Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu 7

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Sjöunda ríma

RÍMUR AF LYKLA-PÉTRI OG MAGELÓNU
Fyrsta ljóðlína:Suðra lengi segla vigg
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Rímur

Skýringar

Sjöunda ríma
Skothenda
1.
Suðra lengi segla vigg
sat í nausti heima,
búin með strengi hún eg hygg
úr höfnum vilji sveima.

2.
Var í smíði Viðrix fley
víst um langar stundir,
af því tíðin til var ei,
tœkist mœrðar fundir.

3.
Hárs þegar stillti hrafninn flug,
hrakinn í glettu vindi,
þanka fyllti dýrum dug
að dikta um menja lindi.

4.
Loksins missti langa sút,
líður harma reisa,
lof sé Kristi, kvíða hnút
kunni hann sjálfur leysa.

5.
Má vera dœmi so með sér
seggja dróttin fríða,
héðan af sœmi miður mér
mansöngs kvœði að smíða.

6.
Svara eg glaður so með frí
sviptum málmsins brennda:
Eg er maður, mig kann því
mannlegt dœmi að henda.

7.
Ef hugann sœrir harma stig
hófið standi í skorðum,
með skemmtun nœrir sinnið sig
sagði Cato forðum.

8.
Öngvum manni œtla eg styggð
auka í kvæðum mínum,
þiggi svanninn dikt með dyggð,
dreginn af orða línum.

9.
Ei skal þvinga fljóðin fríð
frekt með orða mangi,
skothendingar brag eg býð,
bágt þó yrkja gangi.

10.
Þar trú eg stæði kólnuð kveik
Kjalars í drykkjar vinnu,
skipti um klæðin auðar eik
við aldraða pílagríms kvinnu.

11.
Angur sveið um sinnu torg,
satt eg um það glósa,
rétta leið í Rómaborg
rataði meyjan ljósa.

12.
Gamlan skrúða í glæsta höll
gulls nam Hlökkin bera,
vill hin prúða pella þöll
pílakvinna vera.

13.
Áður skorðin skikkju rjóð
skrýddist pelli rauðu,
nú er hún orðin fátækt fljóð
og fer með bragði snauðu.

14.
Angrið bar í Ímu byr,
iðran trú eg hún finni,
komið er það sem kerling fyr
kenndi í ræðu sinni.

15.
Einn dag skýra skorðan dýr,
skrýdd með klæði síðu,
kirkju dýra hitti hýr
hátt á stræti víðu.

16.
Þangað væna vífið gekk,
vitug sómans gáði,
féll til bæna brúðurin þekk
og blíðlega mæla náði:

17.
„Miskunnsamur guð minn góðr,
gæska hvörs ei dvínar,
náðartamur faðir fróðrr,
fyrirgef illskur mínar.

18.
Eg var áður í sómann sett,
sæmd meðan fékk eg haldið,
nú er hrjáður hugurinn rétt,
hef eg sjálf því valdið.

19.
Sinnið stuggar sorgin ljót,
það sér þú læknirinn þjóða,
en mig huggar aftur á mót
eilíf náðin góða.

20.
Ambátt þinni veit þú vægð,
vonsku reikna eigi,
hrelldu sinni á sútum hægð
um síðir greiðast megi.

21.
Tryggða bestum vin eg var
að vísu rænd í svefni,
hryggðar mest því bölið bar
beint af slíku efni.

22.
Þú kannt rétta ráðið naumt
so réni hryggðar mæða,
virstu þetta þjakað og aumt
þelið aftur græða.

23.
Þóknist vilja þínum hér
þá eg lifði stundu,
falda þilja og fleina grér
finnast aftur mundu.“

