Bragamál | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bragamál

Fyrsta ljóðlína:Láttu í háttum meðan mátt
bls.5
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1891
Láttu í háttum meðan, mátt
magnið hreyfa þinna ljóða
hvern þinn dýrgrip, allt sem átt!
Auð þinn snauðum heimi bjóða—
Fel ei lýsigullið góða!
Ljósið þitt um lífsins nátt.

Líf er straumsins stundartöf,
styttra vor, sem þroskar óðinn.
Skammt í myrka moldargröf—
moldin kæfir hljóð og ljóðin.
Sporlaust hverfur þú og þjóð þín
skilirðu ei framtíð skáldi að gjöf.

Sólar skin og skúradrög
skalt í hending saman tvinna.
Regnstorm við og reiðarslög
reyndu máttinn stuðla þinna!
Svo skal þjóð þín vakin vinna
sumarstörf um láð og lög.