Ormars rímur – fjórða ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Ormari Fraðmarssyni 4

Ormars rímur – fjórða ríma

RÍMUR AF ORMARI FRAÐMARSSYNI
Fyrsta ljóðlína:Þar skal eð fjórða Fjölnis vín
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1450
Flokkur:Rímur

Skýringar

Ormars rímur eru rímnaflokkur frá 15. öld eftir ókunnugt skáld. Í þeim er sagt frá kappanum Ormari Fraðmarssyni sem tekst á við risann Bjarkmar og föðurbræður hans, Gyrð og Atla. Með risavígunum hefnir Ormar föður síns og eignast að auki konungsdóttur og konungsríki. Efni Ormars rímna er einnig til í norrænum sagnadönsum og hafa menn getið þess til að allt megi þetta rekja til glataðrar fornaldarsögu.
Þrjú handrit hafa textagildi og virðast komin hvert sína leið frá sameiginlegu erkiriti. Elst er Kollsbók (Cod. Guelf. 42. 7. Aug. 4to), frá lokum   MEIRA ↲
1.
Þar skal eð fjórða Fjölnis vín
af fræða byrgi renna,
bragnar fara í brynjur sín
*og bjarta geira spenna.
2.
Fyrðar stigu á fagra ey
framir og treysta megni,
þar skal sterkan stála þey
stofna’ í örva regni.
3.
Hraustir báru höldar þá
Handis vóðir sterkar,
beggja gengu búðum frá,
buðlungs þjóðir merkar.
4.
Fraðmars arfi furðu var
*fremstur sinna sveina,
hvórki bar hann í hrotta skar
hjálm né brynju neina.
5.
Bert var undir buðlungs líf
þá bragnar neyttu randa,
þó vill fremstr í fleina dríf
* frægi Ormar standa.
6.
Ormar talar við ýta nú,
allvel treystir hjarta,
mér skal hlífa’ en hoska frú,
hilmis mærin bjarta.
7.
Þegar að bræður Birting *sjá
báðir gjörðu’ að frétta,
„hversu fekktu brandinn blá?
Brögnum seg þú af létta.“
8.
„Faðir minn sagði sannlegt frá,
hverr segginn réð frá löndum,
gaf hann mér síðan brandinn blá
búinn með orma ströndum.
9.
Engan frá eg þess iðrast mann
só ýtar mætti finna,
þó *bragnar hafi nú berserk þann
með brandi náð að vinna.
10.
Unnu *þér *hann í hrotta þrá,
höldar skulu þess gjalda,
ellefu sóktu ýtar þá
eyði grænna skjalda.
11.
Siklingur gat sex og þrjá
svæft með geirnum stinna,
níðinglegt var næsta þá
að niflung þeim að vinna.“
12.
Þá var brynjað beggja lið,
búið að auka hildi,
hvórir tveggju horfa við
þá herrinn berjast skyldi.
13.
Hér varð *ekki’ á höggum bið,
hörðu kastað grjóti,
öðru megin var Ormars lið,
*allvel snýst *á móti.
14.
Fyrðar skjóta fleini þá,
framir og treysta megni,
heiðan mátti’ ei himininn sjá,
fyrir *hvössu geira regni.
15.
*Só stóð ógn af örva flaug
að eyddust kempur snjallar,
broddar fengu’ í blóði laug,
biluðu hlífar allar.
16.
Só frá eg geysta ganga fram
gilda hjörva runna,
hvórir tveggju’ í hrotta glam
hjálma sníða kunna.
17.
Bræður láta brýndan geir
bjarta hjálma sníða,
Ormars fólki eyddu þeir
ýtar um völlinn víða.
18.
Ganga þeir í gegnum lið
glaðir og hreysti reyna,
frægum trúi’ eg ei frændum við
fylking standa neina.
19.
Ormar vegr í örva þrá
og eyðir kempum snjöllum,
berr hinn ljósi lofðung sjá
langt af görpum *öllum.
20.
Mækir sá sem milding berr,
má það fólkið lýja,
hann beit eigi hjálma verr
en hrísluleggi nýja.
21.
Segginn hvern er sverðið snart,
sá hlaut dauða’ að þiggja,
því varð fólkið furðu mart
fyrir fylki þeim að liggja.
22.
Virðum gjörðist * varla fritt,
vildi’ hann Fraðmars hefna,
fram fyrir bræðra merkið mitt
milding gjörir að stefna.
23.
Buðlung lætur brynju skóð
björtum hjálmum mæta,
í miðjan legg tók manna blóð,
má þess eigi þræta.
24.
Milding klauf í málma þrá
marga skjöldu græna,
hlífði’ ei meira *brynjan blá
bragna en silkið *væna.
25.
Só frá eg gramsson ganga fram,
gjörir hann öngu’ að hlífa,
bræðra réð hann merkis mann
í miðju sundr að skýfa.
26.
Hitti’ hann Gyrð í geira *þrá,
get eg að allvel vegni,
Ormar reiddi brandinn blá,
bystr af öllu megni.
27.
Höggr hann ofan í hjálminn blá
hals með geirnum fríða,
búkinn niðr og brynju þá
Birting réð að sníða.
28.
Atli *hugðist Ormar þá
æru’ og lífi svipta,
*hyggur skjótt með geirnum blá
honum í tvó nam skipta.
29.
Listar maðr í lopt upp stökk