24.
Eftir bæna endað tal,
sú ánauð þoldi stranga,
meyjan væna úr söngva sal
síðan býst að ganga.

25.
Margar þjóðir þetta sinn
þangað gjörðu renna,
móðurbróður sætan svinn
sinn þar mátti kenna.

26.
Andlit hulið brúðurin bar,
blíðu svipt og gengi,
sig fékk dulið svanninn þar
so fyrir lýða mengi.

27.
Orma jaðra eikin fús
til allskyns prýði lista,
í volaðra veisluhús
veik sér inn að gista.

28.
Glossa laga grundin skýr
glæst með allan sóma,
fimmtán daga dygg og hýr
dvaldi í staðnum Róma.

29.
Nöðru sanda niftin þýð
nú vill þaðan víkja,
til Próvins landa furðu fríð,
þar foreldrar Péturs ríkja.

30.
Hlaðin sorgar byrði blíð
brautir fann á láði.
Til Genúa borgar so um síð
svinnust koma náði.

31.
Sér þá sprundið segja bað
svinna staðarins drengi,
leið hvör mundi í landið það
léttfær pílagríms mengi.

32.
Það nam inna lýðurinn ljós,
linna prýddur síki,
hættu minna sé til sjós
að sigla í Frankaríki.

33.
Gekk til strandar þegar þar
þiljan nöðru spanga,
innan handar vífi var
á voða hún að ganga.

34.
Brúðurin gekk á báru glað,
bragnar voðir spenntu,
ferjan þekk nam fjúka af stað,
fagrir vindar þéntu.

35.
Rann um súðir glýju gráð,
grimmdar Öldur hnekktu,
uns að prúðir Próvins láð
pella lundar þekktu.

36.
Þegnar fundu þorp við unn,
þegar ferðum létta,
strengi bundu, en greitt í grunn
gjörðu atker detta.

37.
Pílagríms kvinnan dyggða dýr
drjúgum auma gladdi,
eik nam tvinna hitta hýr,
hvör þá aðra kvaddi.

38.
Heimadrósin hýra spyr,
hvaðan kæmi af torgum,
svanninn ljósi kvaðst þá kyr
komin af Rómaborgum.

39.
Spyr hin fríða máls um mið
mest þá gafst til færi,
hvörninn lýði, lögum og sið
í löndum háttað væri.

40.
öldruð greiddi andsvör fljót,
ekkjudóm sú leyndi,
eins og beiddi ókennd snót
allt hið sanna greindi.

41.
„Greifi ræður gumna sveit“,
kvað grettirs foldin slóða,
„hann er skæður í hjörva beit,
heldur kappa góða.

42.
So er landið, silkirein,
siðað að ætlun minni,
ekki grandið má hér mein
mönnum gjörast inni.

43.
Greifinn átti göfugan son
við grundu frænings sanda,
af honum mátti heilla von
höldum lengi standa.

44.
Pétur nefni eg niðja hans,
nú er hann burt frá mengi,
sorgar efni eitt til sanns
af því stendur lengi.

45.
Lyndishreinn og vaskur var,
vafinn prýði og sóma,
ei fannst einn sá af honum bar
Austra hjálms í blóma.

46.
Öðling fríðan orðlofs bað
út af landi að ríða,
tvö ár síðan teljast það,
tel eg hann lengi bíða.

47.
Þetta harmar milding mest
og mætust þiljan klæða,
mjög sér barmar mengið flest,
má eg hið sanna ræða.“

48.
Báðar grétu brúðir senn,
bjó þó sitt með hverri,
fallast létu tárin tvenn,
trú eg þau seinna þverri.

49.
Spjalda Hrundin spurði þá
spök í málum vöndum,
hvar hún mundi flesta fá
fregn af öðrum löndum.

50.
Þá nam ansa þeygi seint
Þöllin orma stétta:
„Utan vansa get eg greint
gullhlaðs lindi þetta.

51.
Við landið vort sem liggja fley“,
kvað Lofnin handar ísa,
„Heiðnaport sú heitir ey,
til hennar skal eg þér vísa.

52.
Þangað kemur fólkið flest
fljótt með siglu bandi,
staðar nemur mengið mest
mjög á þessu landi.

