Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Króka-Refs rímur 4

Króka-Refs rímur – Fjórða ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Norðra fjórðu nausta hind
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Norðra fjórðu nausta hind
náms af porti fram eg hrind,
gengur fús í Glettu vind,
gjörð með öngri hagleiks mynd.

2.
Lítil hef eg á ljóðum tök,
lagði eg síst við Eddu mök,
djúpfundin að dikta rök
dugir sjaldan menntin lök.
3.
Þeim er hent að breyta brag,
er bestan fundu kvaæða slag,
oss má nœgja óvant lag,
sem ekki er sýnt um kvœða hag.

4.
Mér er síst um mœlsku tamt,
minnið sljótt og óhagsamt,
hljóða megnið hefur sinn skammt,
á hróðrar smíði eg treysti framt.

5.
Rödd er hás við rímna són,
ramman nœsta veitir tón.
Þennan lœst eg brag fyrir bón
banga fram um hyggju frón.

6.
Ljóst þó mín sé lundin klökk,
lasin mœrðar smiðjan dökk,
skal eg kjósa af skikkju Hlökk
skemmtunarlaun og góða þökk.

7.
Einkum það, að öldin þýð
ekki lasti kvœðasmíð,
firða sveit og fljóðin blíð
færi í lagið orðin stríð.

8.
Mitt vill þverra mœrðar stef,
við mansöng ef eg lengi tef.
Mál er komið að rœða um Ref,
rímu stutta fram eg gef.


9.
Dregið af sundi dverga far
Dvalins í nausti hvíldi þar,
rjóður nú með rausna par
Refur enn í smíðum var.

10.
Árla morguns einum á,
yfir dags að ljósi brá,
smiðurinn hægt í hvílu lá,
heima bóndinn þetta sá.

11.
Gesti var í geðinu kært,
gekk að sæng og fékk við hrært:
„Selafarið senn mun fært.
Sé eg, frændi, þér er vært.“

12.
Refur við í rekkju snýst,
ræðir nú sem honum líst:
„Borðin eru boruð víst,
bætast kunna héðan af síst.

13.
Mun eg ei gjöra meira að,
máttu bátinn skoða í stað.“
Beitir talaði branda það.
Bóndinn já við þessu kvað.

14.
Frændur þangað skunda skjótt,
skipar Gestur að fara hljótt.
Vildi hann, ef væri ljótt,
að vissi engin lýða drótt.

15.
Smíða- höldar hitta -rann,
hirðir branda athuga vann,
byrðing stóran búinn fann,
bóndinn tekur að skoða hann.

16.
Öngan valdari öldu jór
ýtar sáu á fiska kór,
að lögun bæði langur og stór,
lagaður vel og þeygi mjór.

17.
Þakkar blítt og þanninn tér:
„Þiggja skaltu laun af mér,
ránar gamminn gef eg þér.“
Gladdist hinn um þagnar sker.

18.
Síðan rennur sögnin mest
senn um byggð og héröð flest,
að Refur Steinsson hlunna hest
hefði smíðað manna best.

19.
Fjöllum hærra fregn rann óð,
fékk það heyrast vítt um lóð.
Margir sögðu málma rjóð
mesta flón hjá annarri þjóð.

20.
Yggjar fundur óðs um krá
aftur snúi veginn á.
Ungdóm Refs skal ræða frá,
rétt sem bókin gjörir að tjá.

21.
Faðir hans einn, sem oft til ber,
austmann hafði í vist hjá sér,
sá var norskur geira grér,
garpurinn nokkuð glaðvær er.

22.
Nýtur átti fleygir fleins
fríðan son, er missti meins,
hann lék við ungan arfa Steins,
að aldri voru báðir eins.

23.
Leiksveina var lundin kát,
lítinn áttu norskan bát.
Báðir kunnu barna lát,
að byrðing þeim hann hafði gát.

24.
Þá í elda inni var,
iðju slíka hafði þar,
bátnum eftir byrðing skar,
brást honum ekki af þessu par.

