Rímur af Flóres og Leó – sjötta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Flóres og Leó 6

Rímur af Flóres og Leó – sjötta ríma

RÍMUR AF FLÓRES OG LEÓ
Fyrsta ljóðlína:Sjöttu vildi eg Sónar ferju á sundið ýta
bls.74–83
Bragarháttur:Braghent – baksneitt eða braghenda baksneidd
Bragarháttur:Braghent – baksneitt í áherslulið
Viðm.ártal:≈ 1625
Flokkur:Rímur
1.
Sjöttu vildi eg Sónar ferju á sundið ýta,
Gillings fornu gjaldi hreyta
gjörir mér löngum erfitt veita.

2.
Heimskan springur hörð í burt úr hugarins klungri,
máls af torgar mílu þröngri
miðla eg þar fyrir visku öngri.

3.
Eddu kenning ekki þykir öllum bœta,
því vil eg ei þeim fram ýta,
þungan margir kveðling lýta.

4.
Óska eg nú af öllum þeim, sem erindin raula,
stirða kveða mœrð í málið,
minnst so verði á sögunni brjálið.

5.
Vona eg til að vitrir menn ei verknað spotti,
barinn þó fram með böngunar hætti
bragurinn stirður renna mœtti.

6.
Að kveðlingum ei munu hyggnir altíð finna,
lasta fœstir ljóð af munni,
þó langtum betur smíða kunni.

7.
Oft hef eg vitað asnann lasta ágœt kvœði
og þann hal í orðum níða,
sem óðinn þann hefur gjört að smíða.
8.
En leirfíflin, sem lík eru mér, sem ljóð mín hœða,
tíund skal eg þeim gjarnan greiða,
Gollnirs undan vélinu leiða.

9.
Hvort það er heldur leir eða lögur eg læt fram hrjóta,
þeir munu lítið þar um hœta,
þá vil eg í öngvu grœta.

10.
Á rustugan pappír rituð orð sjá rekkar kenndir,
hegrinn vatnsins hatar lindir,
hann því ekki á þeim syndir.

11.
Þessu í landi er sumra siður sér upp hreykja,
ef koll og skeggið kunna að strjúka,
kostulegir þykjast til múka.

12.
Við einfalda ýta oft méð ofsa gjammi,
hoppa upp sem kráka eða krummi,
þar koma við sínu láta gummi.

13.
En hygginn maður þó hjali þeim orð í heyrnar ljóra,
skýst það út um annað eyra,
ekki fœr það kraftinn meira.

14.
Þegar hygginn hugvitsmaður við heimskan ræðir,
áldrei djúpari orð fram leiðir
en þau, sem til skilnings greiðir.

15.
Hyggnra manna háttur er sá, eg hef það grundað,
dœmin fróð þeir hagleg henda,
en hégiljunum í skemmtan venda.

16.
Saurugur skal á sundið raddar sónninn stirði,
minn því hlýtur mansöng skerða,
málið tekur of langt verða.
17.
Seinast áðan eg sönginn ljóða sundur felldi,
þar með Cládíó karlinn vildi
kaupskap Flóres læra skyldi.

18.
Árla á morgun átti Cládíus undan ganga,
búa til sæti og borðin löngum,
bestum versla peningaföngum.

19.
En sem dýr hjá drótt nam skína dagur um landið
sveittist Flóres sekknum undir,
so gekk fram um langar stundir.

20.
Flóres eitt sinn feiki sekk bar fullan punda,
á hesti fyrir sér hal sá standa,
hugsar hann þá með girndar anda:

21.
„Lukkan hefði lénað mér alla lífsins prýði
ef þann hestinn ætti góða,
eg vil fyrir hann gjaldið bjóða.

22.
Í föður míns kistu myntina hefur myglað lengi,
gjört þar manni gagnið öngvum,
gaman er lítið að þeim föngum.“

23.
Flóres kom fyrir kappann þá og kveðju velur,
hann spyr þá hvort hestur er falur:
„Hér er af peningi fullur malur.“

24.
Hinn kvaðst láta hestinn falan hjörs við bendir,
þó ei minna en 30 punda,
„því hann er ungur og hart kann skunda.“

25.
Flóres þar við gladdist greitt og gjörði að ræða:
„Víst má þig ei vitran telja,
þú vilt ei meira hestinn selja.
26.
Fyrir hann skal eg 40 pund í frammi láta,
af mér skaða so öngvan hljótir
og ábatans á jórnum njótir.“

