Góðum værðum gumar ná
garpar særðir lækning fá
sem að bærðu benjaljá
beð þeir færðust mjúkan á.

23.
Þá er kvæða þrotið smíð,
um þessa skæðu orra hríð
krýni gæðum land og lýð
lofðung hæða fyrr og síð.