Strætisvagnarnir hafa þagnað | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Strætisvagnarnir hafa þagnað

Fyrsta ljóðlína:Ljósið á dagsins kolu er dautt að baki
bls.87
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1945
Ljósið á dagsins kolu er dautt að baki,
dauft er það fólk sem ennþá sést á gangi,
dúfurnar sofa ljúft hjá lágu þaki,
löngu eru smiðir hættir sínu bangi,

rafljósaskímur glampa úr stöku glugga,
garðar og stéttir næturregni fagna.
Einhver er nær sem búinn er að brugga
banaráð oss. Og nóttin er að magna

öfl næsta dags. Og enginn bíður núna
örlaga sinna á stöðvum strætisvagna.