Skilnaðarskrá | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skilnaðarskrá

Fyrsta ljóðlína:Æverandi eining blíð
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Bænir og vers
1.
Æverandi eining blíð,
óþverrandi þrenning þýð,
allt gerandi í upphafs tíð,
orð berandi fyrr og síð.
2.
Hjálpaðu mér að hyllast þig
hvað sem gerir að sturla mig.
Vefst eg hér um veraldar stig,
vonskan er so margfaldlig.
3.
Lofa þú mér um litla stund
ljóða kver eða mærðar mund,
eitt það bera á óvins fund,
sem ólman sker þann heiftar hund.
4.
Hann vill verki handa þín
halda merki undir sín.
Sáthán lerki, sá sem skín,
Samson sterki er þoldi pín.
5.
Varla tjáir að vera með frí,
vondur þjáir hyggju bý.
Ef hjartans náir akur inn í
illsku sáir gresinu því.
6.
Í myrkri æðir mjög tíðum,
margan hræðir af lýðum,
eymd inn læðir og kvíðum,
yfir bræðir meinhríðum.
7.
Hvað sem gott að heyra má,
úr heiðri dottinn vill forsmá,
en öfund, spott og orðin flá
að því glott mun jafnan ljá.
8.
Hvör mun þessi er grimmdar geð
í göngu og sessi þrútnar með,
Fítónz hvessir feikna spéð,
flærðar vessi rúm hefur léð?
9.
Heyrt hef eg sagt að engill einn
öðlaðist magt, var skær og hreinn,
girntist frakt til gæfu seinn,
gaf ei að vakt hvar vegur var beinn.
10.
Varð að dökkvum djöfli hann,
dólgur sökk í heljar rann,
hirðin blökk aðhylltist þann,
hjörtun klökk ei með þeim fann.
11.
Er ei þetta engill sá
er einn nam detta heiðri frá?
Fullur pretta, fals og þrá,
fekk því rétta umbun sjá.
12.
Drambseminnar dreissið grátt
dýrðar þinnar eyddi þátt,
guð fyrir sinnar magtar mátt
mæðu stinna fekk þér brátt.
13.
Þú girntist forðum stoltan stól,
að stjórna norður um heimsins hjól,
úr þeim skorum felldist fól
fyrir föðursins orð í orma ból.
14.
Dæmin þín eru djöfulleg,
draga til mín þau viltu mjeg,
þitt flærðarskrín forsmái eg,
farðu i pín á heljar veg.
15.
Manstu það ekki myrkra grey,
að mikla hrekki sparaðir ei -
í orminn gekkst og sé þér svei,
þú sveikst þann rekk og fyrstu mey?
16.
Einn guð hét þá umbun þér,
að son geti meyjan hér,
þitt heilasetur og hausinn mer.
Hvað fór betur en það svo sker?
17.
Ertu einn skrokkur af þeim hóp,
sem út af nokkrum manni hljóp
í svína flokk með svakk og hróp,
að sjávardokk með hrinur og óp?
18.
Ertu eigi Sáthán sá
– segðu nei eður til þess já –
sem dagvegi sínum hjá
sonurinn meyjar hastaði á?
19.
Öngvu orði aftur á mót
ansa þorði skemmdin ljót,
á heljar storði festi fót,
að feigðar morði stefnt var þrjót.
20.
Heiftar neista gaurinn grár
gjörði að freista í reisur þrjár,
þess sem leysti þjóða fár,
er þoldi hið geysta hungurs sár.
21.
Með dýrðarorði dásamligr
drottinn gjörði að vinna sigr,
bíða ei þorði blár og digr,
bundinn morði varð við svigr.
22.
Bannsett stríddi blindni á þrjót,
bölvuð nýddi heimskan ljót,
begar hann hýddi þeim á mót,
er þúsund prýddi dyggða hót,
23.
Einn með forsi apinn skreið,
eflir spotts um frjádags skeið,
upp á kross og andláts beið,
æðsta hnoss þá píslir leið.
24.
Heilagur andi æðstur skein
upplýsandi manndóms grein,
þá sökk fjandi og þoldi mein,
þróaðist vandi en bót ei nein.
25.
Eg veit þetta eftir þér
illsku pretta slægðar ker.
þó viltu fletta friði af mér
flærðar gletta Lucifer.
26.
Bannsett eyði bölvan þér,
í burtu, svei þér, langt frá mér.
Í heljar seyði fól þú fer,
fast þig meiði kvalanna hver.
27.
Enginn trúi á þitt skraf,
eg veit þú ert lygi upphaf.
Farðu nú í kvalanna kaf,
eg kann þig lú með guðs orðs staf.
28.
Út í burtu og aldrei aftr,
illsku furtur sæmdum taptr
leiður surtur ljótlega skaptr,
lasta þurftar gapandi kjaftr.
29.
Einhvör rekur eftir hér,
óvin sekur flýttu þér.
Sæmdarfrekur sigurinn ber
sá sem tekur verk af mér.
30.
Það er Jesús meyjar mögr
– margar lesast af honum sögr,
að hann sé sú frjófgan fögr,
fær þú spésins af því skjögr.
31.
Hann hefur farið á helstiginn
hraustur og barið óvin sinn,
hættlega marið hausinn þinn.
Þér hrukku ei parið skeytin stinn.
32.
Myrkra festi með þig batt
maðurinn besti, guðsson hratt,
jagarinn vesti fór þar flatt,
en friðurinn mesti upp þá spratt.
33.
Leysti hann alla lýða sveit,
sem léstu falla í dauðans reit,
illsku karl er ástir sleit
á þér skall það hefndar smeit.
34.
Í orrustu verki einn til sanns
eg ber merki guðs og manns,
dökkvan lerki djöfla krans
drottinn sterki himnaranns.
35.
Ef mér neina eykur þrá
augnasteina þú snertir þá
herrans hreina hvarmi hjá,
hirtu ei reyna þig þar á.
36.
Það á aldrei að auðnast þér
með eiturs galdri Lucifer
í illsku kaldri heiftar hér
hans sjáaldrið að snerter.
37.
So búið heldur sit þú meðr,
sviði og eldur veri þinn beðr,
barinn og skelldur búks um leðr
bófinn hrelldur, háðung skeðr.
38.
Fastur gisti fjötrum í
freistarinn byrsti á heljar bý,
sá besta missti frelsi og frí
og flesta lysti að ræna því.
39.
Okkar rétta Skilnaðarskrá
skal nú þetta héðan í frá,
mætti létta leiðri þrá
og ljóst án pretta ending fá.
40.
Mæli eg að sá heppnist hagr
í hvörjum stað sem kveðinn er bragr,
flýi út þaðan fjandinn gagr
flótta hraðan blauðr og ragr.
41.
Veri nú Jesús verndin mín,
voldugur Jesús forði oss pín,
lausnarinn Jesús lifandi skín,
lof þitt Jesús aldrei dvín.
Amen.
–-
Hér hafi þér nú Skilnaðarskrá.
Skil eg til og þetta þá,
úr máli hrjála enginn á
óðar 1jóð þó kunni sjá.