ljósum prýddur dáðum,
geirinn niðr í sandinn sökk
seggs að höndum báðum.
30.
Ormar sér að Atli lýtr
eptir gyldu sverði,
býsna högg á búkinn *þýtr,
bíta trúi’ eg það verði.
31.
Mækir kemr á miðjan hrygg,
mjög trúi’ eg brynju lesti,
Atla varð ei emman dygg,
öll frá eg sundur bresti.
32.
Birting þegar í blóði stendr,
búknum sundur skipti,
emman sneiðist öll í sundr,
hann Atla lífi svipti.
33.
*Þar lá eptir dólgrinn dauðr,
drepinn af Ormars höndum,
vísi dæmdist vald og auðr,
víf með stórum löndum.
34.
Ormar býður ýtum frið
eptir bræðra dauða,
só fekk fylkir frækið lið
og fagra hringa rauða.
35.
Só lét græða garpa fljótt,
göfga menn og dýra,
sem allur hefði einni drótt
öðling átt að stýra.
36.
Skjöldung þá *fyrir skipunum *ræðr,
*skatnar allir hlýða,
hann fekk nógar geima glæðr
og gullaz lindi þýða.
37.
Bragnar hirða brynju tröll
í balinu gellur tómu,
seggja dróttin sættist öll
só var lyktað rómu.
38.
Eptir *sterkan stála hreim
er *stillir hafði fengið
fagran sigr og flæðar eim
fullvel hefir nú gengið.
39.
Ormar gjörist með ýtum þeim
ekki lengi * bíða,
gramsson vill í Gautland heim
græðis hestum ríða.
40.
Skurði hvergi’ á skipinu þraut
af skíru gulli brenndu,
*logaði gervöll líra braut
er lægis hestar *renndu.
41.
Milding talar við mengið þá,
„mér skulu allir fylgja,
hirði ei þó hlaupi’ oss á
Hlés en kalda bylgja.
42.
Haldi’ oss engi hölda frá
* hlunna dýrum hesti,
seggir bið eg að seglin blá
saman á jöðrum festi.“
43.
Floti var þessi furðu breiðr,
frúrnar ganga’ að líta,
hafði’ hann aukið hundrað *skeiðr,
hvergi seglin slíta.
44.
Só gekk inn á siklings hafn,
segl var upp við húna,
stillir lítur strengja hrafn
og *stafna gulli búna.
45.
Öðling kenndi Ormars ferð,
*ei var kyrrt með öllu,
kóngrinn sjálfur klæddist gerð,
kátr í sinni höllu.
46.
Stillir ofan til strandar gengr,
stolta kvaddi rekka,
„hvað mun bati að bíða lengr
brullup sitt að drekka?
47.
Ormar hefir þú unnið þraut
en mig leyst úr vanda,
því skal svinnust seima laut
sofna þér við anda.“
48.
Lofðung sjálfur leiddi heim
listar mann til hallar,
brúðir prýðast brenndum seim
brátt og gleðjast allar.
49.
*Ása gekk á Ormars fund,
öll var sköpuð í snilli,
kvaddi dýran döglings kund,
dátt var þeira’ *á milli.
50.
Frygðugt vífið frétti’ í stað
frægðar mann hinn snjalla,
hversu hann lét hildi að
heljar drengi falla.
51.
Segir hann allt hið sanna frá
sætu þegar með blíða,
hversu’ hann gjörði brandi blá
bræður sundur sníða.
52.
„Allvel hefir þú orð þín efnt,
undir lézt þú svíða,
föður þíns hefir þú fullvel hefnt,
fregnast mun það víða.“
53.
Ormar talar við *Ásu nú,
ungur reynir skjalda,
„bezt er okkr að binda trú
og brullup okkart halda.“
54.
Brúðrin tekr að *blíðkast nú,
burt er móðrinn kaldi,
„mun það eigi’“, er mælti frú,
„mest á yðru valdi?
55.
Aflað hefir þú unnar báls,
eigi þarftu’ að harma,
þér skal eg leggja’ um ljúfan háls
ljósa mína arma.“
56.
Vísir bauð til veizlu’ í stað
virðum innan landa,
heilan mánuð höldum það
hófið skyldi standa.
57.
Hal þar öngan hryggan leit,
höldar *silkið drógu,
Ormar *gæddi ýta sveit
*auð *og velli nógu.
58.
Ormar ungi’ og *ágæt frú
unnust þegar með blíða,
seggjum *veitti Sefrings brú,
só nam veizlan líða.
59.
Fáir var honum að frækleik jafn,
fekk hann gullið rauða,
hann tók auð og öðlings nafn
eptir kóngsins dauða.
60.
Sonu gat hann við silkiey,
Saxi’ og Fraðmar heita,
allvel kunnu’ í örva *þey
unda nöðrum beita.
61.
Sverðið átti seima Týr
sína æfi alla,
buðlungs var *sá brandrinn dýr,
birtast má það valla.
62.
Siklings var só sverðið beitt,
sönn eru á því minni,
*milding hjó eigi meir en eitt
högg til mannz að sinni.
63.
Ekki getur hér óðrinn minn
allra’ hans snilldar verka,
Fraðmar eptir föðurinn sinn
fekk þann brandinn sterka.
64.
Fólkið má nú frægðum prýtt
fara að iðjum sínum,
hér hafa ýtar öllum hlýtt
Ormars rímum mínum.
65.
Reystar hefi eg rímur fár,
raunmjög eigi hagnar,
því skal Durnis dreggin klár
detta niður til þagnar.