Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.
1.
Ég hef kynnst við trega og tál,
trúin finnst mér lygi.
Ljósblik innst í eigin sál
er mitt hinsta vígi.
2.
Ljóðastrengi lék ég á
lítt þó gengi að vonum.
Hef því lengi hrundið frá
hugar-þrengingonum.
3.
Ég hef látið lausan taum,
lítt með gát á strengjum,
og úr máta undan straum
ýst með kátum drengjum.
4.
Hefir skeikað hæfni þrátt,
hugur reikað víða.
En að leika lokaþátt
lítt mér eykur kvíða.