Kanada 2. ág. 1903 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Kanada 2. ág. 1903

Fyrsta ljóðlína:Vér tjöldum því bezta, sem til er í dag
bls.107
Bragarháttur:Sex línur (þríliður) fer- og þríkvætt aBaBcc
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1903/1910
1.
Vér tjöldum því besta, sem til er í dag,
og tekinn er áfangastaður;
nú rifjar upp hljóður sitt helgasta lag
hver heilbrigður íslenskur maður,
Því nú er sem móðir vor norður i legi
sé nálæg á andlegum fæðingardegi.
2.
Til allra, sem réttu’ henni hjálpandi hönd,
oss hjartað af þakklæti svelli;
en hina sem fléttuðu fæti’ hennar bönd
og fleygöu’ henni’ að hnignunar velli,
vér hötum. Já, allir því göfgasta glata
ef gleymt eða týnt er að reiðast og hata.
3.
Hví skyldirðu’ oss samt ekki, Kanada, kær?
– þótt klæðin þín frjósi og brenni, –
oss meðgjafarlitla þér Fjallkonan fær,
í fóstur þú tókst oss af henni.
Vér skildum ei stafrof i skóla hjá grönnum;
þú skilar oss aftur sem lesandi mönnum.
4.
Já, lesandi mönnum – en lesandi hvað?
það lögmál sem tilveran skráir,
á steintöflu reynslunnar, ritað er það
með rúnum, sem tíminn ei máir;
þar skerpast oss sjónir; þar skilst hún oss reglan,
að skipið er ófært ef glötuð er neglan.
5.
Vér þökkum þér, Kanada, kennsluna þá
og kjósum þér allir til gjalda,
þær heitustu óskir, sem hugur vor á;
i hásæti komandi alda
sem menningardrottning þú ráðir og ríkir,
en rekir allt forott, sem eitrar og sýkir.