25.
Fékk svo lengi listir lært,
lént var honum sinnið kært,
smám saman gat smíðið nært,
smellir járn og eirið skært.

26.
Efnið vitnar oftar senn,
ekki dugir að hvílast enn.
Til sögunnar í svip eg renn,
segir hún um fleiri menn.

27.
Fræða örin fljúga kann
Fundings út af visku rann.
Greina skal um gildan mann,
Gellir frá eg héti hann.

28.
Hugastór og harður í lund,
hneigður að veita gleðinnar mund,
vanur þrátt með voða hund
víkja fram á síldar grund.

29.
Annan hvörn að veturinn var
veitir auðs sá prýði bar,
í Noregs ríki, þótti þar
þeygi á marga leiki spar.

30.
Hjá garði þeim, sem Gestur á,
greini eg þar í kvæði frá,
bær á velli breiðum lá,
birtir glöggt, hvað heitir sá.

31.
Hlíð er næsta að nafni tjáð,
nýt þar byggði hringa láð
móðir Gellirs mennta bráð
mest öll hafði búsins ráð.

32.
Sigríður hét seima brú,
á sögðum garði hafði bú.
Kemur lítt við söguna sú,
segja verður fleira nú.

33.
Gellir tíðum lagði leik,
löngum efldi gleðinnar kveik,
bráður Gests til byggða veik,
biður Ref að fara á kreik.

34.
Kappinn sá í kallsi tér:
„Kompán ljúfi, býð eg þér,
gakk til leika meður mér,
mun nú best að skemmta sér.“

35.
„Ekki hentar“, ansar hinn,
„örlög mér að reyna stinn,
leiktu þér við líkann þinn,
lakur er eg á manndóminn.“

36.
Gellir talar með geðið snjallt,
gamanið þeirra verður kalt:
„Næsta ertu naumur á allt,
nauðugur þú glíma skalt.“

37.
Hljóp af essi hart sem má,
hirðir spjóta þetta sá,
rekk með afli réðist á,
Refur mátti verjast þá.

38.
Sviptast ljóst um langa tíð,
líður Refur þetta um hríð,
herða náði sókn um síð,
svall í brjósti heiftin stríð.

39.
Refur þenkti ráðin klók,
raunir hinum stærri jók,
með linda hans var bundin brók,
báðum þar í höndum tók.

40.
Vatt í loftið veiga njót,
varð hann næsta linur á fót,
fleygði niður fleina brjót,
furðu var sú byltan ljót.

41.
Bendir spjóta böl og fár
beið af því, þó væri hnár.
ölnboginn varð illa sár,
ennis kórinn líka blár.

42.
Spratt á fætur spennir stáls,
spjótið þreif í bragði frjáls,
Þund nam ljósta Þjassa máls,
það mun síðar kenna brjáls.

43.
Meint varð ekki málma meið
af miklu höggi, sem hann leið.
Gellir burt frá glímu reið,
gekk þá Refur sitt á skeið.

44.
Hældist mikið hjörva Þór
við hölda sveit, er með honum fór.
Hann lést Refs í heila kór
höggin næsta greiða stór.

45.
„Hefndabráður sá mun síst“,
segir hann nú og þar við býst.
„Hirði eg ekki hvörninn snýst,
hugblauður mér þessi líst.“

46.
Leyndar að því öngan bað,
orðræðan so gekk um stað.
Lýðir spott þar lögðu að,
lést ei Refur heyra það.

47.
Eftir jól sem innir spil,
ýtum það eg greina vil,
Ránar hestinn rétt með skil
Refur var að búa til.

48.
Gellir nú sem greinir frá,
greið hans för þar nærri lá.
Refur nú með lista ljá,
ljúfur bíður skeiðum hjá.

49.
Reið að skipi randa bör,
rekkurinn var einn í för,
heyrði þetta hetjan snör,
hleypur strax frá búnum knör.

50.
Smíðaöxi tjörgu Týr
tekur, lítt í bragði hýr,
og að Gellir snöggur snýr
snotur enn með orðin skýr.

51.
Þanninn ræddi geira grér,
Gellir á honum reiði sér:
„Fyrir höggin tvö, þú taldir mér,
trú eg eitt muni nægja þér.“

52.
Reiddi hönd með rauna þol,
rann um holdið unda skol,
arm og síðu allt frá bol
so öxin gekk þar sjálf á hol.

53.
Þanninn linnti þrætan vönd,
þar lá Gellir firrtur önd.
Hinn gekk frá með hrausta hönd,
hafði nú lyst að kljúfa rönd.

54.
Gest nam hitta greitt um sinn,
greina réði hetjan svinn:
„Mér sýnist vera svipur þinn
sómalegur, frændi minn.“

55.
Blíður spurði bóndinn frí
beint um þessi efnin ný.
Vígi lýsti vísu í,
visku tamur gætti að því.


56.
Ræðan löng og rýr að sjá
róms í göngum bíða má.
Rímna söngum renn eg frá,
raddar föngin falli hjá.