Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Formannatal í Letingjavogum og ómennskuveri

Fyrsta ljóðlína:Falda fáum formenn þá
Heimild:HSk. 65, 8vo
Viðm.ártal:≈ 1800
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Fomannatalið mun hafa verið ort af ýmsum, Þar á meðal Gísla Konráðssyni fræðimanni.
1.
Falda fáum formenn þá
fáka' á ráar kringa
valda laár viður stjá
vogum á Letingja.
2.
Lúðir eru' ei beint sem ber
bág það gerir lenzka
báðar veru hafa hér
heitir ver Ómennska.
3.
Reglum þjónar tamar tón
til konbónar rofa
regluljón á fiskafrón
færir Jón í Kofa.
4.
Sprakka fer að fala hér
fái sér til handa
rakkur er sá randagrér
rær á kver brennanda.
5.
Gangs til fallinn kaskur kall
krás af sallar járni
þangs til vallar þeisti snjall
þrátt Beinhallar Árni.
6.
Tíðum herðir sæfar serð
seima njerðum hjarni
prýðisverður passar ferð
Pottagerðis Bjarni.
7.
Þessi vagar viðar dag
verkum hagar súða
essi lagar eykur slag
Ólafur Skagabrúða.
8.
Æðir þessi öldungess
opt þó hvessing lerki
græðis essi gjarnan hress
Gísli prestsson sterki.
9.
Lengi stundar fengjar fund
flestum mundar þjóni
gengur undir gnoð um stund
Guðbrandskumdi Jóni.
10.
Prísi vandur vaskri hand
veik að strandar hryggi
hnýsa land á húnagand
hann gangandi (Siggi)
11.
Veita förnum fyllir görn
fátt að vörnum dvalar
keilutjörn á brota Björn
beitir örn stjórnvalar.
12.
Valdi leysa þot við geys
þóptu - geysa - ljóni
alda þeisir opt því reis
und kvenpeysu Jóni.
13.
Mun ólina lýist hin
lægis vinar þjóni
undir dynur öldu hvin
Egilssyni Jóni.
14.
Ver ei sparði' að öðlast arð
opt við harðar göngur
hlés og marði háfan garð
hann Guðvarður söngur.
15.
Veiði ála gefst-ei hál,
gjarn að mála ráski
meiðum stála með um ál
Magnús sálarháski.
16.
Arðinn fær þa´fimur rær
fleina stærir kendur
harður slær á humramær
hann snemmbæri Gvendur.
17.
Völdu farir lítt við lár
leið að knarar urgi
höldar spnariri hlunna mar
hjá Einari Durgi.
18.
Slær ólagið geyst um glæ
geims við hægi fljótur
rær á sæinn ötull æ
Einar bægifótur.
19.
Strax á flóði mettur móð
megður þjóð óseini
saxagjóður einatt óð
undir hljóða - Sveini.
20.
Hláku þara vanur var
vorum par ei sleppur
fólk á marar jafnan snar
Jón er sparileggur
21.
Bráður erjar arðinn sér
önn við hverja stríður
láðið skerja lægismer
Láki berja ríður.
22.
Hvellt þó varir vindbarðar
velti þar og froða
hélt á farið Höskuldar
hvíta marinn goða.
23.
Öðrum jafn með eftirnafn
einn úr hafnar veri
löðri drafnar lýir stafn
langi Rafn á kneri.
24.
Öldur nokkuð ypta skrokk
út á hrokkárs fróni;
hölda flokkur hlás í rokk
hlíðir strokki Jóni.
25.
Harnar raust þá hann um brautzt
heimar skauzt til unnar.
Bjarni flaustur bóka traust
beint- úr nausti hlunnar.
26.
Rækir hylli ráð þá vill
rána milli kringur;
sækir spillinn særok ill
Sigfús Villnesingur.
Vísur alls 54. eftir að ljúka skráningu