Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Króka-Refs rímur 13

Króka-Refs rímur – Þrettánda ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Tvennar sex fyrir tvinna rein
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Tvennar sex fyrir tvinna rein
taldi eg fram að sinni.
Þrettánda er eftir ein,
áður en sögunni linni.

2.
Mœrðar kvörn er löngum lin,
lýðir mega það sanna.
Margslungið vill mælsku kyn
menntaleysið banna.

3.
Hef eg í vetur hugsað oft,
helst um tíma langa,
hvenœr mundu loks á loft
ljóðin af Refi ganga.

4.
Dagsverk mín eru drjúgum stutt,
dauf er kveikin ljóða.
Því er mœrðin misjafnt flutt,
eg má hana varla bjóða.

5.
Ástundan og orðamennt
œtíð ljóðin krefja.
Þeim er ekki þar við hent
sem í þankann fleira vefja.

6.
Burt í gusti Fenju fauk
Fjölnirs kornið létta.
Sœrðan bar eg Sviðrix hauk,
er samdi kvœðið þetta.

7.
Því skal orða lykja leið,
langt vill kvœði þreyta.
Sannlega ekki að Suptungs veið
sé eg mér fœrt að leita.

8.
Hœtti ýmsa hróðrar teins
á hvörri rímu vanda,
fyrsta og síðsta sett skal eins,
so mun eg láta standa.

9.
Freyju tára foldin rjóð,
fögur á kinn að líta,
eignist þessi óbreytt ljóð,
ef hún vildi nýta.

10.
Nafni hennar hrósa þeir,
úr hernaði koma tíðum.
Riddarinn kann að rjóða geir
og renna blakki fríðum.
11.
Mansöngs hætti mœlskan treg,
mál er söguna að enda.
Hróðurinn skal um hyggju veg
heim í Noreg venda.


12.
Áður lýsti eg atburð þeim
í óðar versi bráðu,
fylgjarar Bárðar fóru heim
og fjöri ræntan tjáðu.

13.
Lét þá hilmir leita þess,
sem lýsti vígi snjöllu,
bæði um frón og fiska sess
forgefins með öllu.

14.
Vill þá setja mannamót
milding klæddur stáli.
Hirðin þangað þusti fljót,
þengils hlýddu máli.

15.
Líflát Bárðar lýsti þar
lofðung hefðar stælti,
eftir því sem augljóst var,
eins um Grana mælti.

16.
Hölda sveit kvaðst herma satt
af hryggðar efnum köldum,
líka Grani hreppti hratt
hel af manna völdum.

17.
„Helstan vissan hef eg grun
í hyggju rótum bera,
rétt sá Narfi raunar mun
Refur Steinsson vera.

18.
Nú vil eg“, kvað niflung frí,
„nafnið hans so lengja:
Króka-Refur kallist því
kljúfur öglirs þvengja.

19.
Þó hann reyndur þykist hér
að þrótt og lista næmi,
samt sem áður vitum vér
vorri tign hvað sæmir.

20.
Vil eg aðrir víti hans
til varnaðar taka megi.“
Mætur hlýddi múgur lands,
milding dóminn segir.

21.
„Skal það vera mandat mitt,
mest ef kæmi að grandi,
Ref skal hvörgi frjálst né fritt
fjær eða nær í landi.“

22.
Af þingi síðan þjóðin býst,
þakin linna síki.
Útlegð Refs er einatt lýst
í öllu Noregs ríki.

23.
Sá var maður í siklings her,
seggir Eirík kalla,
bróðir Grana, gátum vér,
geymir Fofnis palla.

24.
Þennan réði þengill fljótt
þá til ferðar nefna,
bauð hann skyldi búast skjótt
bróður síns að hefna.

25.
„Tuttugu þrenna tak þú hér“,
tiggi náði greina,
„firða valda í för með þér
og ferju besta eina.

