Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Kvæði eftir Saffó

Fyrsta ljóðlína:Sönn guðs sæla sýnist mér þann kæti
Höfundur:Saffó (Sappho)
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Ástarljóð
1.
Sönn guðs sæla sýnist mér þann kæti,
er þér, indæla! andspænis á sæti,
inna þig heyrir orð með sætum rómi
ununar hljómi.
2.
Hugfanginn þínum hlátri munarblíða;
berst brátt í mínum barmi hjartað þýða,
minn, er eg sé þig, máttur er á förum,
mál deyr á vörum.
3.
Stirðnar þá tunga, eldur næmur ærist,
ljúfsár um þunga limu mína færist,
sortnar um sjónir, sér að eyrum ryður
suðandi niður.
4.
Sprettur þá sviti, skjálfti limu skekur,
skipti eg lit, sem gras þá blikna tekur,
aum sem eg eigi andláts stríð að heyja,
út af að deyja.