Rímur af Oddi sterka – Þriðja ríma – Blaðamennska Odds sterka | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Oddi sterka 3

Rímur af Oddi sterka – Þriðja ríma – Blaðamennska Odds sterka

RÍMUR AF ODDI STERKA
Fyrsta ljóðlína:Nú kom gáfan yfir oss
bls.169–171
Bragarháttur:Samhent – hringhent (hagkveðlingaháttur)
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Rímur
Þriðja ríma
Blaðamennska Odds sterka

1.
Nú kom gáfan yfir oss
eins og sjávarbylgju koss.
Kom þú, dávæn hringa Hnoss,
hlustaðu á vorn ljóðafoss.
2.
Skellur á flúðum flaumósa,
fellur knúður straumþunga,
leikur í úða ljósbrota,
ljómar í skrúða regnboga.
3.
Glymur hátt við hreystimál,
hlymur dátt við gleðibál,
rymur lágt við angurs ál,
ymur smátt við banaskál.
4.
Vors um ljóma, leik og blóm,
lætur óma sætan hljóm,
höstum rómi dauðadóm
dæmir gróm og fánýtt hjóm.

*

5.
Hætti förum hetjan slyng,
hafði á vörum þjóðnýting,
ræðuskörungs hófst í hring,
hugðist kjörinn verða á þing.
6.
Sat í næði á sama stað,
samdi ræður, drápur kvað,
fletti skræðum, skráði blað,
skemmti- og fræðirit var það.
7.
Samdi ritling, sendi bréf,
sagði Bitling þér ég gef,
hverjum skitling hygla ef ...
hverjum tittling korn í nef.
8.
Oddur sterki aldrei var
undir merki lyginnar.
Fólskuverkin verja þar
vorir erkiritstjórar.
9.
Fast átaldi fjanda þann,
flokkavald ei mýldi hann,
gyllti aldrei ósómann
eða faldi sannleikann.
10.
Sæmdar rann hann beina braut,
beittum sannleiks örvum skaut,
moðhausanna hlátur hlaut,
heiðursmanna þakka naut.
11.
Eins og steggi af öndum bar,
orðs í hreggi felldi ei bar(r),
hökuskeggið hátt þá bar,
hvassa egg á fjendur bar.

*

12.
Vendi eg þessu kvæði í kross,
kólnar sess við ljóðafoss.
Rímnaversin kosta koss.
Komdu blessuð, falda Hnoss.