Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Króka-Refs rímur 11

Króka-Refs rímur – Ellefta ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Tíu eru af við tanna múr
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Tíu eru af við tanna múr
taldar ljóðabyggðum úr,
ellefta vill óms um göng,
ekki mun hún verða löng.

2.
Illa mín eru orðin sett,
ekki heldur kenni eg rétt.
Helst má kalla hæðilegt,
þá heimskir girnast kveða frekt.

3.
Fyrst mig biður bauga skorð
bragarins fram að lesa orð,
því er so varið, þýðri mey
þori eg ekki að segja nei.

4.
Einnar bónar aftur á mót
unga vil eg biðja snót,
hún færi í lagið málið myrkt
og mýki það sem þykir stirt.

5.
Málshátt þennan minnist þýð
móins túna eikin fríð:
Sérhvör tón með sinni raust
syngur fuglinn efalaust.

6.
Einatt stunda eg óðar þátt,
áfram þó mér gangi smátt,
sagan er þung og líka löng,
en lítil hef eg mœlsku föng.

7.
Lítið massast, karlinn kvað,
kannast menn við orðtak það,
í skarifífilinn frakkur hjó
fimm sinnum, og stóð hann þó.

8.
Dropinn tíður datt á stein,
djúp varð loksins hola ein.
Iðnin vinnur allt í stað,
erfitt mjög þá sýnist það.

9.
Austra skeiðin Óms á sund
enn mun verða að renna um stund.
Refi meðan rœði eg frá,
ristill sitji og hlýði á.


10.
Ríman þangað ræðu snýr,
Refur út á hafið flýr.
Gunnar skildi hratt og hann,
hvorugur síðar annan fann.

11.
Lagði fyrst í leynivog,
lá þar skipið fast við tog,
Helgu fann og fólkið blítt,
fagnar honum sprundið þýtt.

12.
Seggir bundu segl við rá,
síðan leystu grunni frá.
Byrinn lagði landi af,
lét þá Refur strax í haf.

13.
Reiðinn söng, en röstin hvein,
rétt varð ekki ferðin sein.
Dróttin svinna tigin, traust
tók þá Noreg seint um haust.

14.
Komu þeir við Æðey ótt,
ýtar gengu á landið skjótt.
Blíðan hitti borgarlýð
bragna sveitin lyndis þýð.

15.
Hallar múgurinn herma bað,
hvör að stýrði borða glað.
Nú er breytt um nafnið hans,
Narfi er heiti þessa manns.

16.
Frá Íslandi utan fór.
Aftur spurði hjálma Þór,
hvar að kóngsins væri vist.
Virðar svara honum með list:

17.
„Í Þrándheimi situr herrann hægr,
harla vitur og næsta frægr,
tylftin sjóar telst það hálf“,
tala þeir við fleina álf.

18.
Narfi gekk á græðis hund,
geisaði flaustrið nokkra stund,
í leynivog að lagði hann inn,
lét þar eftir varning sinn.

19.
Síðan leigði hann sexæring
svinnust hetjan ráðaslyng,
leiðsagnara líka með,
letrið hefur þanninn téð.

20.
Sjálfur bátinn settist á,
svo nam skipi halda frá
með arfa sína einn og tvo,
eiginkonu líka svo.

21.
Til Niðaróss kom Narfi heim,
náði vist í byggðum þeim,
tók til leigu skemmu skjótt,
skipti fátt við hölda drótt.

22.
Arfa sína blíður bað
boðið eitt að rækja það,
athuga vel, að auðar rein
aldrei væri látin ein.

23.
Kufli bláum klæddur var,
kynjamikið svarðreip bar,
bundið skegg, af hærum hvítt,
hleypti niður brúnum sítt.

24.
Hafði spjót í hendi eitt,
harla glatt, en þeygi breitt,
skaftið langt, en teglt af tré,
trú eg Narfi búinn sé.

25.
Hafði kóngur hirðmann einn,
hvörgi var til rómu seinn,
Skálp-Grani hét skjóma bör,
skötnum sýndi hrekkjapör.

26.
Fleina brjótur fríður var,
fegurðar skrúða mestan bar,
yfirlætið ekki brast.
Elskar kóngur þennan fast.

27.
Mörgum veitti vífum smán,
verstu blygð og ærurán.
Illa bragnar þoldu það,
en þorðu ekki að finna að.

28.
Nokkurn dag, sem nú eg get,
niflung frægur þinga lét,
sjálfur vildi segja dóm.
Safnast þangað hirðin fróm.

29.
Narfi og Steinn, sem greini eg glöggt,
gengu nú á þingið snöggt.
Þegnum fylgdi þá til sanns
Þormóður, yngsti sonur hans.

