Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sapho 1

Fyrsta ljóðlína:Guða við yndi sælla jafnast sala að
Höfundur:Saffó (Sappho)
Þýðandi:Grímur Thomsen
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Ástarljóð
1.
Guða við yndi sælla jafnast sala að
sitja þér gagnvart og þig heyra tala
málrómi blíðum, brosið meðan skírum
birtir á hlýrum.
2.
En mér í brjósti berst þá hjartað unga,
bilar mér rómur, gefur frá sér tunga.
Innan að mér um hörund leikur hiti,
hrollur og sviti.
3.
Daprast mér sjónir, syngur fyrir eyra,
sækir mig allan skjálfti meir og meira,
bleikur eg er sem bast og banvænlegur,
brátt af mér dregur.