Á Sprengisandi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á Sprengisandi

Fyrsta ljóðlína:Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn
bls.76
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Línuna „Drottinn leiði drösulinn minn“ vantar atkvæði upp á að samræmast hættinum.
Þarf að tímasetja nánar. Var þekkt 1889.
1.
Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell.
Hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn,
2.
Þei, þei! þei, þei! þaut í holti tófa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannski að smala fé á laun.
3.
Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga á Herðubreið.
Álfadrottning er að beisla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið.
Vænsta klárinn vildi eg gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.