26.
Láttu að vísu valið fley
voðum nýjum tjalda.
Dug þú vel og dvel nú ei
til Danmerkur að halda.“

27.
Eiríkur var ekki seinn
öðlings boði hlýða.
Drengurinn lætur dreka einn
draga á æginn víða.

28.
Ríkur hélt á Ránar mið
með rekka sína skýra.
Virðum frá eg veitti lið
vinda örnin dýra.

29.
Hýrum gusti hirðin klók
hvítar voðir seldi.
Skútan bráð til skriðar tók
skerja túns um veldi.

30.
Löngum stundu borðin breið,
byr nam hægur fylgja.
Kjölurinn dökkvar kólgur sneið,
klofnar á súðum bylgja.

31.
Strauk af megni strengja hind
storms í afli bráðu.
Jöfurs menn við jafnan vind
Jótlands höfnum náðu.

32.
Festu breiðan flæðar gamm
ferðina eftir langa.
Ýtar litu að ægi fram
aldraðan kompán ganga.

33.
Ellibeygðan, búinn so,
bókin náir greina,
hafði stafi í höndum tvo,
með hettu lasna eina.

34.
Skegg hans er af hærum hvítt,
hirðin þessa gáði.
Þurfamaður þanninn blítt
þegnum heilsa náði.

35.
Eiríkur spurði örva brjót
að ætt og nafni sínu.
„Hirði eg ei“, kvað hinn á mót,
„heiti að leyna mínu.

36.
Mig má sveitin, sorgum bætt,
Sigtrygg héðan af kalla.
Norskur maður er eg að ætt,
undi þar forðum varla.

37.
Mörgum er það mikil skrift,
þá mestum linnir frægðum,
mig hefur ellin æsku svipt
og öllum peninga nægðum.“

38.
Eiríkur mælti ekki hljóðr:
„Á eg hér lítið starfa.
Þú munt kunna, karl minn góðr,
að koma mér til þarfa.

39.
Hefur hér ekki í sumar sést“,
sverða talar beitir,
„einn sá veitti meinið mest
maður, er Refur heitir?“

40.
Ei varð karli orða stans,
ansar hjörva runni:
„Sá eg Ref og syni hans
síldar koma af brunni.

41.
Einninn heyrði eg orðróm þann,
ekki er þess að dylja,
flestir mundu firðar hann
fjöri ræna vilja.

42.
Hvör skulu laun, ef höldar sjá
hetju ráðastóru,
syni hans og seggi þá,
í sumar með honum vóru?“

43.
Ansar sveitin illskuherð
öldruðum hristir spjóta:
„Mestan skyldi matarverð
maðurinn gamli hljóta.“

44.
Innir styggur enn með skil
eyðir linna síkja:
„Matar vinna mun eg ei til
málma rjóð að svíkja.

45.
Skuli eg prúðan pretta hal
og pínu þungri valda,
eyrir silfurs einn hvör skal
af yður í launin gjalda.

46.
Hugsist mér um humra mið
héðan burtu leita,
stýrir ferða fyrst eg bið
farkost mér að veita.“

47.
Þessu kaupa kappar senn.
kæti ber til handa.
Nú skulu raunir Refi enn
ráðalausum granda.

48.
„Eiríkur og aðrir tveir
örva Baldur finni.
Ekki skal hér manna meir
með oss fara að sinni.“

49.
Sigtryggur kvaðst seggja för
sjálfur ráða mundu.
Gengur síðan bauga bör
burt á samri stundu.

50.
Þessir allir ferðast fljótt,
fæ eg tjáð í greinum.
Komu síðan kappar ótt
kátir að nesi einu.

51.
Get eg yrði gæfan rýr,
gegna þótti furðu.
Hart að bragði höldar þrír
höndum teknir urðu.

52.
Reyrðir böndum rekkar hast,
rigað sér ei gátu.
Í fangelsi ýtar fast
illa haldnir sátu.

53.
Karl nam tötrum kasta fljótt,
kom þar fleira manna.
Að sjónum bragnar allir ótt
aðrar leiðir kanna.

54.
Lýðir sáu langskip tvenn
liggja þar í náðum.
Voru hundrað vaskir menn
víst á þessum báðum.

55.
Þessa hafði svinnur sent
sjóli danskra ríkja.
Ei má rekkum reynast hent
Ref af lífi svíkja.

56.
Ýtar lögðu að ára glað
sem Eiríkur hafði að stýra,
skjótleg urðu skipti um það,
skatna unnu rýra.

57.
Allir létu lífið senn
loks í raunum vöndum,
utan tíu Eiríks menn
urðu teknir höndum.

58.
Refur einn og arfar hans
til Eiríks síðan gengu.
Mælti síðan so til sanns,
sorgar herðist strengur:

59.
„Nú er komin næsta há
nauðin þér til handa.
Hér máttu hann Sigtrygg sjá
sem þig leiddi í vanda.

