Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu 2

Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu – Önnur ríma

RÍMUR AF LYKLA-PÉTRI OG MAGELÓNU
Fyrsta ljóðlína:Öðru sinni Frosta far
bls.156–165
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Rímur

Skýringar

Önnur ríma
stafhenda

1.
Öðru sinni Frosta far
fram skal leiða á víðan mar,
vilji siðug seima Bil
sitja um kyrrt og hlýða til.

2.
Enga skal eg lindi líns
lasta í þœtti hróðrar míns,
sína hneisu sérhvör ber,
sú er illa skikkar sér.

3.
Gæfri vildi eg gullhlaðs rein
gjarnan skemmta í mœrðar grein,
heiðarlegri hringa slóð
hœfa jafnan kvœðin góð.

4.
Ungri vildi eg auðar láð
einninn leggja bestu ráð,
þó gullskorð hafi glaðvært þel,
góðri skemmtun haldi vel.

5.
Yngismeyjan siðug sé,
sannlega forðist háð og spé,
með stilltu bragði og stöðuglynd,
stássleg er sú kvenmanns mynd.

6.
Margmœlgi skal forðast fríð,
fálát og þó lyndisþýð,
þögn og hógværð þénar best,
þessi dyggðin skartar mest.

7.
Vanda eg lítið Fjölnis fund,
frá mér lagða eg nokkra stund
óðar spil, því eigi er tamt
að yrkja réttan hróðrar skammt.

8.
Nóg mun þykja um mansöng minn,
mál er því að hœtta um sinn.
Brotinn Suðra báru glað
bæta skal, ef verður það.

9.
Hætti eg við þar heiman reið
herra Pétur sína leið,
uns að fram bar niflungs nið
í Neapólis borgarhlið.

10.
Hirðir auðs sá hrottann skók
hjá herramanni gisting tók,
þennan spyr að lögum lands,
líka að gram og dóttur hans.

11.
Beitir ansar benja lax:
„Bíða má til sunnudags,
buðlung vill og bauga Ná
burtreið frægra riddara sjá.

12.
Hér er kominn herra son,
hefur sá freka gæfu von,
helst yfir aðra hefðir fann,
Henrik frá eg nefnist hann.

13.
Dóttir kóngs er dávænt fljóð,
dyggðum prýdd og sinnis góð
glæsirs valla glóbjört brík,
get eg ei önnur finnist slík.“

14.
Sverða Gautur sefaði tal,
sú kom tíð að hvílast skal.
Hárs hefur hirðir hallar ljóms
heyrt um lindi Þjassa róms.

15.
Kom sá dagur að kristnum lýð
kynnt var dýrleg helgitíð,
messu hlýddi múgur lands,
mætur bóndi og dóttir hans.

16.
Eftir helgan hvíldardags
til herbergja nam ganga strax
herra Pétur hefða snar,
húsbóndanum með hann var.

17.
Sörla voðar lestir leit
að liðinni stundu riddarasveit
drífa út af breiðri borg,
blika vopn um sköfnungs torg.

18.
Fagurt renndi firða val
fram þar burtreið halda skal,
þetta lítur þengils niðr,
þegar fer að búast viðr.

19.
Brynju klæddist beint í stað,
bókin rétt so greinir það,
Fróða akurs veiði var
vænstum næsta fáguð þar.

20.
Hjálminn setti á lokka land,
sem lagður var með Fjölnis sand,
ljómaði fagurt linna ból
líkt sem geisli stæði af sól.

21.
Í þann glóandi grettirs leir
grafnir voru lyklar tveir,
af hvítu silfri hvor til sanns,
hreinum settir pella krans.

22.
Af merki þessu, er birtir bók,
buðlungs arfi nafnið tók.
Lykla-riddara listarmann
landsins múgur kalla vann.

23.
Burtstöng langa og breiðan skjöld
bar og Skírnis ferðagjöld,
laugað allt með öldu eim,
engi skuggi fannst á þeim.

24.
Grímnis hallar glossa Týr
gildum söðli essið býr,
stökk á bak og studdist ei,
stikaði jór um Óðins mey.

25.
Hratt á völlinn hleypti þar
sem hópur seggja kominn var,
ókunnugur ýta þjóð
utanvert hjá liðinu stóð.

26.
Magilón kóngur mennta snar
mætur í einum turni var,
drottning hans og dóttir kær,
er dýrst af öllum lofið fær.

27.
Vildi hún leikinn lita á
og listir þótti gaman að sjá,
hjálma börs þeim hraustur lést,
hvörjum mundi vegna best.

28.
Riddari Henrik renndi fyrst,
að reyna frækleik hans var lyst,
fremstur allra þótti þar,
þunga stöng í hendi bar.

29.
Valskur riddari vigra brjót
varla tregur hleypti mót,
steytti slyngur stál í skjöld,
strax munu báðum koma gjöld.

30.
Kappinn valski kenndi bágt,
kom hann niður á völlinn lágt,
við ístaðs fallinn hringju hékk,
honum lítið að óskum gekk.

31.
En sem þetta fallið fann,
frá sér burtstöng snaraði hann
Henriks fyrir hesta fót,
hvorugum mun að þessu bót.

32.
Blakkurinn féll á brúði Hárs,
býtir ríkur Freyju társ
lítið sinnar listar naut,
langt í burt úr söðli hraut.

33.
Þá var hrópað hátt með spé,
að Henrik riddari fallinn sé.
Hinum gáfu hrós og þökk,
hraður upp í söðulinn stökk.

