Króka-Refs rímur – Sjötta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Króka-Refs rímur 6

Króka-Refs rímur – Sjötta ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Hyggju glögg um veldis vild
bls.52–63
Bragarháttur:Ferskeytt – frumframsneitt (missneitt) og frumtásneitt (tályklasneitt)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
Sniðhent
1.
Hyggju glögg um veldis vild
viss má þessi heita,
háttinn sjötta haldinn snilld
hringa spöng að veita.

2.
Sumir beima frama fröm
af ferskum viskumœtti
greiða ljóðin gamansöm
góms méð ýmsum hœtti.

3.
Full málsnillin fim er þeim,
fest í list og sóma,
kenninganna koma heim
kœnir hreinum blóma.

4.
Vitrum œtíð veitti létt,
sem víða þjóðir heyra,
kunna finna knýttan rétt
Kvásirs ljósan dreyra.

5.
Virðing forðum víst með hast
vildar skáldin báru.
Edda studdi flesta fast
í fræða smíði kláru.

6.
Þjóðin þaðan sannar svinn
sækja rökin megi,
hvör þau lærir, hann eg finn
heppinn, slyppan eigi.

7.
Með sjónarsteinum sjást hér ei
soddan Eddu gæði,
stirðar mærðir því eg þrey,
þraut er að breyta kvœði.

8.
Held eg sjaldan hreinum grun,
ef hættir settir yrðu,
hvörninn farnast mínum mun
mansöngvunum stirðu.

9.
Miðar að um Gríðar gráð
gæða hljóðum vendi.
Sniðhend fljóði friðar tjáð
frœða ljóðin sendi.

10.
Mansöngs glensið mitt er stutt,
mælsku fölskar brunna.
Bagan þegar brátt skal flutt,
brúðir hlýða kunna.


11.
Örðug mærðin áðan stríð
öll þar falla náði,
er húsareisir háði smíð,
hoskur í visku láði.

12.
Nesi ljósu nærri þar
njótar létu fleina,
bónda reyndur bærinn var,
bókin Vík má greina.

13.
Þorgils tjörgu Týrinn hér
tel eg málið kalli,
í fæstu bestur, órór er,
að auki Víkur-Skalli.

14.
Mörgum argur þótti þrátt,
þorði firðum týna,
slóttugur pretta glettið grátt
geðið náði sýna.

15.
Átti hrotta sveigir sá
syni væna fjóra,
tjáð í fræði trúum þá
tignar þegna stóra.

16.
Þengill ungur skíra skar
skrúða Óðins dýra,
aldurs gildur árin bar
yfir ljúfa hlýra.

17.
Ormur þar með annar hinn,
eyðir nöðru skíða,
Þorstein næstan þennan finn,
þorir með geir að stríða.

18.
Dóttur átti dýra sér,
dáða þýða og ljósa,
aldurs fylld að árum er,
Ólufu vil eg glósa.

19.
Heilla öllu hafti svipt,
hennar Gunnar beiddi.
Randa greindum rafti gift
ristill ástir greiddi.

20.
Í huga flýgur þetta þrátt
Þengil að kvongan snúa,
dýra kjöri dóttur brátt
dáða Hlíðar búa.

21.
Kvenna vinnur varla hyll
vigra hinn fagri sveigir,
hneita brjóti holl því vill
Helga fylgja eigi.

22.
Áður um ljóða laut eg gat,
létti og hætta vildi,
hjá ríkum veikir ríta sat
Refur í ljúfu gildi.

23.
Þormóð hermi eg hýran þar
hal með þelið prúða,
fleina hlynur fyr sá var
fóstri lista-brúðar.

24.
Húsareisir gæfur gaf
gát að snótar bragði.
Spektar vakti Refur raf,
við reyndan bónda sagði:

25.
„Dóttur áttu, geira grér,
geðugri fæðist engi,
klæða tróðu kjöri eg mér,
ef kost þann bestan fengi.“

26.
Þýður brúðar fóstri fyrst
fýsti mest á þetta.
Bóndinn greindur best með list
býður ráðið setta.

27.
Hlífa ljúfum hét þá brjót
heimilis frómur stjóri,
hann lystuga festa láta snót,
so lestist þjósturinn stóri.

28.
Meir við dýran mælir hal
meiðir prúður skjalda:
„Eitt með réttu skilorð skal
skjóma geymir halda.

29.
Búsráð ljós og bónda mund
með besta kosti hreina
býð eg fróðum branda Þund“,
Björn nam einn að greina.

30.
„Öllu snjallur ráð þú rétt,
ranni og svinnu mengi.
Vil eg hvíla og hætta slétt,
halda völdin engi.“

31.
Lofaði Refur fyrst því fast,
fleira ber til lukku.
Vínið hreina best ei brast,
brullaup snjallir drukku.

32.
Sumarið blóma bliku jók,
breytist vetrar lúi.
Refur gæfuríkur tók
ráð yfir auð og búi.

33.
Frægum mágum féll með snill,
fékk hann lukku hrósa,
auð og gæðin öll, er vill,
ástir bestu kjósa.

34.
Stundar branda bráður smíð
brjótur í sveitum heima.
Gæfleg afla gáði þýð
grundin brenndra seima.

35.
Björn var gjarnan blíður, fróður,
brátt nam sóttir hreppa.
Gamall, hrumur maður móður
mundi öndu sleppa.

36.
Helgu fylgir heillin snjöll,
hvörgi sorgir mæða.
Virðug gjörði vella þöll
vænan svein að fæða.

37.
Afans ljúfa heiti hlaut,
hlaðinn fríðleiks blóma,
stála þolir strit í þraut,
Steinn var gjarn á sóma.

38.
Að úti vetrartímum tveim
trúnaðar sveini gjörnum,
bróðir fæðist frómur þeim.
Fjölgaði Helga börnum.

39.
Hamingjan fróm nam hringa spöng
heilsu frjálsa veita.
Sorgar byrgist bungan löng.
Björn skal sveinninn heita.

40.
Hvör einn þeirra hýru ljær,
þá hrærast varir kláru.
Hárin dýr og hörundin skær
hlýrar kærir báru.

41.
Átta rétt um árin þar
að ævinni Refur gáði,
hlífa kljúfur kyr þá var
með kænsku á grensku láði.

