Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Króka-Refs rímur 5

Króka-Refs rímur – Fimmta ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Hér skal nú fyrir hringa brú
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Hér skal nú fyrir hringa brú
hróðrar blanda minni,
Hleiðólfs skeið á humra leið
hafin í fimmta sinni.

2.
Vantar dug og hér méð hug
við háttuna ljóða skýru
og kemur so til, eg kann ei skil
á kenningunum dýru.

3.
Þeim er mennt og málið hent,
myrkt sem kveða vilja,
því orðin spök og Eddu rök
ekki margir skilja.

4.
Málið prýtt í frœðum frítt
fagurt gjörir að hljóma,
lystugt tal og Ijóða val
lesið um ýta fróma.

5.
Ef kvæðin rétt eru kennd og sett
méð klárum Eddu greinum,
þau sýnast greitt sem glansi eitt
gull méð eðalsteinum.

6.
öllum hent er ei sú mennt
Yggjar fund að veita,
mér þó síst, því má eg víst
minnstur allra heita.

7.
Ekki býð eg œðra lýð
óðar smíðið kalda,
mínum gef eg mœrðar stef
mökunum rétt að halda.

8.
Hringa spöng fyrir hróðrar föng
ef hyggur launum játa,
verð eg til um visku gil
vinna í allan máta.

9.
Hef eg um stund það haft í lund,
hýrleg silki eyja,
einfalt rétt með orðin slétt
efnið fram að segja.

10.
Mœlskan fylld í mansöngs snilld
mín er komin á enda.
Hlýt eg beint, þó sé það seint,
til sögunnar aftur venda.


11.
Ræðan var í rénan þar
Refur víginu lýsti.
Bóndinn senn, það sagt er enn,
til svaranna aftur fýsti:

12.
„Fór það vel, að fékk sá hel,
sem fyrr þig gjörði að hæða.
Fyrir höggin þau, er hlaustu tvau,
heyrði eg margan ræða.

13.
Hvaða ráð um hugarins láð
hyggur þú til bóta?“
Randa bör gaf rjóðum svör
ríkum bendir spjóta.

14.
„Í sinni er að sönnu mér
siglu jór að tjalda,
ferð mun greið á græðis heið
til Grænlands burtu halda.“

15.
Gestur kvað: „Þú greindir það,
sem gjarnan vildum heyra.
Líst mér best, að lægirs hest
látir böndum reyra.

16.
Hef eg á grun, að minnst þar mun“,
mælti Gestur af létta,
„í Noreg vært og varla kært,
þá vígið bragnar frétta.

17.
Þorna grér skal þiggja af mér“,
þegninn talar hinn svinni,
„fríða þjóð og flæðar glóð
ferð að beina þinni.

18.
Allt skal veitt og vel til reitt,
viljann megum sýna,
síðan hér eg sáttur er
senn við móður þína.“

19.
Refur snýr og rjóður býr
ránar hestinn dýra,
segl við rá nam setja þá,
so vill bókin skýra.

20.
Vaska menn sér valdi senn,
vill úr höfnum leysa.
Gladdist hvör, sem henti hjör,
með honum í burtu að reisa.

21.
Bylgju jór er búinn stór,
byrinn tekur að gleðja.
frækinn maður fór þá glaður
frænda sinn að kveðja.

22.
Byr kom skír, en búinn er dýr
brjótur hringa stælti.
Gestur stóð hjá geira rjóð
glaður og þanninn mælti:

23.
„Auðið er ef ekki þér
til Íslands framar að venda,
rétt í mát þú rita lát
reisuna fæstum kennda.