30.
Björn var eftir brúði hjá,
er burtu gengu hinir frá,
illa heima undi nú,
orðlof fékk af menja brú.

31.
Gekk á þingið þegar í stað,
þóttist Narfi skilja það,
enginn mundi auðs hjá grund,
út nam ganga hratt að stund.

32.
En er Björn frá bauga Bil
burtu gekk, sem innir spil,
kom þá maður kátur þar,
klæðum bláum prýddur var.

33.
Sveigi skafta Helga hratt
heilsar nú og spurði glatt
að nafni greiðu gildan mann,
Grani sagðist heita hann.

34.
„Hingað kom eg“, kappinn tér,
*„konfangs vildi eg leita mér.“
Lindin spjalda ljúft hann bað
leita þess í annan stað.

35.
„Ekki sómir“, ansar hann,
„að eigir þú svo gamlan mann,
auðar skorðin ung og blíð,
æskublóms á réttri tíð.“
36.
Sjálf kvaðst ráða sætan keik,
síðan þeirra harðnar leik.
Til glimu hún og Grani sló,
get eg hann lítið vinni þó.

37.
Í bili því, sem bauga Ná
baugs við hirðir svipting á,
Narfi kom að glugga greitt,
Grana mun því verða heitt.

38.
Bar þá skuggann skemmu í,
skundar Grani burt með því,
hinn vill líka hraða sér,
hlaupandi með veggnum fer.

39.
Grani neytti fóta fyr,
frá eg hann kæmist út fyrir dyr.
Helga greip til Narfa nú,
náði mæla kvinnan trú:

40.
„Reiði linna láttu stillt,
ljóst er þínu engu spillt.“
Hratt hann frá sér hringa eik,
hvatlega burt úr skemmu veik.

41.
Ótt nam skunda örva grér
eftir þar, sem Grani fer,
eggjar hann á alla lund
eyðir stáls að bíða um stund.

42.
Öngvu síður hleypur hinn,
hræðslan frá eg hann mæði um sinn.
Hjá skíðgarðshliði hittast þeir,
hræðast tekur Grani meir.

43.
Snýst á mót og mælti brátt:
„Minnst er bót að rjúfa sátt,
blóðið mitt er bani þinn,
ef buðlung fréttir dauða minn.

44.
Á ævi minni örva brjót
aldrei skal eg gjöra á mót,
láttu mig hafa líf og frið,
laufa sveigir þess eg bið.“

45.
Ansar Narfi: „Illa þér
í öllum hlutum farið er,
yfirlætið öngan mann
í örlögsverkum stoða kann.

46.
Mörgum hefur þú háðung veitt
hrundum gulls og illa breytt,
veistu nú um visku sal
varla, hvörninn láta skal.

47.
Farin er von um frið og sátt“,
fleygir ríta talaði hátt.
„Burt er horfið blíðu stig,
bústu nú að verja þig.“

48.
Lagði spjóti Narfi nær,
nauðir stærri hinum fær,
hann með öxi af sér bar,
eina stund so varðist þar.

49.
Létti þanninn laufa hríð,
lífið missti Grani um síð.
Í fjörbrotunum fallinn mann
sér flýtti Narfi að jarða hann.

50.
Að skíðgarðinum drenginn dró,
dauðan ei með öllu þó,
gekk nú síðan greitt á braut
glaður og hitti falda laut.

51.
Biður síðan brúði fljótt
til burtferðar að ráðast skjótt.
Hún mun þessu hlýða þá,
hraðar öllu mest sem má.

52.
Hugsar hann um hyggju storð
háðung sé að veita morð,
og vill fyrir sjálfum vísir brátt
vígi lýsa þessu hátt.

53.
Þegar að stund á þingið fer,
þrengdi manna í flokkinn sér.
Að greiða málin gramur var,
gaf sig því að ekki par.

54.
Hátt og snjallt so herma vann,
hirðin öll það merkja kann:
„Við sverðhúss-Grana með sorgar plag
saupsáttur eg varð í dag.

55.
Fjallskerða mitt vildi víf,
var það okkar fyrsta kíf,
stórkeralda strax eg vann
strábeygis í auga hann.

56.
Leið þá ekki lengi mjeg,
langhúsaði hann og eg,
hreiðurballa hrings nam brjót.“
Hetjan þanninn ræddi fljót.

57.
„Hann marghrossaði móti senn.
Mæti herra, hlýðið enn.
Fagurröggvað fékk eg þá
fleygir stáls, sem heyrast má.

58.
Skipskeggjaði skjótur við,
skíðgarðs undir næsta hlið
lynghnappaði listarmann.
Loksins hef eg voðvirkt hann.“

59.
Eftir enduð orðin skýr
út á leið frá ranni snýr,
setti litla skeið á skrið,
skal ei lengur tefja við.

60.
Suður lét með sandi fljótt
sveima flaustur þessa nótt,
þar til sína ferju fann.
Fólkið gladdist allt og hann.


61.
Festi voð við húna hátt,
á hafið síðan lagði brátt.
Viðrix hyl eg vara mund
í visku bing um nokkra stund.