34.
Herra Pétur hryggðist þá,
hjörva rjóð er fallinn sá,
heiftin geyst í hjartað fló,
hestinn gylltum sporum sló.

35.
Gjarða fíllinn grimmur rann
geysi hart með listar mann
eins og flygi fífan snör
fram í loft af spenntum hör.

36.
Völskum þegni veitti miðr,
varð hann fjærri koma niðr,
feilaði list og frækleiks art,
flestir sögðu hann dytti hart.

37.
Grams son hitti listugt lið,
leika öngvir stóðust við,
hvörn sem snerti herjan hörð,
hann lá þegar fallinn á jörð.

38.
Magelóna meyjan rjóð,
mæt í einmn turni stóð,
riddarann unga augum leit,
ástin mjög á frúna beit.

39.
Þangað blíðust bauga rein
beitti hýrum hvarma stein,
sem riddari Pétur ríða vann,
ristill ekki þekkti hann.

40.
Undrast kóngur ótt til sanns
afl og hreysti þessa manns,
vildi giarnan vísir þá
vita hvaðan kominn sé sá.

41.
Þénara kallar þangað einn,
þanninn talar lyndis hreinn:
„Siðugan finndu sverða grér,
er silfurlykla teiknið ber.

42.
Spyrja skaltu spjóta Þund
spektargjarn með hýra lund,
að erindum, nafni, œtt og snill,
og so hvört hann ferðast vill.“

43.
Sveinninn gekk sem buðlung bað,
brjótinn hringa fann í stað,
að öllu frétti orða snar
eins sem honum boðið var.

44.
Ansaði Þundar elda bör:
„öðling ber þú þessi svör,
að föðurjörð mín sé Frakkaland mætt,
fæddur er eg af herra ætt.

45.
Einninn greindu annað hitt,
öngvum segi eg nafnið mitt,
heitstrengingu held eg í,
fyrir hvörjum manni að leyna því.

46.
Með erindagjörðir öngvar fer,
út eg reið að skemmta mér,
til góða virða mér hann má
þó meiru skýri eg ekki frá.“

47.
Sveinninn kóngi sagði rétt,
sannast það sem hafði frétt.
Lægðu kappar leikinn víst,
lýður hvör til borgar snýst.

48.
Hvör við annan ræddi rétt
riddara þá, sem hef eg frétt,
sá sem ljósa lykla bar,
í leiknum allra frægstur var.

49.
Dagur hvarf en nálgast nótt,
náðir tók hinn svinna drótt,
uns að niðji Dellings datt
og dreifði birtu loftið glatt.

50.
Dögling sá, sem dreifir auð,
dýrri sveit til veislu bauð,
þjóðin mörg það þiggja nam
og þegar komu í höll fyrir gram.

51.
Lykla-riddarinn líka var
lýðum hjá í veislu þar,
þennan vísir virti best,
voldug þjóð að borðum sest.

52.
Drottning svinn hjá dögling sat
dyggðasöm og fékk sér mat,
og Magelóna meyjan svinn
mæt og ung með blómann sinn.

53.
Henni gegnt með hefðapar
herra Pétur settur var,
hvort á annað horfa má
hirðir brands og menja Ná.

54.
Þanninn virðist sviptir seims
sætan bera af meyjum heims
so sem þegar sólin fín
sæl yfir allar stjörnur skín.

55.
Frúinnar hugur í brjósti brann,
buðlungs son er líta vann,
Óðins fugla óx í heim
elskan heit fyrir báðum þeim.

56.
Eftir veislu ending strax,
eikin fögur hlýra Dags
veik að frægum fleina Þund,
frá eg so ræði menja grund:

57.
„Hvaðan yður úr borgum bar,
brjótur vigra frægðar snar,
eða af hvörjum eruð þér
ættarlegg, það segið mér.“

58.
Báru talaði bríma Hnoss:
„Bið eg þér komið að skemmta oss,
hef eg lyst“, kvað hringa strönd,
„að heyra margt um önnur lönd.“

59.
Ránar glóða runnur þar
ríkum svanna greiddi svar:
„Fríð má skilja falda Lín,
á Frakkalandi er ættin mín.

60.
Síst mun eg, dyggðug seima ey,
segja yðar bænum nei,
hvað mín orka efnin smá,
eikin líns skal gjarnan fá.“

61.
Skjalda bör og skikkju rein
skildu nú við þessa grein,
hjartað beggja hitnar þó,
hryggð og elsku saman sló.

62.
Sannaðist hér, hvað sagt var fyr,
ef sætum kviknar ástar hyr,
ekki fá því augun leynt,
oft hefur þetta verið reynt.

63.
Kóngur spurði bauga brjót
beint um nafn og ættar hót,
vildi hann ei það láta ljóst,
leyndan þanka huldi brjóst.

64.
Hirðin skildi hilmir við,
hvor til sinna gekk með frið.
Lykla-riddari langa sorg
leynda bar í hyggju torg.

65.
Þenkti hann so um þorna Lín,
þelið hjartans mæddi pín.
Hér skal Galars græðis hind
geymd hjá ungri menja lind.