Læra bæri líka rétt
lýðum fríðum kvæðið sett,
so fræða ræðan falli slétt
er forðum skorða var við sett.

Sóminn frómi semdist yðr,
svinnum hlynna hjarða niðr,
náðin dáða bestum biðr
bæði gæði, frægð og friðr.


Athugagreinar

1.4 orð] leiðrétt svo af MSn, með orði aðalheimild.
2.3 Vefst] mörg hdr., meðan vefst aðalheimild.
5.3 akur inn í] akurinn í aðalheimild.
16.2 að son geti] nokkur hdr., að sá getur aðalheimild.
26.1 eyði] flest hdr., eyðir aðalheimild.
26.3 Í heljar seyði] mörg hdr., á heljar seyðir aðalheimild.
27.1 trúi] mörg hdr., trúir aðalheimild.
27.4 eg kann þig] nær öll hdr., þig kann eg aðalheimild.
31.4 Þér] mörg hdr., sleppt í aðalheimild.
36.1 að] mörg hdr., sleppt í aðalheimild.
Vísurnar þrjár aftan við kvæðið eru aðeins í ÍB 319 8vo, svo tæplega eru þær eftir Kolbein. Texti Skilnaðarskrár í því handriti er mjög fordjarfaður, e.t.v. úr munnlegri geymd. Síðasta vísan í viðbótinni er nánast óskiljanleg.
Magnús Snædal bjó til skjábirtingar