Sáuð þið hana systur mína | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sáuð þið hana systur mína

Fyrsta ljóðlína:Sáuð þið hana systur mína
Viðm.ártal:≈ 1825
Tímasetning:1836

Skýringar

Samið árið 1836. Eiginhandarrit er ekki til. Frumprentun í: Fjölni, 9. ár, 1847 [Fyrirsagnarlaust í sögunni „Grasaferð“]. Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Um hana systur mína“].
1.
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull;
nú er ég búinn að brjóta og týna.

2.
Einatt hefur hún sagt mér sögu;
svo er hún ekki heldur nísk:
hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.

3.
Hún er glöð á góðum degi
– glóbjart liðast hár um kinn –
og hleypur þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.