27.
Hjartað kappans hratt fékk gleðina harla stærsta,
þakkar Flóres boðið besta,
báðir síðan kaupið festa.

28.
Síðan lætur segginn mynt úr sekknum telja,
með knjábukti kappar skilja,
kaupskap þakkar hvor af vilja.

29.
Hugðist Flóres hafa nú vel keypt hestinn þennan,
fúslega sagðist forþéna kynni,
ef fyndist þeir í öðru sinni.

30.
Oft leit hinn þá aftur á bak með ótta stórum,
hugði Flóres hest sér færa
og heimta aftur gjaldið skæra.

31.
Einninn Flóres ekki hafði óttann minni,
hraðar sér sem harðast kunni
hestinn með frá málma runni.

32.
Hugði Flóres hann mundi aftur hestinn sækja
og greitt sér færa gjaldið líka.
Gjörir nú senn til karls að víkja.

33.
Situr nú Clemus sitt við borð og seggsins kvinna,
alla dyggð og æru kunni,
eins og Cládíó Flóres unni.

34.
Keskilátur Clemus er nú karl að snæða.
Að húsi Flóres hann sá ríða,
hrópar upp með kallið stríða:

35.
„Sannleik allan seg mér af því, son minn kæri,
hvör hefur gefið þér hestinn stóra?“
Heyrnar setti karl við ljóra.

36.
„Hef eg“, kvað Flóres, „hest þann keypt með hægum launum,
og fyrir hann gefið af fémunum þínum,
sem færa átti eg bróður mínum.

37.
Veit eg þér þykir eg vel hafa þessu varið gjaldi,
hestur er betri, halurinn mildi,
en hundrað punda myntar gildi.

38.
Af honum faðir ekkert skal yður ósatt geipa,
hann er ungur og hart kann hlaupa,
hef eg hann allvel gjört að kaupa.“

39.
Clemus brá so karli við þann kaupskap illa,
að myntina hafði misst nú alla,
við matborð hlaut í óvit falla.

40.
Leið af karli liðin sem út var lítil míla,
niður af Friggju Fofnirs bóla
flóðu tárin hvarma sóla.

41.
Um missir fjárins mens við þöllu margt nú ræðir
og Flóres í orðum níðir,
illskan mjög á karlinn stríðir.

42.
„Heimskur eg var þá hingað gjörði hann að kaupa,
hefði eg gjört í haf honum steypa,
að höndum væri ei komin sú sneypa.

43.
Fyrir hans hlýt eg fólsku að verða fjárins þurfi,
ætlar mig nú að fordjarfa
og upp á heimsku þar til starfa.

44.
Vissulega eg veit hann enginn í vitinu skerði.“
Frá sér karlinn fram hratt borði,
á Flóres hljóp með grimmdar storði.

45.
Í hárið karlinn halsins þreif með hauka ströndu,
hýddi niður hart á grundir
hann og trað so fótum undir.

46.
Húsfrú Clemus hljóp þá undir höggin stóru,
kurteis vildi kvinnan verja
að karlinn skyldi ei Flóres berja.

47.
Brúðurin Clemus beiddi nú með bestu orðum,
reiðina þá af karli keyrði,
er kæru sinnar ræðu heyrði.

48.
Clemus lætur lausan Flóres lauka Nönnu,
ræðir so við karlinn kvinna,
kát var ekki lindin tvinna:

49.
„Hræðist eg þá heift“, að sagði hringa þella,
„að þú barnið ber so illa,
breytileg er þessi villa.

50.
Hvörninn færi hann ef slægir af heift til dauða?
Ertu þá sekur í hans blóði
og angur bærir í hyggju slóði.

51.
Góði Clemus“, gullskorð sagði, „gæt hans efna,
óærlegt hefur ekki stofnað
þó af sé nokkuð fénu rofnað.

52.
Af bernsku þinni bera fékkst honum bálið hrannar,
yður mætti á uxa minna,
of ungur er hann sér kost að vinna.

53.
Hvör kann vita hvörju af slekti hann er fæddur?“
Auðgrund svör karl aftur greiddi,
iðran kvað sitt hjartað neyddi.

54.
„Alhnjög þykir mér ógott þessu undir að dúsa,
auðæfin fyrir ekkert missa,
ókænn varla slikt eg vissa.“

55.
Talar Flóres til karls þá með tára slími:
„Af hirting þinni, faðir minn frómi,
fæst mér löngum heiður og sómi.

56.
Förum við báðir, faðir, að skoða fákinn góða,
gildur er hann og gæfur að ríða,
get eg hann muni okkur hlýða.“

57.
Hann sem Flóres heyrir so um hestinn ræða,
hörðum Clemus hrindir móði,
hugsar með sér karl í hljóði:

58.
„Máske hann sé meiri að ætt en margur hugði.“
Karl það dagsatt Clemus sagði,
því keisara var hann líkur í bragði.

