Sláttuvísa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sláttuvísa

Fyrsta ljóðlína:Fellur vel á velli
bls.28–29
Bragarháttur:Dróttkvætt með tvíliðahrynjandi
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1843

Skýringar

Samið árið 1843. Tvö eiginhandarrit eru til. Hið fyrra er varðveitt á Landsbókasafni í [JS 129 fol: nokkur kvæði á lausum blöðum, komin úr fórum Brynjólfs Péturssonar] handritasafni Jóns Sigurðssonar (JS 129 fol.). Hið síðara er varðveitt í Árnastofnun í handritasafni Konráðs Gíslasonar (KG 31 b V). Frumprentun í Fjölni, 7. ár, 1844. Einnig prentað í: Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847. [Fyrirsögn: „Sláttuvísur“]. Heimild fyrir skýringum: jonashallgrimsson.is.
Sláttuvísa
1.
Fellur vel á velli
verkið karli sterkum,
syngur enn á engi
eggjuð spík og rýkur
grasið grænt á mosa,
grundin þýtur undir,
blómin bíða dóminn,
bítur ljár í skára.
2.
Gimbill gúla þembir,
gleður sig og kveður:
„Veit ég, þegar vetur
vakir, inn af klaka
hnífill heim úr drífu
harður kemst á garða,
góðir verða gróðar
gefnir sauðarefni“.

3.
Glymur ljárinn, gaman!
grundin þýtur undir,
hreyfir sig í hófi
hrífan létt mér ettir,
heft er hönd á skafti,
höndin ljósrar drósar.
Eltu! áfram haltu!
ekki nær mér, kæra!
4.
Arfi lýtur orfi,
allar rósir falla,
stutta lífið styttir
sterkur karl í verki,
heft er lönd á skafti,
hrífan Iétt mér ettir.
Glymur Ijárinn, gaman!
grundin þýtur undir.