Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Herdísarvíkur-Surtla

Fyrsta ljóðlína:Þrautir allar þurftir líða
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Hlín Johnson hafði allstórt fjárbú í Herdísarvfk, einkum þó eftir lát Einars Benediktssonar 1940, en í Herdísarvík hafði hún búið honum heimili síðustu æviár hans. Svört ær í eigu hennar varð frægust íslenskra sauðkinda á síðari tímum. Hún gekk árum saman sjálfala í Herdísarvíkurfjalli, uns boð kom frá yfirvöldum um að hún skyldi aflífuð eins og gert hafði verið við annað fé Hlínar og reyndar fjárstofninn allan í þeim landshluta, sökum sauðfjárveikivarna.
Örðuglega gekk að handsama Surtlu og á árinu 1952 gerðu   MEIRA ↲
1.
Þrautir allar þurftir líða
þar á fjallinu.
Þú ert fallin, hlaust að hlýða
heljar-kallinu.
2.
Oft var hart í útlegðinni,
angrið margt þá slær.
Þjóðarhjarta er því í minni
þessi svarta ær.
3.
Vítt um svæðið valdið nauða
völdum ræður enn.
Hana í bræði hröktu í dauða
hundar bæði og menn.
4.
Þú í blóði þínu liggur,
– þér ég óðinn syng. –
Skyttan góða þegar þiggur
þráðan blóðpening.
5.
Miskunn skeikar, minnkar fremdin,
mannúð reikul er. –
Sauðfjárveikivarnar-nefndin
víða hreykir sér.
6.
Morðið arma upp til fjalla
eykur harmana.
Surtla jarmar uppá alla
óláns-garmana.