Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Dagleg andvarpan

Fyrsta ljóðlína:Gleym minni synd og gef mér náð
Viðm.ártal:≈ 1675
Flokkur:Bænir og vers

Skýringar

Hér hefur verið valin gerð versins úr JS 272 4to I, en hvað varðar upplýsingar um handrit þessa erindis er stuðst við: Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli 3. Margrét Eggertsdóttir, Kristján Eiríksson, Svanhildur Óskarsdóttir bjuggu til prentunar. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Reykjavík 2005.
Auk aðaltexta, JS 272 4to I, er versið varðveitt í sjö eftirtöldum þekktum handritum: Lbs 194 8vo, bls. 95; Lbs 238b 8vo, bls. 16; Lbs 1245 8vo, bls. 329; Lbs 1744 8vo, bl. 52v-53r; Lbs 1787 8vo, bl. 29v; ÍB 216 8vo, bl. 42v, og BL Add 4889, bl. 107v.
Tón: Guð miskunni

Gleym minni synd og gef mér náð,
Guð minn, í Jesú nafni.
Ég legg mig á þitt líknarráð
með lífs- og sálar efni.
Bevara mig frá bráðum deyð,
blessan þín að mér gæti.
Héðan í friði heim mig leið
í himnaríkis sæti.
Amen, ó, Jesú mæti!