Tveir Hálfkórar úr kvæðinu Hólasöngur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Biskupsvígsla á Hólum 3

Tveir Hálfkórar úr kvæðinu Hólasöngur

BISKUPSVÍGSLA Á HÓLUM
Fyrsta ljóðlína:Heilög og stór er hjartans þrá
bls.170
Bragarháttur: Fjórar línur (aukin ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1910
1.
Heilög og stór er hjartans þrá
að hefta vor meinin stríðu,
en varið yður að brjóta bág
við björkina Drottins fríðu.
Tíminn með brugðinn brand og sög
bíður á aldamótum,
en kirkjan setur í síðstu lög
sverðið að fornum rótum.
2.
Hið aldna, hið feyskna fer sem má,
það fellur, sem getur ei lifað,
eldur og sverð því sigrast á,
en sólunni fær ei bifað.
Sé viljinn sannur og hjartað hreint,
vér hræðumst ei ógnir neinar, —
Guð er í oss: vér göngum beint;
svo gjörðu Jesú sveinar!