Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Þá Ísraelslýður einka fríður af Egyptó

Fyrsta ljóðlína:Þá Ísraelslýður einka fríður af Egyptó
Viðm.ártal:≈ 1650–1675

Skýringar

Í útgáfunni er sálmurinn prentaður eftir Andlegir sálmar og kvæði (Hallgrímskveri) á Hólum 1773, bls. 3–10. Hér er þeirri útgáfu fylgt orðrétt. Þessi biblíusálmur var fyrst prentaður í Hallgrímskveri á Hólum 1765 og tók smávægilegum breytingum í útgáfum Hallgrímskvers 1770 og 1773. Þá er sálmurinn varðveittur í þrem handritum sem vitað er um: Lbs 2232 8vo, 170r–174v; JS 237b 8vo, 173v–176r, og ÍB 585 8vo, 61r–63r og virðast þau öll skrifuð eftir prentuðum Hallgrímskverum)
Inntak úr historíu af Balaam. Num. 23. 24. Cap.
Með lag sem Susönnu kvæði.
1.
Þá Ísraelslýður einka fríður af Egyptó
út réð ganga, eyðimörk langa yfir dró,
á Móabsvöllum þreyttur þó
þá um síðir landtjöldum sló.
2.
Móabíta og Madíaníta mönnum þá
stýrði karskur, kænn og vaskur kóngur sá
Balak hét sem birta má,
bægja vill þeim landinu frá.
3.
Ei sér treysti hann með hreysti að halda stríð,
angri mæddist af því hræddist Ísraels lýð.
Við sína menn hann sagði um hríð:
„Senn mum búin ófriðar tíð.
5.
Ísraels múgur mannvals drjúgur Móabs láð
allt mun eyða, auðæfum sneyða og auka oss háð.
Eins og fé sem ei er gáð
upp vill ræta jurtir og sáð.“
5.
Um þann tíð hjá Arams lýð var einn sá mann,
bókin efnir beint og nefnir Balaam þann,
spádómsmennt og konstir kann,
kóngurinn vill að fundinn sé hann.
6.
Síðan beiddi og so til reiddi sendimenn
að Balaam fyndi og fljótt með skyndi í fjarlægð senn:
„Honum segið orð mín enn:
Ómakslaunin geld eg þér tvenn.
7.
Af Egyptalandi fólk flýjandi flokkum tveim,
ógna lið með sorga sið mig sækir heim.
Bið eg þú komir að bölva þeim,
bæði færðu virðing og seim.“
8.
Móabs æðstir herrar hæstir hlýddu gram,
stórar háfur gersemis gáfur greiða nam;
bráðlega hittu Balaam,
báru síðan *eyrindin fram.
9.
Balaam þýður beiddi blíður: „Bíðið hér.
Á morgun svarið fyrr en farið fáið þér
þegar vís eg orðinn er
alls sem drottinn kunngjörir mér.
10.
Þessa nóttu þegar í óttu um þennan hag
Guð spyr hratt það segi eg satt með soddan slag:
„Hvaða menn með hefndar plag
hingað komu til þín í dag?“
11.
Balaam sagði: „Senn að bragði sendi mér
Balak menn og biður mig enn að bjarga sér.
Af Egyptalandi ógnaher
innfalinn í ríkið hans er.
12.
Það eg fregna hann þykist ei megna þeim í mót,
fá vill mig að frelsa sig og fremja blót
svo bölvan yfir þá falli fljót.
og fólkið hreppi afdrifin ljót.“
13.
Hér um skýrir hann sem stýrir hauðri og heim:
„Þó þér bjóði buðlung rjóði brenndan seim
lát þá sjálfa hverfa heim,
hvörgi skaltu fara með þeim.“
14.
Við Móabs menn að morgni senn hann mælti í stað:
„Yður búið, burtu snúið“, Balaam kvað,
„gjöri eg ei það sem buðlung bað,
bannað hefur drottinn mér það.“
15.
Þessir ganga leið so langa að ljóðin tjá,
Balaams svörum, sínum förum, sögðu frá.
Kynlega við það Balak brá,
bjó til aðra sendimenn þá.
16.
Öðling kyrri eins og fyrri uppá sló,
af sínum vinum, vildari hinum, valdi þó,
til Balaams seggja drottinn dró,
dýrar gáfur kóngurinn bjó.
17.
Spámann fundu fróðir í lundu og fluttu þar
erindin sín með orðin fín sem ásett var,
skíra gull og gersemar;
