Grettisrímur – Fimmta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Grettisrímur 5

Grettisrímur – Fimmta ríma

GRETTISRÍMUR
Bálkur:Grettisrímur
Fyrsta ljóðlína:Angrið dvelr mik árla ok síð
bls.70–77
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1450
Flokkur:Rímur
1.
Angrið dvelr mik ár ok síð
er því mest að vónum,
eigi byggist ormvangs hlíð
upp af fornum spónum.
2.
Það var fyrr að hreppta eg heldr
hylli dýrra seggja;
nú er það harðr heiftar eldr
höldar á mik leggja.
3.
Hallast af þeim heiðr ok mekt
er hverfa nöðru grundir;
nú hefig *lofts í langri sekt
löngum verið um stundir.
4.
Virðar efldu vopnaskak
og veltu silki grundir;
lúna hefir þeim lindar þak
löngum komið þeim undir.
5.
Heimrinn misjafnt höldum tér,
hefir það staðið so lengi;
finn eg rétt að fölnar mér
fyrða spekt ok gengi.
6.
Óðar hefeg ekki par
átt í Gneipar vindi;
greinum hitt að Grettir var
góins hjá beðjar lindi.
7.
Gekk sá út er gylfri tafn
gjörði oft að veita,
fríðan leit hann flæðar hrafn
framan að landi beita.
8.
Halurinn leit á hækings jörð,
hann vill úti bíða,
þar var skjöldum skipað um *börð,
skipið var steint so víða.
9.
Létu þeir að landi fley
ok lögðu inn til nausta,
trúðar stukku tólf á ey;
tel eg þá alla hrausta.
10.
Brjóta upp naust en báru út
bóndans karfa fríðan,
fluttu skeið af fiska lút
ok færðu í húsið síðan.
11.
Ofnir gengur ofan að hlé,
ýta heilsar ríka,
frétti þegar hver fyrir þeim sé:
„Fyrða sá eg ei slíka.“
12.
„Þórir er eg af þegnum kenndr,
þömb er flestir kalla;
bar eg þar löngum blóðgar hendr
er bragnar urðu að falla.
13.
Ögmund er minn lifri langr,
læst hann fæstu kvíða;
brestur oss eigi berserksgangr,
bilu við aldri að stríða.
14.
Er nú bóndinn heima hér?
hann vildu vér finna;
ætti hann næsta illt að mér
ef það mætti vinna.“
15.
Hetjan burt með höldum fór –
„heldur fátt er manna,
heima er nú húsfrú vór
hér með ungum svanna.
16.
Vær skulum sitja saman um jól,
fyrir seggjum vil eg það greiða;
vantar eigi orma ból
ok alt hvað vili þér beiða.
17.
Hamingjan mun yður heiðra mest
þó höldar vili það það banna;
kappar mega nú kjósa um flest
homi þér heim til svanna.“
18.
Gengu þeir á garðinn heim
ok gjörðu inn að vitja;
fáliga var þá fagnað þeim,
fljóð í stofunni sitja.
19.
Fræning biðr að falda skorð
fylgi vilja sínum:
„Tigin skaltu tvinna *jorð
taka við gestum þínum.
20.
Bræður rjóða benja kólf
ok bjóða mörgum ótta,
Þórir bóndi ok þessir tólf
þik hafa heim um sótta.“
21.
Hústrú gjörir með harmi senn
halnum að ansa snjöllum:
„Veit eg enga verri menn
vera í Noregi öllum.“
22.
„Heiðurs kvinnan, hugsa um það
sem hamingjan kann að veita;
*býst hann yður í bónda stað,
ber þér eigi að neita.
23.
Gjör þér kátt í Gríðar þey,
gæfan mun þik hefja;
Ögmundur vill yðra mey
armi sínum vefja.“
24.
Angurið bítur ágætt víf,
ansar dyggðug kvinna.
„Fyrri vildi eg láta líf
en ljótum þjófum sinna.
25.
Illskan þik til orða hvetr,
er það fjarri sanni;
bóndinn gaf þér brauð í vetr
beint sem frjálsum manni.“
26.
„Saka þú eigi seima brjót,
Sagan jötna róma;
göngum heldur gestum mót
ok gjörum þeim allan sóma.
27.
Eigi duga nú orðin klók
kvað eyðir grafnings stræta,
vopn og klæði af virðum tók
ok vildi sjalfur gæta.
28.
Seggjum skipar hann sætin í ,
sá kann blítt að láta;
fljóðin stukku fram í því,
flestar tóku að gráta.
29.
Kappinn lætur kost ok öl
koma á borð fyri sveina;
þar er nóg af vistum völ,
varla skortir beina.
30.
Ekki vætta brögnum brast,
bar hann þeim hornin stóru,
sveinar tóku að svelgja fast;
sannlega þyrstir vóru.
