Fegin í fangi mínu | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fegin í fangi mínu

Fyrsta ljóðlína:Fegin í fangi mínu
Höfundur:Heine, Heinrich
bls.232–233
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1844
1.
Fegin í fangi mínu
felur þú augun þín,
þinn er eg himinn, og þú ert
þekkasta stjarnan mín.
2.
Djúpt undir okkur iðar
ósnotur mannaher,
aggast og æðir og blótar,
og allt hefir rétt fyrir sér.
3.
Í fíflúlpum þeir flaksast
og finnast, og allt í einu
hlaupast á eins og hrútar
svo höfuðin verða’ ekki’ að neinu.
4.
Sæl erum við í sóla-
sali þeim látum fjær;
þú hylur í himni þínum
höfuð þitt, stjarnan mín kær!


Athugagreinar

Í Ritverkum IV. Skýringar og skrár, bls. 228–229, er gerð grein fyrir þessari þýðingu Jónasar þar sem hann þýðir eftir Neue Gedichte. Hamburg 1844. Þar er ljóðið nr. IV í Katharina-kvæðum Heines í Verschiedene. Ljóðið er þýtt á árunum 1844–1845.
Eiginhandarrit er í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 a II).
Það var fyrst prentað í Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.