Á Hólum 1910 (fyrsti söngur) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Biskupsvígsla á Hólum 2a

Á Hólum 1910 (fyrsti söngur)

BISKUPSVÍGSLA Á HÓLUM
Fyrsta ljóðlína:Allt lífið er langvinn stuna
bls.170
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1910
Allt lífið er langvinn stuna 
sem leiftur og blik á sjá; 
og alt sem vér megum muna, 
það minkar er líður frá, 
og andann má aðeins gruna 
að auðið sé langt að ná. 
Því hvar eru vörður og vegir? 
vér villumst og stöndum feigir, 
vér hrópum, en himininn þegir, 
vér hnígum og lokum brá. — 

En svo vaknar andinn aftur 
og opnast vor sofandi brá, 
Þvi ljóssins oglífsins kraftur 
oss ljómar um fold og sjá. 
Þá leitum vér sólna sóla, 
þá söknum vér stóls og skóla, 
þá langar oss „heim til Hóla„ 
Guðs heilaga dýrð að sjá! — 

En hví skal horfa til Hóla, 
og hvað er þar nú að sjá? 
Einn ungan alþýðuskóla 
og aldraða kirkju hjá! 
En hnigin er frægðin forna, 
og fallin er dýrðin horfna. 
Ó, nær fer á ný að morgna, 
svo Norðurland opni brá?