Á minnisblað | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á minnisblað

Fyrsta ljóðlína:Nú kemur vorið, blóm af köldum beði
bls.46
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Nú kemur vorið, blóm af köldum beði
úr blundi rís og lifnar jörð og haf;
og sólin loftið gyllir allt með gleði,
og glæðir lífi allt sem fyrri svaf;
og láttu mig því líka hreyfa strenginn,
og láta gleði-ósk á þetta blað:
á þessu sumri sorg þér ami engin,
en allt þig gleðji og styrki! Verði það!
2.
Og aldan há, sem ægis vindar róta,
og undurhvítum skrýða tignarfald,
hún rísi blá og falli þér til fóta
og fegurð sína leggi þér á vald!
Og liljan hvít sinn ljósa blóma hneigi
og lúti þér í vorsins unað-söng!
Og gakktu æ á grænum sumarvegi,
hans gleði sé þér bæði skær og löng.