Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Króka-Refs rímur 1

Króka-Refs rímur – Fyrsta ríma

KRÓKA-REFS RÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Hér skal fánýt Frosta hind
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1650
Flokkur:Rímur
1.
Hér skal fánýt Frosta hind
fram úr nausti renna,
og göfugri senda lauka lind
ljóð af orða penna.

2.
Mér var aldrei menntin föl
né málsnillin fríða,
engin hefi því efni um völ
Óma duggu að smíða.

3.
En mig biður þó auðar ey
ekki lengi þegja,
veit eg því, að vífunum nei
varla tjáir að segja.

4.
Þó ætti brúðurin hefðar hög
hýru sinnar njóta,
nauðsyn brýtur löngum lög,
leggst það mér til bóta.

5.
Mín var ekki máls um grund
mœlskan hneigð til ljóða,
því er eg tregur Fjölnirs fund
frúnum nœmum bjóða.
6.
Hjá mér byggir heimskan rík —
hvað er slíkt að dylja? —
þó fyrir elda báru brík
bögurnar látist þylja.

7.
Það mega sanna sprundin spök,
er spektin mennta náði,
að engin hefi eg á Eddu tök
og aldri hennar gáði.

8.
Orðtak sannast þetta þó
og þrátt hjá mörgum fundið,
að flestum einatt sést á sjó
sótröftunum hrundið.

9.
Hyggna bið eg bæta um stirt
best með orða snilli.
Hinir láti liggja kyrrt
og ljóðunum ekki spilli.

10.
Mansöngs læt eg minnka spil,
mengrund trú eg það hagni.
Vil eg sögunnar víkja til,
vífin hlýði og þagni.


11.
Hákon kóngur hefðarhár
hélt með kappa dýra,
nýtur átti niflung klár
Noregs ríki að stýra.

12.
Maktarstór og vitur var,
veitti ylgjum fæði,
Aðalsteinsfóstri auknafn bar,
er það greint í fræði.
13.
Á þeim dögum Íslands þjóð
orku treysti megni,
breiðan skjöld og bríma glóð
báru hjörs í regni.

14.
Háðu margan hjörva skúr,
hvössum beittu vigri,
hopuðu aldrei hildi úr,
héldu jafnan sigri.

15.
Frá því varla fæ eg margt
fest í vísu eina,
þeirra hug og hefðar art
historíurnar greina.

16.
Í Breiðafirði bjó sá einn,
er býtti Kraka sáði,
njótur stáls að nafni Steinn
norður á Ísaláði.

17.
Auðnan stór og alls kyns féð
örva þénti Baldri,
þótti manna mestur með,
mjög þó kominn að aldri.

18.
Þorgerður hét þorna brík,
þessa sér nam festa,
Oddleifsdóttir, á elsku rík,
íþrótt kunni besta.

19.
Svanninn leysti sorgar bönd,
sæmdar kvenna jafni,
átti blíð á Barðaströnd
bróður, Gest að nafni.
20.
Héldu bæði hjónin trú,
hýrt var þeirra í milli,
höfðu á Kvennabrekku bú
best með sæmd og snilli.

21.
Flest með hefð og heiðri fer
hal og bauga Eiri.
Einn þau áttu arfa sér,
en ekki börnin fleiri.

22.
Að vænleik rétt og þroska þar
þótti flestra jafni,
hann þó rýra röksemd bar,
Refur hét að nafni.

23.
Var honum ekki vinnan kring
hjá vöskum bauga njótum,
einatt lá í öskubing
undir kvenna fótum.

24.
Þetta löngum hryggði hjón,
af hörmum brjóstið stundi,
því þau sögðu son sinn flón
sannlega verða mundi.

25.
Ekki er allt sem augum líst,
eins trú eg hér færi,
hugvit sveinsins sáu síst,
sjálf þó hyggin væri.

26.
Álit rýrt þess unga manns
hið innra visku leyndi,
enginn vissi af afli hans,
á það sjaldan reyndi.
27.
Sá kemur mann við söguna hér,
sagt er fæstir unni,
Þorbjörn nefnist geira grér,
er glaðél rjóða kunni.

28.
Ódæll mest og illur var,
argur í hyggju bóli,
til vandræðanna varla spar,
vonsku fullur dóli.

29.
Mörg þó víga verkin ljót
á virðum kaskur ynni,
aldri neina brögnum bót
bauð á ævi sinni.

30.
Settum friði gekk í gegn,
geðinu fylgdi trylldu,
lands forstjórar leiðan þegn
líða hvörgi vildu.

31.
Firðum þótti hann fæstum trúr,
fyrir það sekan dæmdu,
hart því öllum héruðum úr
höfðingjarnir flæmdu.

32.
Hans var konan ráða rík,
Rannveigu má kalla,
bónda sínum lyndislík,
ljótan bar [hún galla].

33.
Hún var heimsk, en harðlynd þó,
hrekkjafull í æði,
hvort af öðru dáminn dró,
dyggðalítil bæði.
34.
Eyðir hringa illverk mörg
ógjörð látin skyldi.
ef hann konan æðisörg
eggja á slíkt hún vildi.