gaf þeim aftur Balaam svar:
18.
„Þeim yður sendi af sinni hendi segið þér,
þó húsin full með glóandi gull hann gæfi mér
mun eg ei gjöra hið minnsta hér
meir en drottins bífalning er.“
19.
Sömu nótt, þá seggja drótt í svefni var,
Balaam beiddi Guð hönum greiddi glöggt andsvar:
„Til Móabs lands þú með þeim far,
minnstu hvað eg skipa þér þar.“
20.
Ösnu býr og bráðlega snýr með brögnum þá.
Engill hreinn af himnum einn, sem hér skal tjá,
miðri leið þeim mætti á,
mátti hann ekki Balaam sjá.
21.
Asnan hneigir út af vegi er engil sér.
Balaam hryggðist hart og styggðist, hún var þver.
Himnabúinn fríður fer
fram á leið þar girðing ein er.
22.
Sinn var garður hár og harður á hverja hlið;
engill merkur, stór og sterkur, stóð í mið,
fóturinn kreistist vegginn við,
varð að ganga þanninn á snið.
23.
Enn fór lengra einstig þrengra engill skær,
asnan veginn engan veginn arkað fær.
Balaam hana bystur slær,
á bæði knén því fellur hún nær.
24.
Ösnu munni einn er kunni upplauk þá
himins og láða hæstur dáða herrann sá.
Fékk hún mál og fljótt nam tjá:
„Fyrir hvað gjörðir þú mig að slá?“
25.
Balaam rjóður, reiðimóður rétt so tér:
„Ertu slegin af því veginn ekki fer;
hefði eg spjót í hendi mér
hefna skyldi dauðinn á þér.“
26.
„Eg þín asna, limalasna, lúin og þreytt
frá barndóm þínum bar þig á mínu baki greitt,
hvenær gjörði eg eins þér eitt?“
„Alldrei fyrri“, sagði hann, „neitt“.
27.
Um þá stundu opnast mundu hans augu þá,
af drottins ráði rétt so tjáði ritning frá,
blessaðan engil Balaam sá
með brugðnu sverði veginum hjá.
28.
Mjög sig hneigði mjúkt og beygði maðurinn brátt.
Engill traustur, tryggur, hraustur talaði hátt:
„Hvar fyrir slóstu þrisvar þrátt
þína ösnu af reiðinnar mátt?
29.
Ef hún eigi viki úr vegi að vísu hér
henni hægt eg hefði vægt en hefnt á þér;
vegur þinn ei þóknast mér.“
Þar á móti Balaam tér:
30.
„Eg ei þekkti og það mig blekkti að þú varst nær,
vík eg frá ef væri sá þinn vilji kær.“
Aftur svarar engill skær:
„Orðlof þú til reisunnar fær.“
31.
„Varast skaltu umfram allt“, kvað engill greitt,
„að mæla par fyrir þengil þar þó þess sé beitt.
Talaðu ekki annað neitt
utan hvað eg skikka þér eitt.“
32.
Balaam frá eg ferðast þá og finnur fljótt
Móabs gram, sá gleðjast nam í geðinu hljótt,
bað hann vildi búast skjótt
og bölvan leggja á Ísraels drótt.
33.
Á fjalls hæðum ei fjarstæðum ölturin há
byggðu *sje og firna fé þar fórna á.
Til var reynt um tíma þrjá;
takast ekki bölvanin má.
34.
Við offrið *hvurt gekk Balaam burt frá brögnum snar;
með sama hætti hönum mætti herrann þar;
mátti hann ei mæla par
móti því sem tilskikkað var.
35.
Balak reiddist beint og beiddist brátt í stað:
„Hverki þessa hata né blessa“, hilmir kvað.
Spámann komst so orði að:
„Ekki leyfir drottinn mér það.“
36.
Spádóm blíðan furðu fríðan fékk hann tjáð;
það er rétt með rökum sett í ritning skráð.
Kóngi lagði hann kænsku ráð,
kom því seinna refsingin bráð.
37.
Ferðast heim af fundi þeim sem frá er téð.
Ísrael hart á heiðna snart þá herja réð,
eyddu fólki en eignast féð,
einninn féll þar Balaam með.


Athugagreinar

8.4 eyrindin] þannig ritað í H 1773.
33.2 sje] < sjø H 1773 (breytt vegna ríms).
34.1
hvurt] < hvørt H 1773 (breytt vegna ríms).