Ormars rímur – fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Ormari Fraðmarssyni 1

Ormars rímur – fyrsta ríma

RÍMUR AF ORMARI FRAÐMARSSYNI
Fyrsta ljóðlína:Brúðum færi eg Berlings fley
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1450
Flokkur:Rímur

Skýringar

Ormars rímur eru rímnaflokkur frá 15. öld eftir ókunnugt skáld. Í þeim er sagt frá kappanum Ormari Fraðmarssyni sem tekst á við risann Bjarkmar og föðurbræður hans, Gyrð og Atla. Með risavígunum hefnir Ormar föður síns og eignast að auki konungsdóttur og konungsríki. Efni Ormars rímna er einnig til í norrænum sagnadönsum og hafa menn getið þess til að allt megi þetta rekja til glataðrar fornaldarsögu.
Þrjú handrit hafa textagildi og virðast komin hvert sína leið frá sameiginlegu erkiriti. Elst er Kollsbók (Cod. Guelf. 42. 7. Aug. 4to), frá lokum   MEIRA ↲
1.
Brúðum færi’ eg Berlings fley
brátt með nýjum óði,
gildan ætla’ eg geira þey
að geysa’ af vizku stóði.
2.
Höldar fá þar hirð er kát
harða sorgar hlekki,
það eru ferleg firna lát,
finnst mér til þeira ekki.
3.
Hoskust nemi það hringa ey
og hverr að öðrum svanna,
só skal ungum auðar Frey
allar bjargir banna.
4.
Veit eg aldri verri smán
vera í brjósti hreinu
en það frétti falda Rán
að fyrðar kvíði neinu.
5.
Er eg með öllu einkis virðr
af ungum bríkum spjalda,
gjörunst eg báði gamall og stirðr
get eg að slíkt muni valda.
6.
Þó allur sé eg af angri bleikr
*og efldur sárri pínu
hætti’ eg á hvórt hringa eikr
hlýða gamni mínu.
7.
Hitt skal blíðka býti stáls:
betur mun síðar ganga;
því skal geymi Glotta máls
glaðr um æfi langa.
8.
Brálla verður búinn í mát
Berlings knörrinn fríði,
æ mun við mig einhver kát
aldri trúi’ eg það líði.
9.
Gautlandi hefir geysihægr
og gumnum átt að stýra,
var við ýta örr og frægr
hann átti drottning dýra.
10.
Valdur átti vísir hér
vænni borg að ráða,
höldar nefna Hring fyrir mér
hreyti Fofnis láða.
11.
Dögling ól við dýra frú
*dóttur blíða eina,
Ása heitir auðar brú
ásjón berr hun hreina.
12.
Burðug hefir af bókum list
bauga Lofnin snjalla,
kænni þjóna klæða Rist
kónga dætr og jalla.
13.
Hverju fljóði *fegri var
falda nift en svinna,
lýðir fengu’ af ljósri þar
langa nauð og stinna.
14.
Því var líkt sem sól að sjá
seima Gefn en ríka,
höldar fundu’ í heimi þá
henni öngva líka.
15.
Ormar nefni’ eg auðar Þór
enn mun koma í kvæði,
hann mun auka afrek stór
áðr en lýkur fræði.
16.
Sjá var fæddr af fríðri art
fleygir nöðru stíga,
fremdar örr og frægr um mart
furðu gjarn til víga.
17.
Hans hné faðirinn foldu að
fleina lundr enn snjalli,
engi vissi ýta það
hverr olli Fraðmars falli.
18.
Saxi hét sjá sveini ann,
sigr er gjarn að vinna,
*frægur hafði fóstrað hann
Fraðmars arfa enn svinna.
19.
Systursyni gat sínum kennt
Saxi listir allar,
því bar frægur flesta mennt
fram *yfir kempur snjallar.
20.
Eitthvert sinn að seima Þór
sat yfir drykkju borðum
gaur kom inn só geysistór
með grimmdar þungum orðum.
21.
Grimmr í lund og geysiknár
gekk við kylfu eina,
sjá var átján álna hár
og öllu verri’ að reyna.
22.
Gefr hann staðar á gólfi þá
og gálir upp á mengi,
hirðin sitr og horfir á
heilsa réð honum engi.
23.
Þessi gjörir að görpum sköll
og ganar að einu sæti,
só kom þuss í þengils höll,
það eru engi mæti.
24.
Sezt hann ofan á seggi þrjá
só þeim var búið til nauða,
fyrðar urðu’ að fölvum ná
og fengu bráðan dauða.
25.
Fulla hefir á fæðu lyst
flagð í þessu sinni,
eyddi’ hann meira vín og vist
en virðar legði’ í minni.
26.
Síðan gekk og sikling fann
sviptir nöðru láða,
þá tók kall að kveðja hann,
káta frá eg þá báða.
27.
„Seg þitt nafn“, *að sikling kvað,
„og sanna ætlun þína,
fylki muntu fræða’ um það
fljótt fyrir beiðni mína.“
28.
„Bjarkmar nefna bragnar mig
branda kann eg rjóða,
kóngur áttu kjör við þig,
kosti vil eg þér bjóða.
29.
Skaltu’ *ei dýra dóttur þín,
dögling, lengur halda,
eg skal sækja silki-Hlín
en seggjum dauðann gjalda.
30.
Ellegar gakktu einn við mig
odda leik að heyja,
þó munu fleiri fýsa þig
að fresta heldr að deyja.“
31.
Ræsi þótti ráðin vönd,
rétt með öngum sanni,
treystist valla’ að reisa rönd
við römmum galdra manni.
32.
„Þeim gef eg dýra dóttur mín“,
dögling réð að mæla,
„eð flagði veitir fulla pín“,
því fyrða hyggst *að tæla.
33.
„Fái sá bæði fremd og dáð
er frelsar vífið snjalla,
þeim gef eg bæði lönd og láð
og lausa aura alla.“
34.
Sannlega kom sú sögn fyrir mig,
seggir þögðu lengi,
hölda veit það hverr á sig
*að hans *er líki *engi.
35.
Só stóð ógn af örva Þund
ótta sló yfir flesta,
seggir vilja þó svinnt sé sprund
sínum dauða fresta.
36.
Bjarkmar tekr og bystir sig
hjá brögnum ræsis snjöllum,
„vilja kappar kjósa mig
til kóngs yfir Gautum öllum?
37.
Nú hefi’ eg, sikling, sagða þér
sanna ætlun mína,
þá hefi’ eg, fylkir, hér með mér
*að hvergi’ í rómu dvína.“
38.
Ormar hlýddi’ um eina stund,
ungur meiðir sverða,
reiðilegr og röskr í lund,
raun mun á því verða.
39.
Stökkur fram yfir stillis borð
stýrir nöðru láða,
sá vill frelsa falda skorð
sér til sigurs og dáða.
40.
„Mér hefi’ eg ætlað menja Lín“,
kvað meiðir stinnra spjóta,
„Bjarkmar, skaltu’ af brandi mín
bráðan *dauðann hljóta.
41.
Eg skal verja víf um stund
só virðar megi það líta,
skýfa þig fyrir hrafn og hund
ef hjörrinn náir að bíta.“
42.
Risanum kom þá reiði’ í brjóst
rétt af orðum slíkum,
hugsar þá fyrir hatr og þjóst
að hefna garpi ríkum.
43.
Skildi só með skötnum þeim
skjótt mun friðrinn minni
hér skal falla’ í fræða geim
Fjölnis bjór hinn stinni.