Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Réttvísi

Fyrsta ljóðlína:Þegar óhapp einfeldnings
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1925
1 Þegar óhapp einfeldnings
auð hins ríka skerðir
reka hann til réttarþings
reiðir lagaverðir.

2 Siðavendni sanntrúuð
sök í dóm lét stefna,
vildi – til að gleðja guð –
greypilega hefna.

3 Lagastaðinn lögvís fann:
Létt er úr máli að skera.
Í drottins nafni að drepa hann
dæmist rétt að vera.

4 Þegar böðull hálsinn hjó
heigull augu þerrði,
illgjarn glotti, heimskur hló,
hræsni krossmark gerði.