42.
Eitt sinn skjótt að skeði það,
sem skýri eg hér með rétti,
byrðing furðu fríðan að
fróður á smíðar setti.

43.
Föng við tanga fjöru nær
festist næsta tíðum.
Þorgils arga er nú bær
á anness hinni síðu.

44.
Hrófið Refur ráðagóður
reisir á nesi miðju.
Hélt ávallt so hraður, fróður
hann á sinni iðju.

45.
Eitt sinn rétt er innt, að seint
frá erfiði þarfur gengi.
Kappinn slyppur brýnt og beint
burðugur ferðast lengi.

46.
Næsta hast á nóttin datt,
nú er degi fjarri,
einn nam björn að hitta hratt
hvítan götu nærri.

47.
Víkur klókur víst með hast
til vegar ígultanni,
veiðibráðan fýsti fast
í fæðu af dauðum manni.

48.
Handar rændur hreinni vörn
hugsar strax á stundu,
að etja biti einn við björn
ekki hrökkva mundu.

49.
Snúðugur síðan sneri för,
snöggt mun hægt á pínu,
lundar reyndur, æru ör
ofan að hrófi sínu.

50.
Öxi flugs nú þrifinn þreif,
þaðan á leið nam renna,
úr hafi yfir drífan dreif,
dýrs nam förin kenna.

51.
Kom þá framur fleina hlynur,
er fyrr sá dýrið standa,
honum sýnist húnninn linur,
heftur með sviptan anda.

52.
Vitur gat að vissu þess
vera þar til þarfa,
þýður eyðir Þjassa vers,
Þorgils marga arfa.

53.
Fúsir hrósa frama þeim
fjórir hlýrar mundu.
Kom þá sómasamur heim
seggur á glöggri stundu.

54.
Í hætti settum hulið hjal
eg hlýt til þrautar teygja.
Með hófi Refur hvíla skal,
hér er um fleira að segja.

55.
Hlýrar þeir, eg hefi af
hróðurinn tjáð fyrir stuttu,
ára dýra dúfu á haf
dáða snauðir fluttu.

56.
Fiska kaskir föngin slyng
færðu á borði kláru,
öfund vafinn angurs bing
æstan þjóstinn báru.

57.
Frá sem deigir fóru mar,
fæst með listum unnu,
dárar fjórir dýrið þar
deyða í náðum kunnu.

58.
Heim er komu hróðugir, það
harkaverkið prísa.
Skallinn illi bræður bað
brátt nú fréttum lýsa.

59.
Unnar finna engin föng
ýtar létust nærri.
„Þó eru nú“, kvað Þengill, „ströng
þjarka verkin stærri.

60.
Orku styrka ætíð lét
oss með vissu giftan.
Hún þann eina hvítan get
höfum lífi sviptan.“

61.
Sonum sínum senn þá vann
svartur furtur hrósa.
Þengill ungi enn við hann
aumur nam so glósa.

62.
„Lista bestu lofi af
lítið hljótum gjalda.
Hugar ragur Refur gaf
rétt að mættum halda.

63.
Fundin sýndi förin snjór,
féll hans allur kraftur.
Hræddari meiddum héra fór
að hrófinu Refur aftur.“

64.
Randa Þundur þá við hló.
Þetta brátt fram tíndist:
„Af meiðsla hræðslu mígið þó
mér í förin sýndist.

65.
Ragari hugur“, hæðinn kvað,
„held eg aldri kæmi
Grænlands fróni fríðu að
fyrri með verra næmi.

66.
Bakmáll, svikull, fólskur, falskur“,
fleira gaurinn sagði.
En hæru dárinn dælskur, valskur,
dapur pápinn þagði.
67.
Þengil angur ærið sker
illur karlinn þagði,
stirðan furðu geira grér
greitt því fátt til lagði.

68.
Þorgils argur þetta brátt
þanninn innir hrönnum:
„Líst mér næsta ljótt og fátt
leiða af skræðu mönnum.

69.
Grenska kænska kunna menn
kveða prúða drengi,
kvíðarjóðar kinnar enn
kærir bera lengi.

70.
Flugs mun vaxa rimman römm,
Refur hinn gæfuþunni
landi greindu grimm er skömm,
giftu hafti unni.

71.
Vildi eg aldrei mikil mök
við manninn þennan eiga,
greina mun þar rík til rök
rétt með hætti mega.

72.
Á Ísa ljósu landi um stund
lést eg næsta bíða,
reiðibráðan randa Þund
reyndar kenndi síðan.

73.
Níundu frá eg nótt að þrátt
náttúru rétt að missti,
í kvenmynd sanna breyttur brátt
brögðin frygða lysti.

74.
Ógna fregnin fór hans þar,
fast enn næsta stendur,
Refur um ævi rýr að var,
ragur og huglaus kenndur.

75.
Yður ráða vel eg vil“,
vill so karlinn tína,
„ekki nokkur skuluð skil
skjóma geymir sýna.“


76.
Þögnuðu bragnar þá með því,
þanninn linni ræða.
Lítt þó sett sé lagi í,
læsi eg húsi kvæða.