31.
Grettir einn var gunnum nær
ok gjörði alla káta;
þegar að ölið á fóla fær
ferliga taka að láta.
32.
Flotnar drukku fram á nátt,
fæstir þangað vitja;
glópar tóku að grenja hátt
ok gjöra ei kyrrir sitja.
33.
Gotna frétti Grundar hængr,
gjarn í stýri váða:
„Vili þér bóndi vitja sængr,
vífin skulu yður náða.“
34.
Fólin sagði firrður dáð,
flestu þótti megna:
„Þú skalt hafa fyri þegnum ráð,
það mun líkast gegna.“
35.
Gengur fram ok gjörði í stað
grundir seims að kalla:
„Hvílum mega þær hallast að
eð hölda vilja spjalla.“
36.
Herða tóku þá hryggðar klút
hringa nornir þenna;
Grettir með þeim gengur út
ok gjörir nú margt að senna.
37.
Grettir talar við geira Ull,
grimmligt þótti hans æði:
Yður skal sýna silfur ok gull,
sjálig vopn ok klæði.“
38.
Kappar fundu klæða búr,
kænir voru til víga;
hitta má þar hraunþvengs múr,
hátt er upp að stíga.
39.
Lauk hann upp ok lét þá inn,
leikur er mikill á sveinum,
sína má þar safala ok skinn
sett með dýrum steinum.
40.
Hafa þeir ljós ok hugsa um
hirslum lúka mörgum,
ærið sýndist skratta skrum
skræfum þessum örgum.
41.
Grettir lætur gilling aftr
ok gjörði að læsa síðan;
kom til bæjarins kesju raftr
ok kallar svanna fríðan.
42.
„Vífið, fá þú vopnin góð
víg glaðs þinga stefni,
víkingunum skal vekja blóð,
veiðar eru hér efni.“
43.
Brúðrin kvað hjá bóndans sæng
brynju eina liggja
ok þann fríða fetla hæng,
„fyr vildir þú þiggja.
44.
Kelli taktu, kappinn, brátt,
kæn að éli ríta,
krókaspjót að Kár hefir átt,
kann það helst að bíta.“
45.
Krókaspjótið kappinn greip
Kjalas ok vermi halla;
Því næst tók hann Sölla sveip
ok setti á Ægis hjalla.
46.
Var sá fús í vopnaglamm,
vitjar út að sinni:
„Háleygir munu hreppa skamm
í húsi voru inni.“
47.
Görpum þótti Grettir seinn
ok gjöra til hurðar víkja;
þá var lás fyrir húsi hreinn –
„Halurinn vill oss svíkja.“
48.
Berserkirnir brutust um fast,
bera þeir hugsun stranga,
hlaupa á so hurðin brast,
hægt var út að ganga.
49.
Það má verða ýtum angr
ef þeir lífi halda;
brátt kemur á þá berserksgangr
er brögðum illum valda.
50.
Ganga út ok grenja við
so gall í hávum fjöllum;
fyrst kom Þórir fram á rið
af félögum sínum öllum.
51.
Þynnill spjót á Þóri rak
þá með skjótum hætti;
oddrinn gengur aftr um bak
allt sem krókum mætti.
52.
Þeygi gaf sig Þórir við,
þann má hetju kalla,
oddrinn hljóp í Ögmunds kvið,
ýtar dauðir falla.
53.
hlaupa af riðinu hver sem gat,
hinir eð eftir vóru.
Grettir sótti görpum at
ok gaf þeim höggin stóru.
54.
Keppa stóra kefsar fá,
kunna hart að reiða;
gilliga lögðu Gretti á
ok gjarna vildu hann meiða.
55.
Saxi bregður seggrinn þá,
sótti að þeim lengi;
bítur rétt sem brygði í snjá,
bárust sár á drengi.
56.
Berserkina í túni tvó
tjörgu meiður felldi;
eigi sýndist eggin sljó,
af þeim höfuðin skelldi.
57.
Brögnum rennur benja lút,
blóðgir mega þeir heita;
fjórir komu fyrðar út
ok fóru Gretti veita.
58.
Höldar sýndu hófligt megn,
hlaupa til með skundan;
þegar Háleygir horfa í gegn,
hrökkva hinir undan.
59.
Sefring höggur en sóknin vex,
særði hann drengi hrausta;
Fáfnir hafði þá fellda sex,
flýðu hinir til nausta.
60.
Grettir eftir gengur að meir,
gjörir nú sókn að herða;
inn í naustið allir þeir
undan hrökkva verða.
61.
Höggum mega þeir víxlast viðr,
viljann skortir eigi.
Ætlig best að bále[y]gs niðr
beðja kaupið hneigi.