Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu 5

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Fimmta ríma

RÍMUR AF LYKLA-PÉTRI OG MAGELÓNU
Fyrsta ljóðlína:Fljótt vill rása fram er svaf
Bragarháttur:Samhent – aldýrt
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Rímur

Skýringar

Fimmta ríma
Hagkveðlingaháttur
Síðasta vísan er aldýr þar sem allar kveður ríma einnig þversetis.
1.
Fljótt vill rása fram er svaf
ferjan Ása Týrs á haf,
ræðu bási renni af,
rýran Kvásir löginn gaf.

2.
Þó góssið sparir mest sem má
méðan þú hjarir jörðu á,
þá minnst varir þú skalt frá,
þœr ófarir margir sjá.

3.
Ef þú gistir gleðinnar stig
góður kristinn, heyr þú mig,
lœrðu fyrst að þekkja þig,
þessi er listin best fyrir sig.

4.
Hvað þú varst og hvör þú ert,
hugsa þarft og athuga bert,
og hvað snart muni af þér gert,
þá œðra part er lífið skert.

5.
Nakinn fœddur barndóms brest,
í brjósti hræddur og meinin flest,
synda klœddur voðum verst,
víst útleiddur núna sést.

6.
Lífsins gangur er þröngur þér,
þóttinn rangur og heimskan ber,
dauðans angur dregur að sér,
dómurinn strangur eftir fer.

7.
Græði oss blinda og gefi náð
guðs trúlynda hjálparráð,
hylji synda saurugt gráð,
sinna réttinda efli dáð.

8.
Mansöngs hvellur strengur strax
við stirða gellur setning hags,
varla smellur lúinn til lags,
lítt mér fellur menntin brags.

9.
Náms um beðin næsta hljóð
naumlega gléðin fyrir mér stóð,
ljóð hagkveðin læri þjóð,
létt í geði hrindi móð.

10.
Skilda eg við þar bragurinn beið,
burðugt lið fór sína leið,
so í friði sérhvör reið,
í sinnuhlíð ber öngva neyð.

11.
Herra Pétur hlaðinn dáð
um hyggju setur bruggar ráð,
frúinnar getur hann fundið náð,
fögnuð hvetur elskan bráð.

12.
Vildi reyna vífið rjótt
valdra steina geymir skjótt,
so við meyna sagði hljótt
sveigir fleina máls af þrótt:

13.
„Silkieyja elskuhýr,
ungra meyja blóminn dýr,
yður skal segja, svanninn skýr,
í sagnar þey hvað inni býr.

14.
Með lítið gengi list og kurt
leynt frá mengi fór eg á burt,
vissi enginn hvað eða hvurt,
hafa ei lengi til mín spurt.

15.
Faðir og móðir beint með brest
um blíðu slóðir harma mest,
ættin góð ef af þeim ferst,
allir hljóðir bera sig verst.

16.
Hljótt vill bríma hirðir því
héðan rýma úr þessum bý,
sorgar líma er lyndi í,
langan tíma var eg með frí.

17.
Orðlof þiggja yðar vil,
það ei skal hryggja tvinna Bil.“
Hringa Friggja geðs um gil
gjörði byggja harma skil.

18.
Andlits farfinn eðla klár
allur hvarf en varð sem nár,
súta skar í sinnið gár,
svanninn þarfi fölur stár.

19.
Orma stétta eik með þraut
í óvit detta niður hlaut,
aftur rétt þá næmi naut,
náði af létta tala með skraut:

20.
„Veit eg fróðum fleina grér
föður og móður heiðra ber,
lítinn hróður haldi þér
hjörva rjóður að dveljast hér.

21.
Náttúrlegt það greinum geð“,
glöggt af spekt hún inna réð,
girnast frekt þá fær mann séð
fagra slekt og væna með.

22.
Þó er lundin þessi mín
þungri bundin harma lín,
mens ef grundin missir þín,
mun sú stundin dauðans pín.

23.
Sorgir hylja sinnis hlið
so ef skilja eigum við,
þess ei dylja þýðan bið,
þrautar kilja eyðir frið.“

24.
Valdra kransa bryggjan blíð
bar þann vansa langa tíð.
Hirðir dansa huldi stríð,
hann mun ansa þó um síð:

25.
„Hrittu kífi hringa Ná,
huganum drífi raun í frá,
fyrr skal lífið lyktan fá
en listar vífi renni eg hjá.

26.
Því vil eg heita“, halurinn tér,
„hvörgi leita burt frá þér,
nöðru reita niftin hér
nema hún játi að fylgja mér.“

27.
Hlés þá glóða heyrði brík
herrans fróða orðin slík
felldi móða úr minnis vík
meyjan rjóða dyggða rík.

28.
So frá eg ræði ristill þá,
rénar mæði um hyggju krá:
„Förum bæði fljótt sem má
það fyrsta er næði tímar ljá.

29.
Lukku sniður lítill er,
ef leiðist yður að dveljast hér,
annar biður mín örva grér,
öllu miður þetta fer.

30.
Bú þig skjótt með besta plag,
burtu fljótt so með mig drag
þriðju nótt frá þessum dag,
það skal hljótt um okkar hag.

31.
Hafa ei skort á hestum mátt,
sem hlaupa fort og renna brátt,
fyrir lítið port þá leiða átt,
laundyr vort á sagðan hátt.

