Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Háttalykill Lofts Guttormssonar hinn skemmri 1

I. Dróttkveðið

HÁTTALYKILL LOFTS GUTTORMSSONAR HINN SKEMMRI
Fyrsta ljóðlína:Fyrst vil eg mætu musti
Bragarháttur:Dróttkvætt
Viðm.ártal:≈ 1425
Fyrst vil eg mætu musti
móins beðja lín gleðja,
ræð eg að ristill hlýði,
ríms með háttum ýmsum.
Göfuglyndri skal grundu
góins landa svo vanda,
ann eg auðar nönnu,
óð sem hún ber af fljóðum.