60.
Kaupanautur þessi er þinn
sem þig nam helst aðstoða,
þú kannaðist lítt við klókskap minn,
kominn ert því í voða.

61.
Heit mín öll eg haldið hef,
þó hugnast megi þér varla.
Sjá þú nú að sönnu Ref,
syni og menn hans alla.

62.
Bróðir þinn fékk bana af mér,
bótin sú má nægja.
Fyrir það mun eg þyrma þér
og þínu lífi vægja.“

63.
Sagði hann þá við sverða meið:
„Sorgum haldinn vöndum
mér skal seggurinn sverja eið,
síðan laus úr böndum.“

64.
Efni máls og ræðu rætt
Refur so nam tína:
„Hvorki mér né minni ætt
mein um ævi sýna.

65.
Haraldi einninn allt sé tjáð
um atburð vorra skipta.
Launaði eg sem lagði hann ráð
lífi mig að svipta.

66.
Fjöri hann ei *firrðir mig,
fer það eftir vonum.
Enginn skal þó einn fyrir sig
óþarfari honum.“

67.
Eiríkur sér eiðinn kaus,
eins og Refur krafði.
Síðan var hann látinn laus,
lyndið sorgin vafði.

68.
Hulinn geymdi harma bing
halur frá norskum tiggja.
Til burtferðar tólfræðing
trú eg hann yrði að þiggja.

69.
Reisan hans er römm og löng,
rekkar húna tjalda,
með nauðsynja naumleg föng
náði burtu halda.

70.
Skipið norska Refur rétt
ræsir dönskum færði.
Hef eg það af fræði frétt,
fylkir gleði nærði.

71.
Hátt hjá lýðum lofa vann
listamanninn dýra.
Síðan náði so við hann
sikling ríkur skýra:

72.
„Nú mun eg“, vitur niflung tér,
„nafni þínu breyta.
Sannlega betur sómir þér
Sigtryggur að heita.

73.
Hrósa máttu nafnbót nú,
njótur stáls, að vanda.
Gullhring einn skalt eignast þú,
á hann mörk að standa.

74.
Á Vendilskaga vestur jörð“,
kvað veitir *Hrumnirs teiga,
„fjögur bú með gæðum gjörð
gefins skaltu eiga.

75.
Arfar þínir elstu tveir
oss hér skulu þéna.
Að fylkirs ráðum fari þeir,
frægðin mun ei réna.“

76.
Þakkaði Refur þetta bert
og þóttist lukku finna,
á Vendilskaga vestur þvert
vitjaði búa sinna.

77.
Átján ár þar sat með sóm,
so er greint í letri,
til hugar kom að halda í Róm
og heilsa sankti Pétri.

78.
Á reisu þeirri rauna sótt
Refur síðan hreppti,
af nam draga afl og þrótt,
önd frá lífi sleppti.

79.
Ofsóknanna þoldi þjóst,
þó með hyggju traustri.
Í Frankaríki líkið ljóst
liggur í munkaklaustri.

80.
Arfar hans með dug og dáð
dönskum þéntu tiggja.
Kóngur Sveinn gaf köppum náð
og *konföng væn að þiggja.

81.
Af Steini kom sá kirkjuþjón
kristnum var með lýðum,
erkibiskup Absalón,
á Valdimars tíðum.

82.
Arfa hans, sem yngstur var,
óðurinn Þormóð nefndi,
til Íslands sigldi sóma snar,
sinn þar bústað efndi.

83.
Að Kvennabrekku settist senn
sjálfur hlaðinn dyggðum.
Hans voru synir hoskir menn
haldnir á vesturbyggðum.


84.
Tvinna Hildi tíu og þrjá
taldi eg bragi senda.
Sónar strengur sundrast má.
Sagan er komin á enda.

84.
Hríð með gróða, karfa kör,
kaunið sært af undum,
ferð um ís og bauga bör
bragina færði sprundum.

86.
Hvör sem ljóðin lítur stirð,
því ljóst mig bernskan þvingar,
bróðurlega bragna hirð
bið eg leiðréttingar.

87.
Hafi þökk þeir hlýddu senn,
hölda sveit og fljóða.
Lifi í friði frúr og menn.
Falli bragurinn ljóða.