Tárið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tárið

Fyrsta ljóðlína:Þú sæla heimsins svalalind
bls.82
Bragarháttur:Stefjahrun með forlið
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
2.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber
þótt blæði hjartans sár.
3.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn er ég græt,

en drottinn telur tárin mín –
ég trúi’ og huggast læt.