Skemmumeyjasöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skemmumeyjasöngur

Fyrsta ljóðlína:Dettur nótt og döggvast steinn
bls.9–10
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Dettur nótt og döggvast steinn,
dröfnina vindar kaldir spora.
Ferðalúni farandsveinn,
fríður gistu skemmu vora.
2.
Þar er óttan yndisstund,
alla daga svall og gaman.
Kom og lát oss kætast saman,
kom, minn dýri, á vorn fund.
3.
Þig skulu meyjar leiða í lund
lokkaprúðar, margar saman,
Kom og þigg vort kossagaman,
kom, minn dýri, á vorn fund.
4.
Kvaddur skaltu og meyjar mund
morgunroða í skál þér bera.
Kom, hér mun þér kært að vera,
kom, minn dýri, á vorn fund.
5.
Dettur nótt og döggvast steinn,
dröfnina vindar kaldir spora.
Ferðalúni farandsveinn,
fríður gistu skemmu vora.