32.
Með okkur verjum vín og vist,
veiga selju er á því lyst,
á Rindar elju fram sem fyrst,
för ei dveljum“, hrings kvað Rist.

33.
Margt nam segja af sinni jörð
silki eyja hringa Njörð.
Sá sem meyju veitti vörð
vissi eigi ráðagjörð.

34.
Herrann prúði hefða skýr
heim frá brúði aftur snýr,
ástin knúði ekki rýr
efnis skrúði þellan býr.

35.
Herrans listin hesta þrjá
hraðlega fyrst sér gjörði fá,
brauð og vist skal einum á,
ei vill gista lýðum hjá.

36.
Dagsins skrúði Dellings jóð
dýrstur úði Heimdalls fljóð,
Auðs þar brúði yfir stóð,
undan flúði birtan góð.

37.
Sem nú lýður í svefni var
seggurinn fríður hugsun bar,
fyrir dyrnar ríður dyggða snar,
drósin bíður inni þar.

38.
Með sér hafði meyjan gull
margt hvað krafði nauðsyn full,
í silki vafði orma ull,
við ekkert tafði búnings krull.

39.
Brúðurin sest á bráðan jór,
búin mest með gersemin stór,
ristill lést ei ráða sljór,
með randa lestir burtu fór.

40.
Hringa spöng á hófa nað
hirðir löngum tauminn að,
með soddan föngum fór af stað,
fljóðið öngvum heilsa bað.

41.
Fleina grér og fljóðið rjótt
flýttu sér um þessa nótt,
fram þau ber um skóginn skjótt,
skilnings ker var eigi hljótt.

42.
Urðu vegi öllum f jær
odda sveigi og burðug mær,
ljósum degi á loftið slær,
þau leita á veginn hafinu nær.

43.
Handar sæða seima Hrund
sótti mæða rík með blund,
hvíldar gæða í ljósum lund
lind vill klæða njóta um stund.

44.
Hoska setur hringa þöll
herra Pétur á grænan völl.
Um þau getur atvik öll
orða letur í minnis höll.

45.
Hlaðinn dáðum halur og víf
hvíla náðu, minnkar kíf,
græðarann báðu gefa sér hlíf,
gæði, náð og eilíft líf.

46.
Mædd so þagði menja laut,
meira ei sagði hjörva Gaut,
höfuðið lagði í herrans skaut,
hýr að bragði svefnsins naut.

47.
Víkjum frá þar hringa hlíð
hvíla má um nokkra tíð,
hitt skal tjá að fóstran fríð
falda Gná vill vekja síð.

48.
Burt fór njóla brúði sein
birtan sólar eftir skein,
drákons bóla dyggðug rein
dóttur sjóla vitjar ein.

49.
Í svefnhús inn gekk fremdum fest,
föl á kinn með æsku brest,
mun sú finna meinin verst,
meyjan svinna þar ei sést.

50.
Hugði sprundið hvílu í
halda mundi sóttin ný,
hringa grundu þenkti því
af þessum blundi vekja frí.

51.
Bert mun snúin blíða í móð,
burt er flúin meyjan rjóð,
so til búin sængin stóð,
svinn er frúin tvist og hljóð.

52.
Um hyggju þey gat þessa strax,
þyngist treginn sinnu lags:
Nú hefur sveigir sára lax
svikið Freyju hlýra dags.

53.
Senn trú eg fergi sinnu krá
sútar ergi, raun og þrá,
í gestaherbergi gjörði gá,
gullskorð hvergi finna má.

54.
Lítt var svanninn lyndishýr,
hún leit á ranni opnar dyr,
að lyklamanni sprundið spyr,
spilling fann í geðinu kyr.

55.
Svaranna bíður siðug mær,
sagði lýðurinn allur nær:
„Herrann fríður hvarf í gær
harla síð, það greinum vær.“

56.
Heim nam renna, hryggðin sker,
harmar spenna visku ker,
drottning þenna dáruskap tér,
dóttir hennar burtu er.

57.
Harmi og þjóst í hjartað sló,
hryggðin bjóst en minnkar fró,
móður brjóst fann minnsta ró,
með sér ljóst að nauðir dró.

58.
Kóngurinn fregnar soddan sið,
sorgir megnar eyddu frið,
beiddi þegna lofðung lið
á listugum hegna greifans nið.

59.
Langa stundu lýðurinn vann
leita á grundu víst fyrir sann,
hvörgi fundu meyjar mann,
minnst við undu skaða þann.

60.
Fagur bíði háttur hér,
hagur líði, máttur þver,
stagur smíði brátt nú ber,
bragurinn fríði sáttur er.