Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Fyrir handan

Fyrsta ljóðlína:Fyrir handan fjöllin há
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1926
Fyrir handan fjöllin há,
í fjarlægðinni blá,
í huldudalnum djúpa,
eg drottningu á.
– Og þó að ástin okkar
sé orðin gömul saga
hugurinn ber þó hjarta mitt
til hennar alla daga.

„Tíminn líður trúðu mér,
taktu vara á þér.“ –
Hugsa ég um það hljóður,
hvað á eftir fer.
Er það ævintýrið
– okkar gamla saga?
Ekki svona vinarvana
verð eg alla daga.

„Gakktu hægt um gleðinnar dyr
og gáðu að þér“ fyr
en brennur út í brjósti þér
bjartur lífsins byr! –
Ástarævintýrin
ylja kalda daga,
– heitt var okkar hjartablóð,
en – hvílík voðasaga.

Fyrir handan fjöllin há,
í fjarlægðinni blá,
geng eg inn um gleðinnar dyr,
gæfuskónum á!
Himindöggin dýra
drýpur á himnasalinn.
– „Hugurinn ber mig hálfa leið,
er hallar“ – niður í dalinn.