Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hrafnarnir

Fyrsta ljóðlína:Krummi um loft með krunki fer
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) ferkvætt aaBB
(o)
(o)
(o)
(o)
Viðm.ártal:≈ 1950
Hrafnarnir
1.
Krummi um loft með krunki fer,
kviðarfylli leitar sér,
aðspyr, mætandi öðrum hrafni:
Áttu von á bita, nafni?
2.
Aftur svarar hrafninn hinn:
Heldur betur, nafni minn.
Fann ég undir laufi í leynum
lík í skógi af riddara einum.
3.
Hví, af hverjum, vegið var,
veit sá fálki, er öxl hans bar,
veit hans fákur vegarlúinn,
veit hún, unga hallarfrúin..
3.
Langt til skógar fálkinn fló,
fálkinn hinn á burtu dró,
ungu frúna um ástvin dreymir,
– Ekki þann sem laufið geymir.