35.
Silki Hrundin sinnis ill,
sú er plágan skæða,
en hógvær kann með hefð og snill
hvörs kyns mein að græða.

36.
Sauðafell var byggður bær,
Breiða- vestur í -firði,
þann til kaups að Þorbjörn fær,
þó af verra yrði.

37.
Sá barst rómur sveit þá í,
sorgar olli þrótti,
kveðja hans en koma því
köppum betri þótti.

38.
Sinni bújörð settist að,
so frá eg ei við tafði.
Kynstra mikinn kvikfénað
kesju runnur hafði.

39.
So fékk hagað seggurinn frjáls
með sætunni varla þekku,
að varð nágranni stýfir stáls
Steins á Kvennabrekku.

40.
Bæja á milli ein var á,
aurs í gröfnu verki,
beggja þangað landið lá,
ljós voru þessi merki.

41.
Ei gat Þorbjörn illskuhnár
á sér setið lengi,
hirti lítt þó hópur fjár
hinum til skaða gengi.

42.
Tíðum beitti töður Steins,
tel eg því peninginn valda,
það var búinu mest til meins,
að mátti ei sínu halda.

43.
Einhvörn dag sig bóndinn býr,
búinn með öngu táli,
hitti glaður geira Týr
granna sinn að máli.

44.
Steinn nam heilsa bauga bör,
blíður í hyggju láði,
þessu næst með þýðleg svör
þanninn inna náði:

45.
„Þú hefur verið vetur þrjá
voru landi nærri,
misklíð okkar milli sjá
mundi kunna færri.

46.
Óvinsælan aktar þig
öldin hér á láði.
Hygg eg fæstir haldi mig
hvikulan i ráði.

47.
Kvikfé hefur þú mikið og margt,
mest á bústað þínum,
löngum af því líð eg hart
á landi og töðum mínum.

48.
Vil eg þú látir vakta það,
so verði ekki að grandi.
Og gjörðu nú með góðu að,
gefst þá minni vandi“

49.
Orðum fleirum mjúkum með
manninn blíðka vildi.
Aftur síðan ansa réð
örva viðurinn gildi.

50.
Sér kvað hafa á soddan hátt
svarað færri manna,
lést nú vilja lofa sátt
lundi greipar fanna.

51.
Að skrafinu þanninn skildu þeir,
skiptin frá eg verði.
Þorbjörn ekki þaðan af meir
þungan skaðann gerði.

52.
Leið so fram um litla hríð,
ljóst bar það til fregna,
Stein nam sigra sóttin stríð,
sorgum þótti gegna.

53.
Því nam lýsa í þrautum kífs,
að þættist mæta hörðu,
ekki mundi lengi lífs
lagið sér á jörðu.

54.
Mælti so við menja grund,
mestra kenndi nauða:
„Af vill skríða ævistund,
er mér skammt til dauða.

55.
Þungan hef eg á Þorbjörn grun,
það mun ekki bresta,
eftir dauða minn þér mun
mótgjörð sýna versta.

56.
Síst mun hann í sveitum rór,
en sýna mest ofbeldi,
vænti eg þér hann verði stór,
þó við mig trúskap héldi.

57.
Segi eg þér ráð að selja lönd,
sorgir kann það mýkja,
best er þér á Barðaströnd
til bróður þíns að víkja.“

58.
Þanninn endar þeirra skraf,
þyngir rauna strengi.
Bóndinn upp sinn anda gaf,
auðþöll grætur lengi.

59.
En sem létti harma hríð,
hugurinn fylltist náðum.
Þenkja kunni brúðurin blíð
bóndans eftir ráðum.

60.
Henni bjó í þagnar þey
þar við lengur dvelja,
vildi ekki auðar ey
öðrum landið selja.

61.
Þetta frá eg Þorbjörn spyr,
þanka bruggar ljóta,
hagnað þann, sem hafði fyr,
hyggur sér til bóta.

62.
Fjárgeymslan að rýrna réð,
rénaði tryggðin sanna.
Sjálfala gekk síðan féð,
sást því enginn manna.

63.
Af þessu mikinn þunga fékk,
þrálega varð að gjalda,
yfir töður og engjar gekk,
so öngu mátti halda.

64.
Granna sínum bauga brú
bannaði móti að gera.
Þorbjörn hlýddi þessu nú,
þagði og lét svo vera.

65.
Var það rétt um vetur tvo,
vífið mótgang átti,
hættulega haldin svo
heyja lítið mátti.

66.
Loksins réð þá bauga brík
að brjála eigu sinni,
ekki þoldi álög slík,
angur trú eg hún finni.

67.
Skrímnis raddar þiljan þýð
þoldi mæðu langa,
sögðum býður sveitar lýð
að sínu kaupi ganga.

68.
Bauga seljan bauð í stað,
so bændur heyrðu snjallir.
Virða enginn þorði það,
Þorbjörn forðast allir.

69.
Sjálf þar mátti sitja um kyrrt,
sútin að þó herði,
gullskorð þó að gangi stirt,
get eg líða verði.


70.
Réna tekur róms um port
ræðan stirð að vanda.
Hef eg á máli skýru skort,
skal því ríman standa.