59.
Eftir höggin öll, sem hafði ungur fengið
bauð honum karl til borðs að ganga,
bar ei Flóres þykkju langa.

60.
Í hvört sinn þá í hug kom honum hesturinn mæti,
alsollinn lék allur af kæti,
út voru flogin sorgar læti.

61 Kom nú af marknað Cládíus heim að karlsins ranni,
um myntina varð honum mikið í munni,
um morguninn aldrei ganga kunni.

62.
Cládíus so við karlinn ræðir, kenndur af þjósti:
„Því skrafarðu, faðir, við skálkinn versta,
er skaðann gjörir þér allra mesta?

63.
Þá Flóres yðar feita uxa við fálka seldi,
en eg hef beðið eftir gjaldi
í allan dag með sorgar faldi.“

64.
Cládíus þá að þessu er nú þráttunar tauti,
þeirra ræðu þanninn slítur,
þar við dyrnar hestinn lítur.

65.
„Hvaðan er, faðir, hestur sá?“ að halurinn sagði.
Clemus greinir klemmdur í hryggðum
kaupinu frá með öngvum lygðum.

66.
„Í morgun fékk eg af myntinni Flóres malsekk fullan,
en því hefur hann öllu brallað
og út fyrir þennan hestinn svallað.

67.
Enginn skyldi að honum gá“, kvað ellihniginn,
„hestur skal fyrr af hungri deyja.“
Hér næst réði Cládíus segja:

68.
„Eg hræðist bæði hest og Flóres heimsku stóra,
þá til mín um hauðrið heyrir,
hausinn upp í loftið keyrir.

69.
Er eg þá hræddur að hann muni mig allan gleypa.
Flóres þyki mér fífl að kaupa,
þó fínlega gjöri af þessu raupa.

70.
Get eg hann ekki á góðri fæddan gæfustundu,
að fordjarfa okkur í landi
ætla eg muni með heimsku grandi.
71.
Eg vil Flóres ei fyrir bróður um ævi halda,
það voru firn hann fæðast skyldi
og fádæmi að ei deyja vildi.“

72.
Flóres vildi fúslega geyma fákinn góða,
í hús eitt þegar hestinn leiðir
hey á stallinn vel til reiðir.

73.
Fákur um nóttu fóður hafði af foldar túni,
en þá dagur upp tók skína,
iðju Flóres vaktar sína.

74.
Fór hann þegar fljótt að söðla fákinn dýra,
halurinn so á hestinn keyrir
og hausinn þá með taumum reyrir.

75.
Halur lætur hér með spora hestinn finna,
fákurinn kunni fimt að renna,
Flóres stóðst vel leikinn þenna.

76.
Borgarar þegar best sjá karlsins barnið ríða,
lofa hann fyrir þær lista dáðir,
lítið höfðu um feðgar báðir.

77.
Sín á milli sögðu þetta seggja þjóðir:
„Hvað meistaralega mundi ríða,
þá megnar að bera skjöld og stríða.“

78.
Flóres þegar finna nam að fákurinn lúðist,
heim reið aftur að húsi móður,
honum gefur nóglegt fóður.
79.
Harla oft með höndum strauk hann hestsins lendar,
snöggt kvað hann betri snáka tundri,
snar og harður í vopna undri.

80.
„Einhvörn tíma í odda messu ef mig dirfir,
mun hann koma mér til þarfa,
mætti eg hafa nokkuð að starfa.

81.
Vona eg hann muni verða hæfur í vopna drífu,
hafi eg lysting hjálm að kljúfa
og hildar plöggin sundur rjúfa.“

82 Flóres vildi fúslega geyma fákinn snjalla.
Einatt reið hann út með snilli,
þá annarra varð honum verka milli.

83.
Rennur ei mjúkur raddar lögur róms af höllu.
Sónar gíllinn sundur falli,
Suðra skríllinn bátnum halli.