53.
Ófrið mætir öngvum þar,
öld þó fjölmennt þyki,
að því gætir öðling snar,
illir burt so víki.“

54.
Menja Gná um mælsku þrótt
meir er síðan þreytti,
brúður þá um þessa nótt
það sem ekkjan veitti.

55.
Nóttin huldi græna grund,
gjörir so bókin róma,
sorgir duldi svefn um stund,
senn tók dagur að ljóma.

56.
Sætan gekk að sagðri ey,
sviptist þungum kvíða,
og so fékk í þagnar þey
þar um stund að bíða.

57.
Gullhlaðs Friggja gersemin ný
geymdi og valda steina,
hún lét byggja hús með því,
hér með kirkju eina.

58.
Vill þar styrkja víf ágætt
volaðar þurfasveitir,
Péturskirkja musterið mætt
af Magelóna heitir.

59.
Sjúkstofu eina byggði blíð,
búna hagleik sönnum,
þar vill reyna hringa hlíð
að hjálpa aumum mönnum.

60.
Flykktist þangað fátækt lið,
flest er meinsemd þjáði,
tróðan spanga tók þeim við
og trúlega þjóna náði.

61.
Það nam róma lýðurinn lands
með ljósu orða færi
að hafnar ljóma Hlökk til sanns
heilög kvinna væri.

62.
Greifinn sjálfur fregnað fékk
frúinnar dyggða æði,
laufa álfur og þorngrund þekk
þangað gengu bæði.

63.
Héldu tal við tigið sprund
um tíma heilan nærri,
fljóða val um fylkirs kund
frétti af drottning skærri.

64.
Drottning syrgði son sinn þrátt
fyrir svinnri tvinna línu,
meyjan byrgði harma hátt
hulinn í brjósti sínu.

65.
Hjónin bjóða helgri frú
hratt með lyndi greiðu,
allt það góða er girnist nú
gjarnan skuli til reiðu.

66.
Vex fyrir sætum vináttan stór,
vífin misstu sorgar,
dúka þöll með drottning fór
dýr til sinnar borgar.

67.
Leið um stund þó lengi stríð
ljóst í hyggju þrótti,
seima hrund við sjúkan lýð
seggjum auðmjúk þótti.

68.
Viðrix gildi vík eg frá
vænni bauga þöllu,
skarlats Hildi skal nú tjá
hvað skeði í greifans höllu.

69.
Hægðist veður, hýrt var loft,
hrundið er öllum leiða.
So sem skeður sjómenn oft
sóttu að orka veiða.

70.
Ránar skafla tamir við tól
tóku gleði safna,
með sinn afla um mjaldurs ból
mætir drógu til hafna.

71.
Lúnir gengu landið á
ljóst frá þeirri vinnu,
einn þann fengu fiskinn þá,
færðu greifans kvinnu.

72.
Sundrar þennan sveina lið,
senn á þeirri stundu
hringa þrenna hans í kvið
af hreina gulli fundu.

73.
Fofnis bólið færði sveit
fylkis mætri beðju,
dregla Sólin dyggðug leit
dýra þursa keðju.

74.
Gullin þekkti glöggt er sá,
gaf hún þau niðja sínum,
í brúnir hnekkti brúði þá,
brjóstið fylltist pínum.

75.
Reif sín klæði og reytti hár,
raunum lyndið hreyfði,
sorgar æði að geði gár,
gráturinn tárum dreifði.

76.
Sikling frægur sútum í
sér nam mest að barma,
grátur nægur gekk um bý,
gamlir og ungir harma.

77.
Þetta fregnar þar sem nú
þénti voluðu mengi,
meyjan gegna trygg og trú
tafði hún ekki lengi.

78.
Kom til funda vífið við
vísirs hryggva brúði,
vill nú stunda að leggja lið
ljúfri hringa Þrúði.

79.
Drottning sagði og sýndi með
sofnis bólið rjóða,
þekkti að bragði, er það fékk séð,
Þjassa málið góða.

80.
Minnkaði þróttur máls um torg
mest fyrir Nönnu hringa,
buðlungs dóttir bar þá sorg,
búið var henni að springa.

81.
Þó nam hylja hún með sér,
harmurinn brjóstið knúði,
hringa þiljan hugga fer
hilmirs væna brúði.

82.
Kom til vegar þorngrund því,
það er greint í fræði,
hrepptu þegar á hörmum sví
hjónin aftur bæði.

83.
Sorgar tjöldum höllin há
hygg eg búin væri,
svörtum spjöldum settur þá
salar veggurinn skæri.

84.
Svanninn vendi sjúkri hirð
síðan aftur að gæta.
Ríman lendi rauna stirð,
ráði þökkum sæta.