Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Norður fjöll (ferðakvæði) 8

Hraun í Öxnadal

NORÐUR FJÖLL (FERÐAKVÆÐI)
Fyrsta ljóðlína:Þar sem háir hólar
Höfundur:Hannes Hafstein
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1882

Skýringar

Birtist upphaflega í Verðandi, 1. árg, 1882, bls. 138–139
1.
„Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla“
lék í ljósi sólar,
lærði hörpu að stilla
hann sem kveða kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna og munni,
mögur sveitablíðu.
2.
Rétt við háa hóla,
hraunastalli undir,
þar sem fögur fjóla
fegrar sléttar grundir,
blasir bær við hvammi
bjargarskriðum háður.
Þar til fjalla frammi
fæddist Jónas áður.
3.
Brosir laut og leiti,
ljómar fjall og hjalli.
Lækur vætu veitir,
vökvast bakka halli.
Geislar sumarsólar
silungsána gylla
þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla.