Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Króka-Refs rímur 2

Króka-Refs rímur – Önnur ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Óðarvers í öðru sinni enn skal hefja
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Óðarvers í öðru sinni enn skal hefja,
eikur spjalda og þess krefja,
ekki tjáir lengi að tefja.

2.
Orðaslökum ekki er kringur Yggjar fengur,
linur minn er ljóðastrengur,
lítið því á söguna gengur.

3.
Mörg hafa skáldin mœlskurík í minnis slóðum
hrósað jafnan hetjum fróðum,
er héldu stríð méð öðrum þjóðum.

4.
Þó væri þessir vel að sér hjá visku kringum,
finnast þeir í frœðum slyngum,
sem fóru villt í útleggingum.

5.
Fœri vel, þó vitug skáld í versasmíðum
virðing sýndi vöskum lýðum,
sem voru hér á fyrri tíðum.

6.
Bragnar þessir beita kunnu brandi rjóðum
öngu síður öðrum þjóðum,
œtið héldu sigri góðum.

7.
Hreystimenn í heimi varla hittust slíkir,
í hugar skíru skarti ríkir,
skógargeitum ekki líkir.

8.
Óspillt varla held eg þeirra hrósun standi.
Virðing er það voru landi,
þó vœri þess minnst í hyggju bandi.

9.
Af einum þeirra eg hefi núna efni fundið,
langa tímans stytti stundir,
stöðvaði þankann raunum undir.

10.
Mansöngs varla má eg ekki mæða strengi,
bauga Ná nú bíður lengi,
ef birta nokkuð af sögunni fengi.

11.
Norðra lœt eg nökkvann enn úr nausti rása.
Dauf er næsta dreggin Ása,
dökknar ljósið hyggju krása.


12.
Til sögunnar kemur bauga bör af bónda garði,
af lýðum nefndur litli Barði,
er löngum fjárins hagann varði.

13.
Allra manna minnstur var, so mátti kalla,
glöggur að þekkja gripi alla,
get eg að trúrri hittist varla.

14.
Mörgum manni á þessum þrælnum þótti mæti,
hann var næsta fimur á fæti
sem frásti hestur úti á stræti.

15.
Alkunnugur víst hann var í vestursveitum,
á sumrum geymdi sauði í beitum,
sást hann oft á þeirra leitum.

16.
Hryggðin sefast, sumarið náði svo að líða.
Gefnin líns með guma þýða
gjörði sjálf til þings að ríða.

17.
Sauðamanninn fljóðið fann, sem flestir hrósa.
Linna skers nam Lofnin ljósa
lundinn auðs til vistar kjósa.

18.
Frjáls við hirðir fríðust mælti Friggjan þráða:
„Til vinnumanns þig vil eg ráða,
veit eg þú ert fullur dáða.

19.
Búfénaðar brjótur stáls skal beita hjörðum
og yfirgangi hamla hörðum
og hyggja að landsins merkigörðum.

20.
Óspör mun eg af eigu minni úti að láta
erfiðislaun í allan máta,
ef þú vilt nú þessu játa.“

21.
Aftur hann fljóði ansar mót í orðum hraður:
„Undir þetta gengst eg glaður,
að gjörast yðar vinnumaður.“

22.
Hjarðar þjón og hringa Lín til húsa venda.
Búfénað sér bað afhenda,
brátt vill hann sín heitin enda.

23.
Byggði skála af timbri tvo, sem til var vandi,
einn í fjallsins fögru landi,
frá eg annar nærri standi.

24.
Í þeim dvelja einn um nætur ekki sparði.
Fór svo lengi fram, að Barði
fé Þorbjarnar landið varði.

25.
Býsna frá eg brá við skjótt á búinu hinna
og tók nú verða mjólkurminna,
mun því einhvör gjöldin finna.
26.
Rannveig sér, að sumars vildi safnið bresta.
Þenkja náði vífið versta,
vonsku ekki lengi fresta.

