Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Draumur bissnessmannsins

Fyrsta ljóðlína:Á sófanum hvíldi ég sorry og down
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Gamankvæði
1.
Á sófanum hvíldi ég sorry og down
er svefninn kom hlaðinn af mildi.
Mig dreymdi að í bankanum byðist mér lán
er borgaðist þegar ég vildi.
2.
Og kaldur og rólegur ræddi ég þá
svo rökfast við þjóðbankastjórann
að hrifinn og auðmjúkur hlýddi ’ann mig
og hæverskur bauð mér einn stóran.
3.
Er glasið að vörunum glaður ég ber
þá galar í eyra mér frúin:
Hann Sigurður Berenz í símanum er!
– og síðan var draumurinn búinn.