Þrymlur – fyrsta ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þrymlur 1

Þrymlur – fyrsta ríma

ÞRYMLUR
Bálkur:Þrymlur
Fyrsta ljóðlína:og enn frægi Ullr
bls.10–11
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1400
Flokkur:Rímur

Skýringar

Finnur gaf Þrymlur út eftir AM 604 g 4to. Upphaf rímnanna vantar.
1.
[. . . .] og enn frægi Ullr,
er fengu bráðir hrafni;
Loki er sagður lymskufullr
en Loftur öðru nafni.
2.
Fenrisúlfrinn1 frændi hans,
frægr er hann af Gleipni;
margur hefr það mælt til sanns,
að móðir sé hann að Sleipni.
3.
Eigi kom það Óðni vel,
2 efldu stóra3 pretta;
dóttir Loka mun heitin4 Hel;
harkabörn5 eru þetta.
4.
Loki er sagður langr og mjór,
og lék þó flest með slægðum:
Óðins son var Ásaþór
efldur stórum frægðum.
5.
Harðan rýðr hann hjalta kólf
Herjans burr með listum,
hann var átta álna og tólf
upp á höfuð af ristum.
6.
Eitra dverg er Atli lét,6
ágætt færið smíða,
Mjöllnir frá eg að hamarinn hét,
hann bar kappinn víða.
7.
Þegar hann gekk með heift í höll
Herjans burr enn jungi,
meiddist bæði menn.og trölI,
er Mjöllnir reið að þungi .7
8.
Gjarðir á hann, sem greint var mér
gripirnir finnast fleiri,
þegar hann spennir þeim að sér,
þá er hann tröllum meiri.
9.
Undra digr er örva Þundr,
ekki blíðr í máli,
glófa átti Grímnis kundr,
gjörðir vóru af stáli.
10.
Glófar vinna görpum mein,
greyptir hauka foldu,
hrífr hann með þeim harðan stein,
sem hendur væri í moldu.
11.
Heimboð veitti halrinn stór
hölda sveit með sigri,
sá hét Þrymr, er þangað fór,
þussa gramrinn digri.
12.
Brögðin taka að birtast stór,
er bragnar vóru í svefni,
hamarinn Mjöllnir hvarf frá Þór;
hér eru brögð í efni.
13.
Hvergi fengu hamri náð,
hvar sem ýtar fóru;
engi hittir jötna láð,
allir þrotnir vóru.
14.
Upp í fagran Freyju garð
fyst nam Þór að ganga,
segir hann hvað að sorgum varð
og sína mæði stranga.
15.
„Freyja, ljá mér fjaðrham þinn
– fljúga vilda eg láta,
henta aftur hamarinn minn“ –
hún tók sárt að gráta.
16.
„Fjaðrham taktu furðu brátt
– fljóðið talar hið teita –
ef þú hamarinn hitta mátt;
hverr skal eftir leita?.“
17.
„Loki er jafnan leitum vanr,
leikr hann þrátt um beima,
hann skal fara sem fuglinn svanr
og fljúga í undirheima.“
18.
Gumnum þótti granda fæst
garpnum bragða-drjúga;
fjaðrham hafði Loftur læst,
Loki tók hátt að fljúga.
19.
Flýgr hann út yfir Ásagarð
Einn veg láð8 sem geima;
kalli ilt í kryppu varð,
hann kemr í jötna heima.
20.
Fjölnis þjón kom furðu dæl
framm að landa baugi;
úti stóð fyr Óðins þræl
jötuninn9 Þrymr á haugi.
21.
Ljótur talar í lyndi veill –
leiðaði orðum sléttum –
„Lóður kom þú hingað heill,
hvað hefr kall í fréttum?“
22.
Segir hann allt sem fréttin fór,
fyst tók Loki að inna:
„Hamarinn Mjöllnir hvarf frá Þór
og hvergi megum hann finna.“
23.
„Drjúg-mjög eruð10 þar duldir til sanns,
– Dofri talar af galdri –
eg hef fólgið hamarinn hans,
hann mun finnast aldri.
24.
Nema þér Freyju færið mér,
að fegri11 er hverju vífi;
þá mun hamarinn hittasti hér –
og hjálp svó þínu lífi.
25.
Þar mun rammlig ráðagjörð
Rögnis vera í höllu;
níu feta12 niðr í jörð
nú er hann geymdr með öllu.
26.
Æðir heim sá illsku tér 13
allur reiði bólginn.
„Hefr þú nokkuð hamarinn hér?
hvar er hann Mjöllnir fólginn?.“
27.
„Hamarinn færi eg hvergi þér
– heyri dróttir prúðar –
nema þú Freyju færir mér.
og fáir mér hana til brúðar.“
28.
Reiðan gjörði Rögnis kund
rétt í þenna tíma.
Þór gekk upp á Freyju fund. –
Falli þann veg ríma.


Athugagreinar

Leiðréttingar og athugasemdir Finns Jónssonar:
1.
Fenrisúlfrinn] < Fenrisulfen hdr. [FJ]
2.
að] < ok hdr. [FJ]
3.
stóra] < storra hdr. [FJ]
4.
heitin] < heít hdr. FJ]
5.
harka] < haska hdr. [FJ]
6 lét] < het hdr. [FJ]
7.
Á eftir 7. vísu er í hdriti vísa sem á alls ekki á við efni þessarar rímu:

Kappinn frá eg að Heimdæll hét

hann var borinn með nauðum
heyrði hann allt það hærra lét
en hárið spratt á sauðum.
8.
láð] < logu hdr. [FJ]
9.
jötuninn] < iotuns hdr. [FJ]
10.
eruð] < eru hdr. [FJ]
11.
fegri] < fegra hdr. [FJ]
12.
feta] < fet hdr. (les fóta?, rasta?) [FJ]
13.
tér] < bier hdr. (?) [FJ]