Þrymlur – önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þrymlur 2

Þrymlur – önnur ríma

ÞRYMLUR
Bálkur:Þrymlur
Fyrsta ljóðlína:Höldum færi eg Herjans snekkju, hróðrar barða
bls.12–14
Bragarháttur:Braghent – samrímað eða braghenda samrímuð
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur
1.
Höldum færi eg Herjans snekkju, hróðrar barða.
Fyst kom upp í Freyju garða
Fjölnis burr með reiði harða.
2.
Þá nam *kallsa þessi orð við þellu veiga:
„Viltu nokkuð jötuninn eiga?
Ýtum gjörir hann kosti seiga.“
3.
Hann greinir mál, en gullaðs skorðu gjörir svó hljóða:
„Þigg nú málm og menið hið góða.“
Mælti síðan sprundið rjóða:
4.
„Fyrr skal eg mér fleygja út *í fagran geima
heldr en fara í jötna heima;
öngvan gjörir eg kost á þeima.“
5.
Þór nam ganga þrútinn á burt frá þorna Gefni.
*Atla trú eg að einum hefni;.
angur stendr honum fyrir svefni.
6.
Má nú ekki mildings sonrinn Mjöllni spenna,
eldar þóttu úr augum brenna,
yggldist Rymr við leikinn þenna.
7.
Óðinn lætur efna þíng á Ásavöllum.
Rekkar drifu úr Rögnis höllum,
ræðan tókst með goðunum öllum.
8.
Heimdæll gaf til hoskligt ráð enn heyrnarprúði:
„Þór skal nefna þussa brúði –
þeim skal veitast kvenna skrúði.“ (8)
9.
„Búníng allan *beri þér uppá *beyti sára,
þann veg skulum vær þussa dára,
Þór er líki kvenna fára.“
10.
Ýtar *bjuggu Ásaþór sem eg vil greina,
settu á bríngu breiða steina,
blóðrautt gull og pellið hreina.
11.
Ýtar bjuggu Ásaþór með ófnis skíði;
þessi kallinn kampasíði
kemr í stað fyr hrínga fríði.
12.
Heimdæll bjóst og Hænir *meður hoskr í ræðum,
Loki var klæddur kvinnuklæðum,
Klókur þótti hann næsta í ræðum.
13.
Óðinn átti frábært far er flutti beima;
rann það einn veg rúst og geima,
með reiða gekk það um löguna heima.
14.
Goðunum fylgja *geysimargar geitr og kálfar,
telst þá ekki tröll og álfar,
töframenn og völvur sjálfar.
15.
Fuglar margir fylgja *þeima fleina *rjóðum,
villidýr af veiðislóðum,
varga sveit með úlfum *óðum.
16.
Þegnar koma í þussagarð, er *Þundar heitir.
Úti stóðu jötna sveitir,
allir vóru furðu-teitir.
17.
„Því kom ekki Ásaþór með yðr til veislu?
Honum mun verða gjöf til greislu;
gjört var slíkt að vórri beislu.“
18.
Seggrinn talaði sæmdargjarn við sína rekka:
„Hamarinn veldur hann fær ekka,
heima trú eg hann vili drekka.“
19.
Þegnum heilsar þussa gramur Þrymr í kífi,
Grímni þótti gaman að lífi,
glotti þegar og hyggr að vífi.
20.
Flagðavinrinn fífla vill til fljóðs í vagni,
eigi skyldi hann ygglast magni,
Æsum kom nú brögð að gagni.
21.
Kappinn vildi kyssa fljóð enn kynja-skjóti,
rétti hendr enn rammi sóti,
reigðist næsta brúðr í móti.
22.
Brúsi sagði brögðin ljót á bauga *þreyju:
„Því eru öndótt augu Freyju?
Ekki líst oss bragð á meyju“.
23.
Þetta undrast þegna sveit, hvað Þrymr réð spjalla.
Þá sló þögn á þussa alla. –
Þar mun bragrinn verða falla.


Athugagreinar

Leiðréttingar og athugasemdir Finns Jónssonar:
2.1 kallsa] kallze hdr. [FJ]
4.1 í] vantar í hdr. [FJ]
5.2 Atla] < attle hdr. [FJ]
8.
Í hdr. er röðin hér eftir þessi: 10. 12. 13. 11. 9 o. s. frv., en hún er röng. [FJ]
9.1 beri] < ber hdr. [FJ]
9.1 beyti] < beití hdr. [FJ]
10.1 bjuggu] < byggíu hdr. [FJ]
12.1 meður] < med hdr. [FJ]
14.1 geysimargar] < geysimarg hdr. [FJ]
15.1 þeima ...... rjóðum] < þeim af ...... rogum hdr. [FJ]
15.3 óðum] < nogum hdr. [FJ]
16.1 Þundar] hlýtur að vera rangt? [FJ]
22.1 þreyju] svo í hdr.
(Fernir forníslenskir rímnaflokkar er Finnur Jónsson gaf út. Kaupmannahöfn 1896, bls. 12–14).
Finnur gaf Þrymlur út eftir AM 604 g 4to.