Lífshvöt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lífshvöt

Fyrsta ljóðlína:Syng ei þetta sorgarefni
bls.881–881
Bragarháttur:Langhent eða langhenda
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Syng ei þetta sorgarefni,
seg ei lífið tóman draum,
vek þú dauða sál af svefni,
sjónar-villum gef ei taum.
2.
Líf er vaka, gimsteinn gæða,
Guði vígt, en eigi mold;
aldrei sagði sjóli hæða:
„Sálin verði duft sem hold!„
3.
Hvorki lán né hryggðar-hagur
heitir takmark lífs um skeið,
heldur það, að hver einn dagur
hrífi oss lengra fram á leið.
4.
Fleyg er tíð, en lengi lærist,
lífæð vor er hermanns spil,
bumbu-slögum hjartað hrærist,
hringir manni grafar til.
5.
Líf er nauðsyn, lát þig hvetja,
líkst ei gauði, berstu djarft,
vert ei sauður, heldur hetja,
hníg ei dauður fyrr en þarft!
6.
Treyst ei feigur framtíð þinni,
fortíð eiga lát sinn val;
hönd Guðs hneig, og haf í minni:
henda fleyga nútíð skal.
7.
Allir miklir menn oss sýna,
manndóms tign er unnt að ná,
og eiga þegar árin dvína
eftir spor við tímans sjá. —
8.
Spor, sem villtum vegfaranda
vísa braut um eyðisand,
og sem frelsa frá að stranda
farmann þann, er berst, á land.
9.
Fram að starfa! fram til þarfa!
flýjum aldrei skyldu-braut!
Vinnum meira! verkum fleira!
vinnum eins þó löng sé þraut!