27.
Við Þorbjörn mann sinn, mennt á slægðir, mælti þanninn:
„Angrast eg um yndisranninn,
að ei höfum hraustan smalamanninn.

28.
Hvar mun vera haldið fé um hríð so langa?“
„Er því vant með ánni að ganga,
ei hef eg hér á grunsemd ranga.“

29.
„Veistu ekki“, vond réð inna vefjan spialda,
„Þorgerður mun þessu valda
og þrællinn, sá hún gjörir að halda.

30.
Misjafnt held eg hendur þér á hnén so lagðar,
ekki eru öllum sakir sagðar,
sviplegt margt þú við þá bragðar.

31.
En þú lætur lyddu þessa lifa í náðum
til óhagnaðar okkur báðum,
eitthvað máttu gjöra að ráðum.“

32.
Seggurinn spurði, sá hvör væri, svo að breytir.
Brúðurin segir: „Hann Barði heitir,
sem búinu mesta ógagn veitir.

33.
Allra manna minnstan vöxt að mæling hefur,
einn í skála sínum sefur,
sjást mun aldri flárri refur.“

34.
Bóndinn kveður, blakkinn tók og burtu renndi,
skjótlega til skálans vendi,
skógaröxi bar í hendi.

35.
Góðan hjarðar geymir hitti greitt að bragði,
þunglundaður þeygi þagði,
þanninn nú til Barða sagði:

36.
„Er það satt þú fénu voru viljir verja
og gjörir það með grjóti að berja?“
Geymir sagði linna skerja:

37.
„Míns húsbónda landið ljóst eg leyfi ei neinum,
er það víst í öllum greinum,
en aldri lem eg neitt með steinum.“

38.
„Gríðar mér í gusti bjó“, kvað garpurinn svinni,
„að sumars mundi maturinn minni
og minnkar nú af komu þinni.“

39.
„Er þess von, að óbirgð muni yður magnast.
Rýrlega hið ranga hagnast,
réttfengið mun allvel gagnast.

40.
Hvör sem auð með öðru móti ætlar vinna,
ill mun jafnan afdrif finna,
er því betra frjálst og minna.“

41.
Ansar Þorbjörn: „Ófrjálst mér skal ekki nærri.
Þjófnaðurinn þér mun kærri,
þína líka veit eg færri.

42.
Í lögunum eg vona víst þú verðir léttur,
óblíðan ef á þig dettur,
útileguþjófur réttur.

43.
Illar heimtur oss í haust ef enn nú hrella,
á þér skal sökin sjálfum skella,
nema segir upp fjárins geymslu ella.“

44.
Ullar vörður ei kveðst sæta orðum byrstum.
„Hygg eg mínum halda vistum,
þó harla sé mér fátt í listum.“

45.
Hrekkja argur hauka láð með heift til reiddi,
byrstur höggið Barða greiddi,
búfjármann til heljar leiddi.

46.
Dró í skálann dauðan kropp, en dáðir linna,
þrekvirki nú þóttist vinna,
þar mun hann síðar launin finna.

47.
Síðan reið og sinnis illum sagði sprakka.
Yfir þessu ill nam hlakka,
ódáðaverkið mjúkt nam þakka.

48.
Ekkjunnar þá yfirgangur eykst í landi
so sem fyrri var til vandi,
von var, þó það kæmi að grandi.

49.
Þóttist merkja þiljan gulls á þessu krafli,
að hulinn var Barði í hauðurs skafli,
hér munu vera brögð í tafli.

50.
Flæðar eisu Friggjan bað þá fjármanns leita.
Hennar beiðni virðar veita,
vildi enginn þessu neita.

51.
Þjassa róma Þundar gengu þaðan að stundu,
smalann lífi firrtan fundu,
féll þá blóð úr heitri undu.

52.
Dauðan sögðu seima Hildi sveigir branda,
Sauða hirðir sviptan anda
settu í haug að gömlum vanda.


53.
Stirðnar mál, en hrörnar hljóð, því hættir ríma.
Hlés má ekki bríkin bríma
banna mér að sofna um tíma.