Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Vorvísur

Fyrsta ljóðlína:Þegar líður gamla Góa
Viðm.ártal:≈ 1750
Þegar líður gamla Góa,
góðs er von um land og flóa,
vorið bræðir vetrarsnjóa,
verpa fuglar einherjans
út um sveitir Ísalands;
ungum leggur eins hún tóa,
úr því fer að hlýna.
Enga langar út um heim að blína.

Tjaldrar syngja um tún og móa,
tildrar stelkur, gaukur, lóa,
endar hörkur-hljóðið spóa,
hreiðrin byggir þessi fans
út um sveitir Ísalands;
æðarfuglinn angra kjóar,
eru þeir að hvína.
Enga langar út um heim að blína.

Sæt og fögur grösin gróa,
gleðja kindur, naut og jóa,
engjar tún og auðnir glóa
eftir boði skaparans
út um sveitir Ísalands;
að stekkjarfénu stúlkur hóa
og stökkva úr því við kvína.
Enga langar út um heim að blína.