Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Biskupsvígsla á Hólum 2b

Á Hólum 1910 (annar söngur)

BISKUPSVÍGSLA Á HÓLUM
Fyrsta ljóðlína:Oss langar til lífsins Hóla
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1910
Oss langar til lífsins „Hóla,“
oss langar til sólna sóla, 
oss langar i líf og hrós! 
Oss langar að fæðast, fræðast, 
og frelsarans ímynd klæðast, 
oss langar í „meira ljós.“ 
Guðs andi, Guðs andi, 
þú eilífi sannleikans andi, 
oss langar í „meira ljós“! 

Vér stöndum á stöðvum Hóla; 
hér streymdu frá Guðbrands-skóla. 
guðs ljós, þegar landið svaf, 
og héðan með biskupsblóði 
úr benjum um ísland flóði, 
það líf, er hann lýðnum gaf. 
Til hæða, til hæða! 
þú höfundur lifandi gæða, 
vér eygjum þitt algæsku-haf!