24.
Viskan fljót mun veiga njót
vafin í hyggju láði,
von mín er að verði þér
visslega margt að ráði.

25.
Um sinnu hlið eg sjálfan bið
sólar skaparann dýra,
þig láti hann um heimsins rann
heill og gæfu stýra.“

26.
Skildu þeir að skrafinu tveir
skatnar þegar á stundu,
settu skeið á laxa leið,
ljósar voðir undu.

27.
Byrinn þaut við bæði skaut,
bar þá skjótt frá landi,
vasaði þundur, af veðri undur
varð í hvörju bandi.

28.
Létti ei för hinn lúni knör,
löðurin vaxa þunnu,
þar til land við ljósan sand
lýðir deila kunnu.

29.
Haldið þar að höfnum var
hlunna skjótu dýri,
lék þá blíð og býsna tíð
báran hægt við stýri.

30.
Loksins menn að landi senn,
leystir af þjáning mestu,
létu um stund, en lægirs hund
ljóst með strengjum festu.

31.
Fjörður var einn so fagur og hreinn
fyr flæðar dýri móðu,
en hafið við á hvora hlið
háir jöklar stóðu.

32.
Refur þá, sem ræði eg frá,
réði á landið ganga,
reikaði fljótt á fjallið mjótt
fleygir nöðru spanga.

33.
Sér hann þá fjörð hjá fínnri jörð
fríðan prýddan jöðrum,
með höfða tvo var háttað svo,
hvor stóð móti öðrum.

34.
Gekk á skip með gleðinnar svip
geira viðurinn prúði,
flæðar hund bað færa um sund
Fjölnirs inn að brúði.

35.
Höfnum að kom hýr í stað
hirðir nöðru spanga.
Sundið eitt, að sönnu breitt,
sá hann í landið ganga.

36.
Tiginn rekkur trúr og þekkur
traustum býður gotnum
færa skeið um fiska leið
fjarðar inn að botnum.

37.
Allt var gjört og athugað ört,
akker höldar festa.
Sú var höfn við sunda dröfn
sannlega nær hin besta.

38.
Skógur var fyrir skötnum þar,
skemmtan olli góðri,
landið grænt með listum vænt,
laufið stóð í gróðri.

39.
Dýrin nóg um dimman skóg
drjúgum gjörðu að reika.
Fuglar smá að firðar sjá
fagurt á kvistum leika.

40.
Fríðan kringum foldar bing
feikna jöklar standa.
Rekavið um ránar mið
rekkar nógan vanda.

41.
Byggði dróttin skála skjótt,
skatna enginn sorgar.
Hélt þar vist um veturinn fyrst
veitir sefrings torgar.

42.
Þessa hríð með hagleiks smíð
hirðir greipar fanna
flæðar hest nam byggja best,
búinn með prýði sanna.

43.
Stóð so gjört um strauma hjört
með strengi þeygi mjóa,
máttu menn um sjóinn senn
sigla bæði og róa.

44.
Veturinn líður, vindurinn blíður
vorsins blása náði.
Refur hyggur hýr og dyggur
halda þaðan af láði.

45.
Ránar gamm af reyðar damm
rekkar drógu að landi,
bjuggu um víst, so bilaði síst,
bæði með trjám og sandi.

46.
Sigldi skjótt með svinna drótt
seggur á fari nýju,
hélt so rétt, það hefi eg frétt,
hafsins út á glýju.

47.
Fomjóts son við Fjölnirs kvon
fagrar voðir þandi.
Kólgu björn á karfa tjörn
kastaði heim að landi.

48.
Fannst þar ein við flæðar rein
fögur vík á láði,
foldin rétt með rindum sett,
Refur að þessu gáði.

49.
Sá var bær við sjóinn nær,
siglu dýrs fyrir stafni.
Bóndinn hét, sem beint eg get,
Björn að réttu nafni.

50.
Bauga bör var blíður og ör,
burðuga dóttur átti.
Hún var þýð og harla fríð,
hrósa slíku mátti.

51.
Hringa brú hét Helga sú,
helstar listir kunni,
lyndis hýr og líka skýr,
ljúf í hyggju brunni.

52.
Tók þar vist um vorið fyrst
veitir bjartra fleina,
tíðkaði smíð og tignar lýð
tók hann nú að reyna.

53.
Varning þann, er hafði hann,
hirti ekki að selja.
Hygg eg víst hann hugaði síst
hjá honum lengi dvelja.

54.
Eitt sinn spyr með blíðu byr
bóndinn hýr í geði,
komumann þá kenndi hann,
kátur þanninn téði:

55.
„Minn er bærinn brotinn nær,
búið hef þar lengi,
vildi eg réttur væri settur,
virða kann það engi.

56.
Viltu kaskur kompán vaskur
kosti vorum hlýða,
hafa féð og húsin með
höldum upp að smiða?“
57.
Refur það, sem bóndinn bað,
búinn kvaðst að veita,
og besta smíð þann bæinn Hlíð
birti eg léti heita.

58.
Bóndans rann so reisti hann,
ræði eg slíkt í letri.
Um Grænlands frón sá flýgur són,
þar finnist enginn betri.

59.
Sagan er gleymd og svörin geymd
í Sviðrix hauka inni.
Hætti ljóð, en þýða þjóð
þökk skal ráða sinni.