Barnagælur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Barnagælur

Fyrsta ljóðlína:Komdu litla krílið mitt
bls.240–241
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1825
Komdu hérna, krílið mitt,
komdu, litla morið;
enn er liðið ekki þitt
æsku blíða vorið.

Kristín litla, komdu hér
með kalda fingur þína;
eg skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.

Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí, segir Stína.
Kvöldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.